Ók 1.500 km í stað 150 vegna GPS-villu 15. janúar 2013 15:15 Leiðin sem Sabine ók langleiðina gegnum Evrópu Fáar GPS-ófarir slá þessari við. Sabine Moreau, 67 ára gömul kona frá Belgíu, ætlaði að sækja vinkonu sína um 150 km leið, en endaði í Zagreb í Króatíu sem er um 1.500 km frá heimili hennar. Þetta tókst henni aðallega af tvennum sökum, bilun í leiðsögn GPS-tækisins sem hún studdist við og ótrúlega lélegri athyglisgáfu hennar. Heimili konunnar er í Hinault Erquelinnes í Belgíu og vinkonan beið á lestarstöð í Brussel, sem er um tveggja tíma akstur. Þess í stað ók Sabine í tvo sólarhringa og lagði á ferð sinni að baki 1.500 kílómetra, enda var hún komin á hinn endann í álfunni að leiðarenda. Hún verður að teljast efnileg til þátttöku í Le Mans þolaksturskeppninni í ár með slíka seiglu í handraðanum, enda er í keppninni trauðla hægt að ruglast af leið þar sem hún er lokaður hringur. Á leið sinni þurfti Sabine tvisvar að fylla á tankinn og hún dottaði nokkrum sinnum í vegköntum. Að sögn hennar sjálfrar var hún nokkuð annars hugar, en fyrr má nú vera! „Ég sá allskonar umferðarskilti í Þýskalandi, Austurríki og að lokum í Zagreb í Króatíu. Þá áttaði ég mig á því að ég var ekki í Belgíu lengur!" Fyrir suma tekur það vonandi styttri tíma. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent
Fáar GPS-ófarir slá þessari við. Sabine Moreau, 67 ára gömul kona frá Belgíu, ætlaði að sækja vinkonu sína um 150 km leið, en endaði í Zagreb í Króatíu sem er um 1.500 km frá heimili hennar. Þetta tókst henni aðallega af tvennum sökum, bilun í leiðsögn GPS-tækisins sem hún studdist við og ótrúlega lélegri athyglisgáfu hennar. Heimili konunnar er í Hinault Erquelinnes í Belgíu og vinkonan beið á lestarstöð í Brussel, sem er um tveggja tíma akstur. Þess í stað ók Sabine í tvo sólarhringa og lagði á ferð sinni að baki 1.500 kílómetra, enda var hún komin á hinn endann í álfunni að leiðarenda. Hún verður að teljast efnileg til þátttöku í Le Mans þolaksturskeppninni í ár með slíka seiglu í handraðanum, enda er í keppninni trauðla hægt að ruglast af leið þar sem hún er lokaður hringur. Á leið sinni þurfti Sabine tvisvar að fylla á tankinn og hún dottaði nokkrum sinnum í vegköntum. Að sögn hennar sjálfrar var hún nokkuð annars hugar, en fyrr má nú vera! „Ég sá allskonar umferðarskilti í Þýskalandi, Austurríki og að lokum í Zagreb í Króatíu. Þá áttaði ég mig á því að ég var ekki í Belgíu lengur!" Fyrir suma tekur það vonandi styttri tíma.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent