Hrafnhildur reddaði skóm á allt landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2012 08:00 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir. Mynd/Stefán Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði Vals og íslenska kvennalandsliðsins, fer fyrir sínu liði jafnt innan sem utan vallar. Hrafnhildur og félagar hennar í landsliðinu eru að fara að keppa á sínu þriðja stórmóti í röð í næsta mánuði en það þurfti einkaframtak frá henni sjálfri til að útvega nýja skó á allar landsliðsstelpurnar. Fréttablaðið heyrði í Hrafnhildi og fékk að heyra söguna á bak við það þegar hún komst í tengsl við forsvarsmann Mizuno-umboðsins. „Alexander Petersson er á skósamningi hjá Mizuno og hann reddaði mér Ólympíuskóm," sagði Hrafnhildur en Mizuno framleiddi sérlínu fyrir Ólympíuleikana í London. „Svo fer ég út og hitti þennan Mizuno-mann ásamt konunni hans Alex (Eivor Pála Blöndal) sem er ein besta vinkona mín. Þar lendi ég bara á spjalli við hann og enda á því að koma út með skósamning. Þetta var mjög fyndið og svolítil tilviljun," rifjar Hrafnhildur upp. „Ég er búin að glíma við hásinavandamál og þarf að skipta um skó svo oft. Ég þarf helst að skipta á fjögurra til fimm mánaða fresti og það er því dýrt að þurfa að fara kaupa sér skó á 30 þúsund krónur á fjögurra mánaða fresti," segir Hrafnhildur sem reddaði ekki bara skóm fyrir sjálfa sig. „Ég var síðan í meira sambandi við hann og þá spyr hann hvort að það væru ekki einhverjar stelpur í landsliðinu sem vildu prófa nýju skólínuna þeirra. Út frá því hafði ég samband við landsliðsstelpurnar og reddaði þeim fullt af skóm," segir Hrafnhildur. Stelpurnar fá ekki mörg fríðindi fyrir að halda Íslendingum meðal bestu handboltaþjóða heims. „Það er síðan bara grín hvernig þetta er í kringum okkur. Stelpurnar í 16 ára landsliði kvenna í Danmörku koma drekkhlaðnar af alls konar búningum, vörum og göllum. Þær eru að fá haug gefins fyrir að komast í einhver unglingalandslið en unglingalandsliðin okkar borga sjálf fargjaldið út þegar þau eru að fara að spila," segir Hrafnhildur en hún er ekki reið út í handboltasambandið. „Maður gerir sér alveg grein fyrir því að HSÍ getur ekki gert neitt. Þeir eru að fá sitt hjá einhverjum fyrirtækjum og það er gríðarlega erfitt fyrir þá að ná sér í þessa peninga. Þeir geta ekki verið að borga leikmönnum eða kaupa hitt eða þetta. Það er bara skandall að ríkið skuli ekki styrkja íþróttastarf í landinu," segir Hrafnhildur. „Ég held bara að við þurfum að fara að skófla einhverju íþróttaliði inn á þing. Það er í alvörunni eina lausnin til að það verði eitthvað gert. Íþróttastarf er langbesta forvörnin gegn öllu og það skiptir ótrúlega miklu máli að börn finni sér einhverja íþrótt," segir Hrafnhildur. „Ég held að sjötíu prósent af þeirra fjármagni sé komið inn fá styrktaraðilum sem er bara grín. Þeir þurfa að finna fyrirtæki úti í bæ til að reka landsliðið. Þetta er sorglegt," segir Hrafnhildur og hver veit nema að hún skelli sér í stjórnmálin þegar handboltaskórnir eru komnir upp á hillu. Olís-deild kvenna Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði Vals og íslenska kvennalandsliðsins, fer fyrir sínu liði jafnt innan sem utan vallar. Hrafnhildur og félagar hennar í landsliðinu eru að fara að keppa á sínu þriðja stórmóti í röð í næsta mánuði en það þurfti einkaframtak frá henni sjálfri til að útvega nýja skó á allar landsliðsstelpurnar. Fréttablaðið heyrði í Hrafnhildi og fékk að heyra söguna á bak við það þegar hún komst í tengsl við forsvarsmann Mizuno-umboðsins. „Alexander Petersson er á skósamningi hjá Mizuno og hann reddaði mér Ólympíuskóm," sagði Hrafnhildur en Mizuno framleiddi sérlínu fyrir Ólympíuleikana í London. „Svo fer ég út og hitti þennan Mizuno-mann ásamt konunni hans Alex (Eivor Pála Blöndal) sem er ein besta vinkona mín. Þar lendi ég bara á spjalli við hann og enda á því að koma út með skósamning. Þetta var mjög fyndið og svolítil tilviljun," rifjar Hrafnhildur upp. „Ég er búin að glíma við hásinavandamál og þarf að skipta um skó svo oft. Ég þarf helst að skipta á fjögurra til fimm mánaða fresti og það er því dýrt að þurfa að fara kaupa sér skó á 30 þúsund krónur á fjögurra mánaða fresti," segir Hrafnhildur sem reddaði ekki bara skóm fyrir sjálfa sig. „Ég var síðan í meira sambandi við hann og þá spyr hann hvort að það væru ekki einhverjar stelpur í landsliðinu sem vildu prófa nýju skólínuna þeirra. Út frá því hafði ég samband við landsliðsstelpurnar og reddaði þeim fullt af skóm," segir Hrafnhildur. Stelpurnar fá ekki mörg fríðindi fyrir að halda Íslendingum meðal bestu handboltaþjóða heims. „Það er síðan bara grín hvernig þetta er í kringum okkur. Stelpurnar í 16 ára landsliði kvenna í Danmörku koma drekkhlaðnar af alls konar búningum, vörum og göllum. Þær eru að fá haug gefins fyrir að komast í einhver unglingalandslið en unglingalandsliðin okkar borga sjálf fargjaldið út þegar þau eru að fara að spila," segir Hrafnhildur en hún er ekki reið út í handboltasambandið. „Maður gerir sér alveg grein fyrir því að HSÍ getur ekki gert neitt. Þeir eru að fá sitt hjá einhverjum fyrirtækjum og það er gríðarlega erfitt fyrir þá að ná sér í þessa peninga. Þeir geta ekki verið að borga leikmönnum eða kaupa hitt eða þetta. Það er bara skandall að ríkið skuli ekki styrkja íþróttastarf í landinu," segir Hrafnhildur. „Ég held bara að við þurfum að fara að skófla einhverju íþróttaliði inn á þing. Það er í alvörunni eina lausnin til að það verði eitthvað gert. Íþróttastarf er langbesta forvörnin gegn öllu og það skiptir ótrúlega miklu máli að börn finni sér einhverja íþrótt," segir Hrafnhildur. „Ég held að sjötíu prósent af þeirra fjármagni sé komið inn fá styrktaraðilum sem er bara grín. Þeir þurfa að finna fyrirtæki úti í bæ til að reka landsliðið. Þetta er sorglegt," segir Hrafnhildur og hver veit nema að hún skelli sér í stjórnmálin þegar handboltaskórnir eru komnir upp á hillu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita