Opið bréf til forseta ASÍ Jóhann Hauksson skrifar 16. nóvember 2012 06:00 Kæri Gylfi Arnbjörnsson. Ég er einn þeirra sem tóku út séreignarsparnað til þess að mæta áföllum bankahrunsins. Það var gert með heimild sem núverandi stjórnvöld lögleiddu. Þessi úttekt á sparnaði var mitt tjón vegna glæframennsku, gáleysis og vanrækslu sem ég tel mig ekki bera sérstaka ábyrgð á. Ég átti einnig svolítinn sparnað hjá Allianz í gjaldeyri sem ég varð einnig að tæma vegna hækkunar á íbúða- og lífeyrissjóðslánum mínum. Fyrir réttu ári höfðu landsmenn tekið út 60 milljarða króna af séreignarsparnaði til að mæta áföllunum. Hækkun íbúða- og lífeyrissjóðslánanna voru um leið tekjur lífeyrissjóðs míns og viðskiptabanka í krafti verðtryggingarinnar. Möglunarlaust hef ég borið byrðar gliðnunar milli tekna og skulda líkt og tugþúsundir annarra samlanda minna. Stundum svolítið pirraður en sett undir mig hausinn. Seldi bíl, greiddi niður lán og ek nú um á gömlum jálki. Þú veist eins vel og ég að auknar vaxtabætur léttu undir í þessu bankahrunsbasli undanfarinna ára. Og það get ég sagt þér Gylfi, að í stóra samhenginu vekur það góðar vonir og léttir lund að sjá að hagvöxtur er ágætur hér á landi, jöfnuður hefur aukist á ný og tekist hefur ágætlega að halda atvinnuleysi í skefjum. Þú veist þetta allt saman. Þú vilt sem forseti ASÍ taka þátt í að milda áföllin fyrir launamenn þessa lands. Ekki satt?Ný tegund kjarabaráttu En nú gengst þú fyrir því – og ASÍ – að höfða mál gegn stjórnvöldum. Vegna hvers? Jú, álagning tímabundins skatts á lífeyri í þágu launamanna og heimila vegna fjármálahrunsins þykir þér og lögfræðingi ASÍ vera brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Ríkisstjórnin hafi ekki efnt loforð um að afnema tímabundnar kvaðir á lífeyrissjóðina og hafi jafnvel sett heimsmet í vanefndum. Er þetta ný tegund af kjarabaráttu? Að reyna að fá ógilt lagaboð sem færir fé tímabundið úr lífeyrissjóðum í vasa launamanna og heimila í verðtryggðu öryggiskerfi lífeyrissjóðanna? Finnst þér kannski að ég eigi að fara í mál við einhvern vegna þess að ég neyddist til að taka út séreignarsparnað minn? Þú og lögfræðingur ASÍ megið endilega láta mig vita hverjum ég á að höfða mál gegn.Að draga lappirnar Ertu viss um það Gylfi að þú hafir að þessu sinni horft yfir allt sviðið? Þú kannast áreiðanlega við viljayfirlýsingu lífeyrissjóðanna, bankanna og ríkisstjórnarinnar frá því í desember 2010. Þar stendur að „ríkisstjórnin muni í samstarfi við aðila þessarar yfirlýsingar leita leiða til að fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir fjármagni nýja tegund tímabundinnar vaxtaniðurgreiðslu“. Þetta skyldi gerast í gegnum vaxtabótakerfið sem og var gert og var reiknað með 6 milljörðum króna á ári í tvö ár, 2011 og 2012. Í heildina var sem sagt gert ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir létu samtals 6 milljarða króna af hendi rakna vegna skuldavanda heimilanna í sérstaka vaxtaniðurgreiðslu. Þessar greiðslur voru síðar lækkaðar. Bankarnir skyldu greiða tvisvar sinnum 2,1 milljarð króna en lífeyrissjóðirnir tvisvar sinnum 1,4 milljarða króna. Skemmst er frá því að segja að bankarnir hafa staðið við sinn hluta en lífeyrissjóðirnir ekki eins og fram kom í máli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær. Þessar greiðslur voru síðar áréttaðar af löggjafarþinginu með lagasetningu sem þú hefur nú á hornum þér.Að hugsa stórt eða smátt Veist þú Gylfi hvernig lífeyrissjóðirnir höfðu hugsað sér að leggja fram 6 milljarða í þágu heimilanna úr því þeir með harmkvælum geta vart lagt fram nema 2,5 milljarða þegar upp er staðið? Inn í þetta blönduðust svo gjaldeyrisútboð Seðlabankans með þeim hætti að lífeyrissjóðirnir skyldu njóta þess ef ríkið hagnaðist á þeim (lífeyrissjóðirnir eru stærstu kaupendurnir í útboðunum). Sá hagnaður kæmi til lækkunar á framlögum lífeyrissjóðanna til tímabundnu vaxtabótanna. Ólíkt bönkunum hefur staðið í stappi, þjarki og þrefi við lífeyrissjóðina um framlögin til heimilanna og launamanna í gegnum vaxtabótakerfið. Þú kannast við þetta Gylfi. Þú kannast þá einnig við að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi boðið að síðari greiðslan yrði felld brott. Er það ekki? Málið dautt? Nei, málshöfðun skal það vera á hendur stjórnvöldum og borið við brotum á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þar eð hætta sé á að framlög lífeyrissjóðanna skerði réttindi á almenna markaðnum en ekki hjá opinberum starfsmönnum. En staðfestu ekki lífeyrissjóðirnir sjálfir að þeir ætluðu að taka þátt í greiðslu sérstakra vaxtabóta í þágu launamanna og heimilanna í landinu? Var það ekki brot á jafnræðisreglu? Já, eru stjórnvöld ekki reiðubúin að ræða um þessar áhyggjur ykkar af jafnræðinu? Má ég spyrja þig kurteislega Gylfi: Í þágu hverra yrði málshöfðun ASÍ í raun og veru? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæri Gylfi Arnbjörnsson. Ég er einn þeirra sem tóku út séreignarsparnað til þess að mæta áföllum bankahrunsins. Það var gert með heimild sem núverandi stjórnvöld lögleiddu. Þessi úttekt á sparnaði var mitt tjón vegna glæframennsku, gáleysis og vanrækslu sem ég tel mig ekki bera sérstaka ábyrgð á. Ég átti einnig svolítinn sparnað hjá Allianz í gjaldeyri sem ég varð einnig að tæma vegna hækkunar á íbúða- og lífeyrissjóðslánum mínum. Fyrir réttu ári höfðu landsmenn tekið út 60 milljarða króna af séreignarsparnaði til að mæta áföllunum. Hækkun íbúða- og lífeyrissjóðslánanna voru um leið tekjur lífeyrissjóðs míns og viðskiptabanka í krafti verðtryggingarinnar. Möglunarlaust hef ég borið byrðar gliðnunar milli tekna og skulda líkt og tugþúsundir annarra samlanda minna. Stundum svolítið pirraður en sett undir mig hausinn. Seldi bíl, greiddi niður lán og ek nú um á gömlum jálki. Þú veist eins vel og ég að auknar vaxtabætur léttu undir í þessu bankahrunsbasli undanfarinna ára. Og það get ég sagt þér Gylfi, að í stóra samhenginu vekur það góðar vonir og léttir lund að sjá að hagvöxtur er ágætur hér á landi, jöfnuður hefur aukist á ný og tekist hefur ágætlega að halda atvinnuleysi í skefjum. Þú veist þetta allt saman. Þú vilt sem forseti ASÍ taka þátt í að milda áföllin fyrir launamenn þessa lands. Ekki satt?Ný tegund kjarabaráttu En nú gengst þú fyrir því – og ASÍ – að höfða mál gegn stjórnvöldum. Vegna hvers? Jú, álagning tímabundins skatts á lífeyri í þágu launamanna og heimila vegna fjármálahrunsins þykir þér og lögfræðingi ASÍ vera brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Ríkisstjórnin hafi ekki efnt loforð um að afnema tímabundnar kvaðir á lífeyrissjóðina og hafi jafnvel sett heimsmet í vanefndum. Er þetta ný tegund af kjarabaráttu? Að reyna að fá ógilt lagaboð sem færir fé tímabundið úr lífeyrissjóðum í vasa launamanna og heimila í verðtryggðu öryggiskerfi lífeyrissjóðanna? Finnst þér kannski að ég eigi að fara í mál við einhvern vegna þess að ég neyddist til að taka út séreignarsparnað minn? Þú og lögfræðingur ASÍ megið endilega láta mig vita hverjum ég á að höfða mál gegn.Að draga lappirnar Ertu viss um það Gylfi að þú hafir að þessu sinni horft yfir allt sviðið? Þú kannast áreiðanlega við viljayfirlýsingu lífeyrissjóðanna, bankanna og ríkisstjórnarinnar frá því í desember 2010. Þar stendur að „ríkisstjórnin muni í samstarfi við aðila þessarar yfirlýsingar leita leiða til að fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir fjármagni nýja tegund tímabundinnar vaxtaniðurgreiðslu“. Þetta skyldi gerast í gegnum vaxtabótakerfið sem og var gert og var reiknað með 6 milljörðum króna á ári í tvö ár, 2011 og 2012. Í heildina var sem sagt gert ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir létu samtals 6 milljarða króna af hendi rakna vegna skuldavanda heimilanna í sérstaka vaxtaniðurgreiðslu. Þessar greiðslur voru síðar lækkaðar. Bankarnir skyldu greiða tvisvar sinnum 2,1 milljarð króna en lífeyrissjóðirnir tvisvar sinnum 1,4 milljarða króna. Skemmst er frá því að segja að bankarnir hafa staðið við sinn hluta en lífeyrissjóðirnir ekki eins og fram kom í máli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær. Þessar greiðslur voru síðar áréttaðar af löggjafarþinginu með lagasetningu sem þú hefur nú á hornum þér.Að hugsa stórt eða smátt Veist þú Gylfi hvernig lífeyrissjóðirnir höfðu hugsað sér að leggja fram 6 milljarða í þágu heimilanna úr því þeir með harmkvælum geta vart lagt fram nema 2,5 milljarða þegar upp er staðið? Inn í þetta blönduðust svo gjaldeyrisútboð Seðlabankans með þeim hætti að lífeyrissjóðirnir skyldu njóta þess ef ríkið hagnaðist á þeim (lífeyrissjóðirnir eru stærstu kaupendurnir í útboðunum). Sá hagnaður kæmi til lækkunar á framlögum lífeyrissjóðanna til tímabundnu vaxtabótanna. Ólíkt bönkunum hefur staðið í stappi, þjarki og þrefi við lífeyrissjóðina um framlögin til heimilanna og launamanna í gegnum vaxtabótakerfið. Þú kannast við þetta Gylfi. Þú kannast þá einnig við að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi boðið að síðari greiðslan yrði felld brott. Er það ekki? Málið dautt? Nei, málshöfðun skal það vera á hendur stjórnvöldum og borið við brotum á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þar eð hætta sé á að framlög lífeyrissjóðanna skerði réttindi á almenna markaðnum en ekki hjá opinberum starfsmönnum. En staðfestu ekki lífeyrissjóðirnir sjálfir að þeir ætluðu að taka þátt í greiðslu sérstakra vaxtabóta í þágu launamanna og heimilanna í landinu? Var það ekki brot á jafnræðisreglu? Já, eru stjórnvöld ekki reiðubúin að ræða um þessar áhyggjur ykkar af jafnræðinu? Má ég spyrja þig kurteislega Gylfi: Í þágu hverra yrði málshöfðun ASÍ í raun og veru?
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar