Vinnum gegn kynbundnu ofbeldi Agnes M. Sigurðardóttir skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Nú stendur yfir alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi eins og kunnugt er. Það er miður að árið 2012 þurfi enn að minna okkur á þörfina að uppræta ofbeldi. Með átakinu erum við einnig minnt á að við Íslendingar erum hluti af stærri heild, hluti af alþjóðasamfélagi. Í því samfélagi sitja ekki allir við sama borð hvað mannréttindi varðar og er það miður.Gert að viljalausu verkfæri Barátta milli góðs og ills er hluti af daglegu lífi margra. Við eigum að ganga erinda hins góða og berjast gegn hinu illa. Þess vegna er full þörf á því að vekja athygli okkar á því kynbundna ofbeldi sem viðgengst í heimi hér og hvetja til þess að vinna markvisst gegn því. Það er hræðilegt til þess að vita að fólk líti þannig á líf sitt að það geti ráðstafað lífi annarrar manneskju. Gert hana að viljalausu verkfæri sem notað er til að þóknast öðrum. Því miður höfum við heyrt ljótar sögur af því undanfarna daga þar sem stúlkum var lofað glæstri framtíð, menntun og öryggi en allt reyndist það blekkingin ein.Fyrsta skrefið Fyrir áratug kom út skýrsla frá Lútherska heimssambandinu sem ber yfirskriftina „Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum. Framkvæmdaáætlun fyrir kirkjuna". Skýrslan er unnin í framhaldi af starfi fjölda kirkjufólks víðs vegar að úr heiminum, sem skoðaði ofbeldi í menningu, kirkju og samfélagi í þeim tilgangi að lýsa því og skilgreina. Það er fyrsta skrefið að því að geta unnið gegn því.Kirkjan meðvituð Kirkjan er meðvituð um það að henni ber að vinna gegn öllu því er eyðir og deyðir. Þar á meðal er kynbundið ofbeldi. Við eigum að standa vörð um það góða, fagra og fullkomna og láta okkur koma við ef við verðum þess áskynja að verið sé að eyðileggja sjálfsmynd og framtíð náungans. „Á ég að gæta bróður míns?" spurði Kain í sögunni um þá bræður Kain og Abel. Enn er þessi spurning í gildi. Okkur kemur náungi okkar við. Samfélagsleg ábyrgð skiptir máli. Hvert skref í átt til betra samfélags er skref til betra lífs. Verum því vakandi fyrir því að uppræta kynbundið ofbeldi úr samfélagi okkar og heiminum öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi eins og kunnugt er. Það er miður að árið 2012 þurfi enn að minna okkur á þörfina að uppræta ofbeldi. Með átakinu erum við einnig minnt á að við Íslendingar erum hluti af stærri heild, hluti af alþjóðasamfélagi. Í því samfélagi sitja ekki allir við sama borð hvað mannréttindi varðar og er það miður.Gert að viljalausu verkfæri Barátta milli góðs og ills er hluti af daglegu lífi margra. Við eigum að ganga erinda hins góða og berjast gegn hinu illa. Þess vegna er full þörf á því að vekja athygli okkar á því kynbundna ofbeldi sem viðgengst í heimi hér og hvetja til þess að vinna markvisst gegn því. Það er hræðilegt til þess að vita að fólk líti þannig á líf sitt að það geti ráðstafað lífi annarrar manneskju. Gert hana að viljalausu verkfæri sem notað er til að þóknast öðrum. Því miður höfum við heyrt ljótar sögur af því undanfarna daga þar sem stúlkum var lofað glæstri framtíð, menntun og öryggi en allt reyndist það blekkingin ein.Fyrsta skrefið Fyrir áratug kom út skýrsla frá Lútherska heimssambandinu sem ber yfirskriftina „Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum. Framkvæmdaáætlun fyrir kirkjuna". Skýrslan er unnin í framhaldi af starfi fjölda kirkjufólks víðs vegar að úr heiminum, sem skoðaði ofbeldi í menningu, kirkju og samfélagi í þeim tilgangi að lýsa því og skilgreina. Það er fyrsta skrefið að því að geta unnið gegn því.Kirkjan meðvituð Kirkjan er meðvituð um það að henni ber að vinna gegn öllu því er eyðir og deyðir. Þar á meðal er kynbundið ofbeldi. Við eigum að standa vörð um það góða, fagra og fullkomna og láta okkur koma við ef við verðum þess áskynja að verið sé að eyðileggja sjálfsmynd og framtíð náungans. „Á ég að gæta bróður míns?" spurði Kain í sögunni um þá bræður Kain og Abel. Enn er þessi spurning í gildi. Okkur kemur náungi okkar við. Samfélagsleg ábyrgð skiptir máli. Hvert skref í átt til betra samfélags er skref til betra lífs. Verum því vakandi fyrir því að uppræta kynbundið ofbeldi úr samfélagi okkar og heiminum öllum.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar