Loftrýmisgæslan og samstaða Össur Skarphéðinsson skrifar 6. nóvember 2012 06:00 Við Íslendingar gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hversu samstarf Norðurlandaríkjanna fimm á öllum sviðum er okkur dýrmætt. Það er helsta ástæðan fyrir því að Ísland, alveg eins og hin löndin fjögur, boxar alþjóðlega töluvert fyrir ofan sinn raunverulega þyngdarflokk. Ein af þeim lexíum sem ég hef dregið af ferli mínum sem utanríkisráðherra er að fátt er okkur mikilvægara en að efla og ýta undir þetta samstarf á öllum sviðum. Þessi samstaða birtist okkur best á myrkustu dögunum eftir hrunið þegar himnarnir hrundu. Það komu erfiðir dagar og nætur þegar mörgum, þar á meðal mér, fannst við Íslendingar standa aleinir – og jafnvel þeir bregðast sem við töldum þó að við hefðum staðið í hvað dýpstu vináttusambandi við. Það var lexía. Þeir sem þá réttu út höndina okkur til hjálpar og reyndust okkur best voru þeir sem stóðu okkur langnæst – Norðurlandaríkin. Þau, ekki síst Noregur, veittu íslensku þjóðinni ekki aðeins móralskan styrk, heldur reiddu fram ásamt Pólverjum helminginn af þeim gjaldeyrislánum sem voru undirstaða efnahagsáætlunarinnar sem við gerðum í samvinnu við AGS. Það var ekki jafnsjálfsagt og mörgum Íslendingum þótti þegar heimspressan afgreiddi Ísland nánast sem hrunið ríki. En upp úr því fór Ísland að rísa úr ösku bankabálsins. Vilji Svía og Finna til þátttöku í loftrýmisgæslu við Ísland – sem sums staðar er umdeild – er stórpólitísk ákvörðun því í henni felst enn eitt styrkleikatáknið um samstöðu Norðurlandaríkjanna í blíðu og stríðu. Hún hrindir í framkvæmd einni af tillögunum um aukið samstarf Norðurlandaríkjanna sem er að finna í hinni stórmerku skýrslu sem Thorvald Stoltenberg afhenti okkur norrænum utanríkisráðherrum í febrúar 2009. Það var fyrsti fundurinn sem ég sat í þeirra hópi. Áhugi frændþjóðanna tveggja kemur líka í kjölfar yfirlýsingar sem Norðurlandaríkin gerðu með sér árið 2011 um samstöðu til að mæta óförum, bæði náttúrulegum og af manna völdum, á sviði utanríkis- og öryggismála. Ákvörðun Svía og Finna færir ekkert landanna þriggja nær eða fjær Atlantshafsbandalaginu. Hún er hins vegar sterk, táknræn yfirlýsing um að norræna stórfjölskyldan stendur saman og gætir hver annars eftir mætti, hvað sem á dynur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hversu samstarf Norðurlandaríkjanna fimm á öllum sviðum er okkur dýrmætt. Það er helsta ástæðan fyrir því að Ísland, alveg eins og hin löndin fjögur, boxar alþjóðlega töluvert fyrir ofan sinn raunverulega þyngdarflokk. Ein af þeim lexíum sem ég hef dregið af ferli mínum sem utanríkisráðherra er að fátt er okkur mikilvægara en að efla og ýta undir þetta samstarf á öllum sviðum. Þessi samstaða birtist okkur best á myrkustu dögunum eftir hrunið þegar himnarnir hrundu. Það komu erfiðir dagar og nætur þegar mörgum, þar á meðal mér, fannst við Íslendingar standa aleinir – og jafnvel þeir bregðast sem við töldum þó að við hefðum staðið í hvað dýpstu vináttusambandi við. Það var lexía. Þeir sem þá réttu út höndina okkur til hjálpar og reyndust okkur best voru þeir sem stóðu okkur langnæst – Norðurlandaríkin. Þau, ekki síst Noregur, veittu íslensku þjóðinni ekki aðeins móralskan styrk, heldur reiddu fram ásamt Pólverjum helminginn af þeim gjaldeyrislánum sem voru undirstaða efnahagsáætlunarinnar sem við gerðum í samvinnu við AGS. Það var ekki jafnsjálfsagt og mörgum Íslendingum þótti þegar heimspressan afgreiddi Ísland nánast sem hrunið ríki. En upp úr því fór Ísland að rísa úr ösku bankabálsins. Vilji Svía og Finna til þátttöku í loftrýmisgæslu við Ísland – sem sums staðar er umdeild – er stórpólitísk ákvörðun því í henni felst enn eitt styrkleikatáknið um samstöðu Norðurlandaríkjanna í blíðu og stríðu. Hún hrindir í framkvæmd einni af tillögunum um aukið samstarf Norðurlandaríkjanna sem er að finna í hinni stórmerku skýrslu sem Thorvald Stoltenberg afhenti okkur norrænum utanríkisráðherrum í febrúar 2009. Það var fyrsti fundurinn sem ég sat í þeirra hópi. Áhugi frændþjóðanna tveggja kemur líka í kjölfar yfirlýsingar sem Norðurlandaríkin gerðu með sér árið 2011 um samstöðu til að mæta óförum, bæði náttúrulegum og af manna völdum, á sviði utanríkis- og öryggismála. Ákvörðun Svía og Finna færir ekkert landanna þriggja nær eða fjær Atlantshafsbandalaginu. Hún er hins vegar sterk, táknræn yfirlýsing um að norræna stórfjölskyldan stendur saman og gætir hver annars eftir mætti, hvað sem á dynur.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun