Fékk stjörnur í augun fyrir tveimur árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2012 07:00 Stelpurnar í unglingalandsliðinu unnu líka gull og halda A-landsliðsstelpunum við efnið. Mynd/Vilhelm Sólveig Ásta Bergsdóttir er ein af Evrópumeisturunum í hópfimleikum sem fengu flotta móttökuathöfn í gær enda allar með gullpening um hálsinn eftir frábæra helgi á Evrópumeistaramótinu í Danmörku þar sem A-lið og unglingalið kvenna unnu bæði gull. Fyrir tveimur árum vann Sólveig brons með unglingaliðinu en hjálpaði nú A-liðinu að verja Evrópumeistaratitilinn. „Við unnum fyrir þessu og áttum þetta skilið," segir Sólveig skælbrosandi í móttökunni í gær. „Ég var í unglingaliðinu á síðasta Evrópumóti og við tókum bronsið. Við horfðum þá á fyrirmyndirnar okkar verða Evrópumeistarar og ég fékk bara stjörnur í augun," segir Sólveig Ásta og hún þurfti að hafa fyrir því að komast í Evrópumeistaraliðið. „Þetta er búin að vera barátta frá því í júní," segir Sólveig og hún viðurkennir að það fari kannski of mikill tími í þessar æfingar enda tóku þær 112 æfingar fyrir mótið. „Þetta er í raun allt of mikið og maður ætti að eyða þessum tíma í að læra eða gera eitthvað annað en þetta var miklu meira spennandi og miklu skemmtilegra."Mynd/VilhelmÍslenska liðið átti titil að verja en það reyndi á hópinn eftir að hlutirnir gengu ekki alveg upp í undanúrslitunum og liðið var ekki með bestu einkunn inn í úrslitin. „Við drifum okkur upp á hótel og fengum ekki að sjá úrslitin. Við sáum að þetta var ekki okkar dagur og vorum búnar að heyra að Svíarnir hefðu átt gallalausan dag. Ég fékk baráttukveðjur að heiman þar sem stóð að það væri nýr dagur á morgun. Þá vissi ég að við hefðum ekki tekið þetta á föstudeginum," rifjar Sólveig upp. „Við hófum bara nýja keppni á nýjum degi og það skilaði okkur árangri. Þetta var sætari sigur svona og þetta var bara okkar dagur," segir Sólveig. Hún sér fyrir sér nokkrar sem gætu fetað í hennar fótspor og komist í A-liðið. „Í unglingaliðinu eru nokkrar sem ég var að keppa með fyrir tveimur árum og það er gaman að sjá hvað þær eru komnar nálægt okkur. Það eru að koma svo ótrúlega margar sterkar inn og það verður eflaust harðari barátta að komast inn í næsta landslið," segir Sólveig. Hún þurfti samt að skipta úr Stjörnunni í Gerplu til að fá að keppa með A-landsliðinu. „Ég þurfti að skipta um félag því það var búið að ákveða að Gerpla yrði landsliðið. Ég sé alls ekki eftir því í dag og ég þekkti líka allar þessar stelpur í Gerpluliðinu. Það var ekkert mál að skipta og ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu og æfa með svona flottum stelpum," sagði Sólveig að lokum. Íþróttir Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sjá meira
Sólveig Ásta Bergsdóttir er ein af Evrópumeisturunum í hópfimleikum sem fengu flotta móttökuathöfn í gær enda allar með gullpening um hálsinn eftir frábæra helgi á Evrópumeistaramótinu í Danmörku þar sem A-lið og unglingalið kvenna unnu bæði gull. Fyrir tveimur árum vann Sólveig brons með unglingaliðinu en hjálpaði nú A-liðinu að verja Evrópumeistaratitilinn. „Við unnum fyrir þessu og áttum þetta skilið," segir Sólveig skælbrosandi í móttökunni í gær. „Ég var í unglingaliðinu á síðasta Evrópumóti og við tókum bronsið. Við horfðum þá á fyrirmyndirnar okkar verða Evrópumeistarar og ég fékk bara stjörnur í augun," segir Sólveig Ásta og hún þurfti að hafa fyrir því að komast í Evrópumeistaraliðið. „Þetta er búin að vera barátta frá því í júní," segir Sólveig og hún viðurkennir að það fari kannski of mikill tími í þessar æfingar enda tóku þær 112 æfingar fyrir mótið. „Þetta er í raun allt of mikið og maður ætti að eyða þessum tíma í að læra eða gera eitthvað annað en þetta var miklu meira spennandi og miklu skemmtilegra."Mynd/VilhelmÍslenska liðið átti titil að verja en það reyndi á hópinn eftir að hlutirnir gengu ekki alveg upp í undanúrslitunum og liðið var ekki með bestu einkunn inn í úrslitin. „Við drifum okkur upp á hótel og fengum ekki að sjá úrslitin. Við sáum að þetta var ekki okkar dagur og vorum búnar að heyra að Svíarnir hefðu átt gallalausan dag. Ég fékk baráttukveðjur að heiman þar sem stóð að það væri nýr dagur á morgun. Þá vissi ég að við hefðum ekki tekið þetta á föstudeginum," rifjar Sólveig upp. „Við hófum bara nýja keppni á nýjum degi og það skilaði okkur árangri. Þetta var sætari sigur svona og þetta var bara okkar dagur," segir Sólveig. Hún sér fyrir sér nokkrar sem gætu fetað í hennar fótspor og komist í A-liðið. „Í unglingaliðinu eru nokkrar sem ég var að keppa með fyrir tveimur árum og það er gaman að sjá hvað þær eru komnar nálægt okkur. Það eru að koma svo ótrúlega margar sterkar inn og það verður eflaust harðari barátta að komast inn í næsta landslið," segir Sólveig. Hún þurfti samt að skipta úr Stjörnunni í Gerplu til að fá að keppa með A-landsliðinu. „Ég þurfti að skipta um félag því það var búið að ákveða að Gerpla yrði landsliðið. Ég sé alls ekki eftir því í dag og ég þekkti líka allar þessar stelpur í Gerpluliðinu. Það var ekkert mál að skipta og ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu og æfa með svona flottum stelpum," sagði Sólveig að lokum.
Íþróttir Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sjá meira