Hvenær á að byrja í leikskóla? Oddný Sturludóttir skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Ég vil þakka Sigrúnu Lövdal, dagforeldri í Reykjavík, fyrir opið bréf til okkar Sóleyjar Tómasdóttur. Nokkrum athugasemdum vil ég koma á framfæri vegna orða Sigrúnar sem er gott að fá tækifæri til að leiðrétta. Það er ekki rétt sem kemur fram hjá Sigrúnu að borgarsjóður eigi í handraðanum 1,2 milljarða króna til nýrra verkefna. Borgin er þó í sífellu að greina fjárhagsleg áhrif breytinga á þjónustu borgarinnar, fyrir t.d. langtímaáætlanagerð. Það þýðir ekki sjálfkrafa að borgin hafi yfir þeim fjármunum að ráða. Samþykkt var snemma árs 2012 að ráðast í greiningu á margvíslegum áhrifum þess að börn hefji leikskólagöngu eins árs gömul, í stað þess að miða við árið sem þau verða tveggja ára. Niðurstöðurnar leiddu margt forvitnilegt í ljós; kostnað upp á 1,2 milljarða án framkvæmdakostnaðar við nýbyggingar, þörf á fjölgun starfsfólks um rúmlega 200 manns, áhrif á dagforeldrakerfið sem myndi óhjákvæmilega minnka, húsnæðisþörf og margt fleira. Verkefnið var unnið með aðferðafræði kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar. En verkefnið var ekki síst áríðandi til að borgarstjórn gæti svarað með raunsæjum hætti spurningunni sem allir foreldrar hafa skoðun á: Hvenær eiga börn að byrja í leikskóla? Helmingur foreldra velur leikskóla fyrr Í opnu bréfi Sigrúnar má lesa að hún telji að það sé eingöngu fjárhagslegt sjónarmið sem ráði því að foreldrar kjósa heldur leikskóla en dagforeldra. Það er rangt. Í viðhorfskönnunum skólayfirvalda í Reykjavík kemur ítrekað fram að um helmingur foreldra kýs heldur leikskóla en dagforeldra. Foreldrar tiltaka ýmsar ástæður fyrir því, kostnaður er þar á meðal. En foreldrar tilgreina einnig aðstöðu, örvun, öryggi, frí- og veikindadaga dagforeldra, stærri barnahóp og margt, margt fleira. Þegar foreldrar eru spurðir hvort þeir kysu frekar leikskóla en dagforeldri þrátt fyrir að þeir greiddu svipað gjald og hjá dagforeldri myndu samt sem áður 37% foreldra kjósa leikskóla. Þeir sem svara kannski eru 36% foreldra en fjórðungi fannst það ekki koma til greina. Ánægja með dagforeldra Þessar niðurstöður eru enginn áfellisdómur yfir þjónustu dagforeldra, foreldrar eru ánægðir með þeirra góða starf, umönnun og þjónustu. Ekki má líta framhjá því að um 50% foreldra kjósa heldur þeirra umönnun en að börn þeirra byrji ung á leikskóla. Fyrir því liggja margar ástæður, heimilislegri aðstæður, ein manneskja sér um barnið, samskipti við dagforeldrið skora hátt og færri börn í barnahópi eru meðal annarra ástæðna sem foreldrar tilgreina. Þetta dregur fram í dagsljósið að foreldrar hafa mismunandi skoðanir á því hvenær börn eiga að byrja í leikskóla. Það er okkar að taka mark á því þegar við þróum grunnþjónustu okkar á bilinu sem þarf að brúa milli fæðingarorlofs og leikskóla. Til framtíðar litið Síðastliðin ár hafa stórir árgangar fæðst í Reykjavík og því hefur borgin aukið umtalsvert fjármagn til leikskóla og dagforeldra. Við höfum forgangsraðað í knappri stöðu borgarsjóðs til að tryggja grunnþjónustu sem reykvískir foreldrar treysta á. Dagforeldrar vilja að borgin hækki niðurgreiðslur til þeirra svo að foreldrar greiði svipað verð og væru börnin á leikskóla. Það tekur í pyngjuna að eiga barn hjá dagforeldri, því er hugmyndin góðra gjalda verð. Borgin hefur hingað til ekki haft það svigrúm sem þarf, því miður. Það er erfitt að mæta kröfum um verulega hækkun niðurgreiðslna til dagforeldra á sama tíma og risastórir árgangar barna þarfnast leikskóla og dagforeldra. Hins vegar skapast mikilvægt svigrúm til þess að gera betur þegar fæðingarorlofssjóður verður styrktur og orlofið lengt. Fæðingarorlofið þarf að lengja Borgarstjórn samþykkti nýverið einróma tillögu þess efnis að borgin ræði formlega við ríkisvaldið nauðsyn þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fæðingarorlof á Íslandi er mun styttra en hjá öðrum norrænum ríkjum, það er staðreynd. Samþykktin í borgarstjórn er ekki yfirlýsing um að borgin telji dagforeldra minna mikilvæga. Dagforeldrar verða áfram órjúfanlegur hluti af tilveru reykvískra fjölskyldna með ung börn. Hins vegar er mikilvægt að tryggja að samvera ungra barna með foreldrum sínum geti verið sem mest – og einnig að borgin þrói áfram leikskólastarf fyrir yngstu börnin þannig að komið sé til móts við þann hóp foreldra sem sannarlega velur leikskólana umfram allt annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Opið bréf til borgarfulltrúa Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. 14. nóvember 2012 06:00 Um þjónustu við börn Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. 15. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég vil þakka Sigrúnu Lövdal, dagforeldri í Reykjavík, fyrir opið bréf til okkar Sóleyjar Tómasdóttur. Nokkrum athugasemdum vil ég koma á framfæri vegna orða Sigrúnar sem er gott að fá tækifæri til að leiðrétta. Það er ekki rétt sem kemur fram hjá Sigrúnu að borgarsjóður eigi í handraðanum 1,2 milljarða króna til nýrra verkefna. Borgin er þó í sífellu að greina fjárhagsleg áhrif breytinga á þjónustu borgarinnar, fyrir t.d. langtímaáætlanagerð. Það þýðir ekki sjálfkrafa að borgin hafi yfir þeim fjármunum að ráða. Samþykkt var snemma árs 2012 að ráðast í greiningu á margvíslegum áhrifum þess að börn hefji leikskólagöngu eins árs gömul, í stað þess að miða við árið sem þau verða tveggja ára. Niðurstöðurnar leiddu margt forvitnilegt í ljós; kostnað upp á 1,2 milljarða án framkvæmdakostnaðar við nýbyggingar, þörf á fjölgun starfsfólks um rúmlega 200 manns, áhrif á dagforeldrakerfið sem myndi óhjákvæmilega minnka, húsnæðisþörf og margt fleira. Verkefnið var unnið með aðferðafræði kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar. En verkefnið var ekki síst áríðandi til að borgarstjórn gæti svarað með raunsæjum hætti spurningunni sem allir foreldrar hafa skoðun á: Hvenær eiga börn að byrja í leikskóla? Helmingur foreldra velur leikskóla fyrr Í opnu bréfi Sigrúnar má lesa að hún telji að það sé eingöngu fjárhagslegt sjónarmið sem ráði því að foreldrar kjósa heldur leikskóla en dagforeldra. Það er rangt. Í viðhorfskönnunum skólayfirvalda í Reykjavík kemur ítrekað fram að um helmingur foreldra kýs heldur leikskóla en dagforeldra. Foreldrar tiltaka ýmsar ástæður fyrir því, kostnaður er þar á meðal. En foreldrar tilgreina einnig aðstöðu, örvun, öryggi, frí- og veikindadaga dagforeldra, stærri barnahóp og margt, margt fleira. Þegar foreldrar eru spurðir hvort þeir kysu frekar leikskóla en dagforeldri þrátt fyrir að þeir greiddu svipað gjald og hjá dagforeldri myndu samt sem áður 37% foreldra kjósa leikskóla. Þeir sem svara kannski eru 36% foreldra en fjórðungi fannst það ekki koma til greina. Ánægja með dagforeldra Þessar niðurstöður eru enginn áfellisdómur yfir þjónustu dagforeldra, foreldrar eru ánægðir með þeirra góða starf, umönnun og þjónustu. Ekki má líta framhjá því að um 50% foreldra kjósa heldur þeirra umönnun en að börn þeirra byrji ung á leikskóla. Fyrir því liggja margar ástæður, heimilislegri aðstæður, ein manneskja sér um barnið, samskipti við dagforeldrið skora hátt og færri börn í barnahópi eru meðal annarra ástæðna sem foreldrar tilgreina. Þetta dregur fram í dagsljósið að foreldrar hafa mismunandi skoðanir á því hvenær börn eiga að byrja í leikskóla. Það er okkar að taka mark á því þegar við þróum grunnþjónustu okkar á bilinu sem þarf að brúa milli fæðingarorlofs og leikskóla. Til framtíðar litið Síðastliðin ár hafa stórir árgangar fæðst í Reykjavík og því hefur borgin aukið umtalsvert fjármagn til leikskóla og dagforeldra. Við höfum forgangsraðað í knappri stöðu borgarsjóðs til að tryggja grunnþjónustu sem reykvískir foreldrar treysta á. Dagforeldrar vilja að borgin hækki niðurgreiðslur til þeirra svo að foreldrar greiði svipað verð og væru börnin á leikskóla. Það tekur í pyngjuna að eiga barn hjá dagforeldri, því er hugmyndin góðra gjalda verð. Borgin hefur hingað til ekki haft það svigrúm sem þarf, því miður. Það er erfitt að mæta kröfum um verulega hækkun niðurgreiðslna til dagforeldra á sama tíma og risastórir árgangar barna þarfnast leikskóla og dagforeldra. Hins vegar skapast mikilvægt svigrúm til þess að gera betur þegar fæðingarorlofssjóður verður styrktur og orlofið lengt. Fæðingarorlofið þarf að lengja Borgarstjórn samþykkti nýverið einróma tillögu þess efnis að borgin ræði formlega við ríkisvaldið nauðsyn þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fæðingarorlof á Íslandi er mun styttra en hjá öðrum norrænum ríkjum, það er staðreynd. Samþykktin í borgarstjórn er ekki yfirlýsing um að borgin telji dagforeldra minna mikilvæga. Dagforeldrar verða áfram órjúfanlegur hluti af tilveru reykvískra fjölskyldna með ung börn. Hins vegar er mikilvægt að tryggja að samvera ungra barna með foreldrum sínum geti verið sem mest – og einnig að borgin þrói áfram leikskólastarf fyrir yngstu börnin þannig að komið sé til móts við þann hóp foreldra sem sannarlega velur leikskólana umfram allt annað.
Opið bréf til borgarfulltrúa Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. 14. nóvember 2012 06:00
Um þjónustu við börn Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. 15. nóvember 2012 06:00
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun