Loksins Kastljós! Pétur Gunnarsson skrifar 31. október 2012 08:00 Umfjöllun Kastljóss um Raufarhöfn miðvikudaginn 24. október sl. sætti tíðindum. Stórtíðindum. Vandkvæði þessa bæjarfélags höfðu farið inn um annað eyrað og út hitt í umræðu undanfarinna daga. En nú brá svo við að sjónvarpið sendi frétta- og tökumann á vettvang til að hafa tal af bæjarbúum í eigin persónu og leiða okkur hinum staðhætti fyrir sjónir. Og sú sjón var stúdíósögu ríkari. Fyrrum stöndugt bæjarfélag hafði með viti firrtum fjármálagerningi glutrað frá sér bjargarmeðulunum og í kjölfarið misst frá sér fjórðung íbúanna. Eins og Reykjavík í smámynd. Það var eitthvað ofurraunsætt við þessa umfjöllun, við erum svo vön því að landsbyggðin sé utan sjónvarpsgeislans, því þótt Landinn hafi stóraukið upplifun okkar af þjóðinni þá er það fólk í sparifötunum og flíkar ekki vandkvæðum sínum á sunnudegi. Þetta var í miðri viku. Og svona ætti að vera hvert einasta kvöld. Að leyfa sjónvarpsgeislanum að nema allt landið, sem er áreiðanlega nauðsynlegur þáttur í að halda öllu landinu í byggð. Mér kæmi jafnvel ekki á óvart þótt byrjað hafi að rofa til á Raufarhöfn í kjölfarið, að fyrirtæki og félagasamtök hafi séð þar tækifæri til að eignast orlofshús, listamenn vinnuaðstöðu og einstaklingar sumarathvarf. Já, hver veit nema að í þessu Kastljósi felist leiðsögn fyrir Ísland allt: að byrjun á lausn hvers vanda felist í að sjá hann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Umfjöllun Kastljóss um Raufarhöfn miðvikudaginn 24. október sl. sætti tíðindum. Stórtíðindum. Vandkvæði þessa bæjarfélags höfðu farið inn um annað eyrað og út hitt í umræðu undanfarinna daga. En nú brá svo við að sjónvarpið sendi frétta- og tökumann á vettvang til að hafa tal af bæjarbúum í eigin persónu og leiða okkur hinum staðhætti fyrir sjónir. Og sú sjón var stúdíósögu ríkari. Fyrrum stöndugt bæjarfélag hafði með viti firrtum fjármálagerningi glutrað frá sér bjargarmeðulunum og í kjölfarið misst frá sér fjórðung íbúanna. Eins og Reykjavík í smámynd. Það var eitthvað ofurraunsætt við þessa umfjöllun, við erum svo vön því að landsbyggðin sé utan sjónvarpsgeislans, því þótt Landinn hafi stóraukið upplifun okkar af þjóðinni þá er það fólk í sparifötunum og flíkar ekki vandkvæðum sínum á sunnudegi. Þetta var í miðri viku. Og svona ætti að vera hvert einasta kvöld. Að leyfa sjónvarpsgeislanum að nema allt landið, sem er áreiðanlega nauðsynlegur þáttur í að halda öllu landinu í byggð. Mér kæmi jafnvel ekki á óvart þótt byrjað hafi að rofa til á Raufarhöfn í kjölfarið, að fyrirtæki og félagasamtök hafi séð þar tækifæri til að eignast orlofshús, listamenn vinnuaðstöðu og einstaklingar sumarathvarf. Já, hver veit nema að í þessu Kastljósi felist leiðsögn fyrir Ísland allt: að byrjun á lausn hvers vanda felist í að sjá hann?
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar