Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. desember 2025 16:34 Jeffrey Epstein á tískusýningu Victoria's Secret árið 1995. Getty/Patrick McMullan Enn fleiri af svokölluðum Epstein-skjölum hafa verið birt af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Meðal gagnanna er tölvupóstur frá Andrew Mountbatten-Windsor þar sem hann biður um „óviðeigandi vinkonur“. Þá kemur nafn Bandaríkjaforseta fyrir. Fyrstu skjölin voru birt á föstudagskvöld en núna hafa yfir ellefu þúsund blaðsíður verið birtar til viðbótar. Fréttamenn breska ríkisútvarpsins eru meðal blaðamanna sem gramsa nú í skjölunum og greina þeir frá tölvupósti undirrituðum með stafnum A frá Balmoral. Í bréfinu segir að A sé í Balmoral-sumarbúðunum fyrir bresku konungsfjölskylduna. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Í tölvupóstinum hreykir A sér af því að „stelpurnar séu þreyttar eftir kvöldið“ og virðist sem um kynferðislega merkingu orða hans sé að ræða. „The Girls are completely shattered and I will have to give them an early night as it is getting tiring splitting them up all the time!“ Þá spyr A hvort búið sé að finna einhverja „óviðeigandi vini“ fyrir hann. Tölvupósturinn er sendur frá netfanginu abx17@dial.pipex.com þann 16. ágúst 2001 til Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og maka Epsteins. Hún situr nú í fangelsi. Annað netfang er vistað í tengiliðaskrá Epsteins fyrir Mountbatten-Windsor, aace@dial.pipex.com, en í tölvupóstum frá báðum netföngunum er undirskriftin A xxx. Mountbatten-Windsor var lengi þekktur sem Andrés prins, en hann var sviptur prinstitilinum í lok október. Hann hefur alltaf neitað öllum ásökunum um að hann hafi tekið þátt í og vitað af gjörðum Epsteins. Trump og Epstein ferðuðust saman Í fyrsta hluta skjalanna kom nafn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sjaldan fyrir og var lítið um nýjar upplýsingar varðandi tengsl hans við Epstein. Þeir voru vinir á árum áður en slitnaði upp úr vinskapnum árið 2004 þegar þeir deildu um fasteign í Flórída. Nafn Donalds Trump Bandaríkjaforseta kemur þó nokkrum sinnum fyrir í skjölunum. Til að mynda er tölvupóstur frá saksóknara á vegum ríkisins þar sem kemur fram að Trump hafi ferðast átta sinnum með einkaþotu Epsteins á árunum 1993 til 1996. Fjöldi flugferðanna virðist hafa komið saksóknaranum á óvart. Í að minnsta kosti fjórum af flugferðunum var Maxwell einnig með í för. Þá ferðuðust einnig með honum börnin hans Tiffany og Eric. Í einu ferðalaginu voru einungis Trump og Epstein saman en í öðru var tuttugu ára einstaklingur með þeim en nafn viðkomandi hefur verið máð út. Efast um tilraun til sjálfsvígs Einnig voru birt skjöl sem tengjast fangelsisvist Epstein árið 2019 samkvæmt NYT. Hann tók sitt eigið líf í júlí það sama ár. Sálfræðingur fangelsisins efaðist í fyrstu um hvort að hann hefði í raun reynt sjálfur að fremja sjálfsvíg. Mögulega hefði Epstein viljandi fengið núningssár á hálsinn af eigin hendi til að vekja athygli á sér. Tveimur vikum síðar lést Epstein í fangelsinu og er opinberlega niðurstaðan að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Epstein var í gæsluvarðhaldi á meðan hann beið eftir að fara fyrir dóm vegna mansals. Í skjölunum mátti einnig finna skattframtal Maxwell, ábendingar til Alríkislögreglu Bandaríkjanna og innanhússsamskipti úr fangelsinu sem Epstein var vistaður í. Von er á að ráðuneytið birti fleiri skjöl á næstu vikum. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Erlend sakamál Donald Trump Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Epstein-skjölin birt Epstein-skjölin hafa verið birt á vefsíðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Birting skjalanna hafa valdið miklum usla vestanhafs en þau tengjast rannsóknum á barnaníðingnum Jeffrey Epstein. 19. desember 2025 23:16 Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Skjöl sem vonast var til að varpað gætu frekara ljósi á mál barnaníðingsins Jeffrey Epstein virðast innihalda fáar nýjar upplýsingar. Ný skjöl frá 2007 sýna að rannsakendur ræddu við unga konu sem sagðist hafa fengið greitt fyrir að útvega Epstein stúlkur. 21. desember 2025 08:09 Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Hið minnsta sextán skrár hafa verið fjarlægðar af opinni vefsíðu bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem höfðu verið opinberaðar í gær í tengslum við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Þar á meðal hefur skjal sem sýndi ljósmynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta horfið af vefsíðu ráðuneytisins, en ekki liggur fyrir hvers vegna. 20. desember 2025 23:44 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Fyrstu skjölin voru birt á föstudagskvöld en núna hafa yfir ellefu þúsund blaðsíður verið birtar til viðbótar. Fréttamenn breska ríkisútvarpsins eru meðal blaðamanna sem gramsa nú í skjölunum og greina þeir frá tölvupósti undirrituðum með stafnum A frá Balmoral. Í bréfinu segir að A sé í Balmoral-sumarbúðunum fyrir bresku konungsfjölskylduna. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Í tölvupóstinum hreykir A sér af því að „stelpurnar séu þreyttar eftir kvöldið“ og virðist sem um kynferðislega merkingu orða hans sé að ræða. „The Girls are completely shattered and I will have to give them an early night as it is getting tiring splitting them up all the time!“ Þá spyr A hvort búið sé að finna einhverja „óviðeigandi vini“ fyrir hann. Tölvupósturinn er sendur frá netfanginu abx17@dial.pipex.com þann 16. ágúst 2001 til Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og maka Epsteins. Hún situr nú í fangelsi. Annað netfang er vistað í tengiliðaskrá Epsteins fyrir Mountbatten-Windsor, aace@dial.pipex.com, en í tölvupóstum frá báðum netföngunum er undirskriftin A xxx. Mountbatten-Windsor var lengi þekktur sem Andrés prins, en hann var sviptur prinstitilinum í lok október. Hann hefur alltaf neitað öllum ásökunum um að hann hafi tekið þátt í og vitað af gjörðum Epsteins. Trump og Epstein ferðuðust saman Í fyrsta hluta skjalanna kom nafn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sjaldan fyrir og var lítið um nýjar upplýsingar varðandi tengsl hans við Epstein. Þeir voru vinir á árum áður en slitnaði upp úr vinskapnum árið 2004 þegar þeir deildu um fasteign í Flórída. Nafn Donalds Trump Bandaríkjaforseta kemur þó nokkrum sinnum fyrir í skjölunum. Til að mynda er tölvupóstur frá saksóknara á vegum ríkisins þar sem kemur fram að Trump hafi ferðast átta sinnum með einkaþotu Epsteins á árunum 1993 til 1996. Fjöldi flugferðanna virðist hafa komið saksóknaranum á óvart. Í að minnsta kosti fjórum af flugferðunum var Maxwell einnig með í för. Þá ferðuðust einnig með honum börnin hans Tiffany og Eric. Í einu ferðalaginu voru einungis Trump og Epstein saman en í öðru var tuttugu ára einstaklingur með þeim en nafn viðkomandi hefur verið máð út. Efast um tilraun til sjálfsvígs Einnig voru birt skjöl sem tengjast fangelsisvist Epstein árið 2019 samkvæmt NYT. Hann tók sitt eigið líf í júlí það sama ár. Sálfræðingur fangelsisins efaðist í fyrstu um hvort að hann hefði í raun reynt sjálfur að fremja sjálfsvíg. Mögulega hefði Epstein viljandi fengið núningssár á hálsinn af eigin hendi til að vekja athygli á sér. Tveimur vikum síðar lést Epstein í fangelsinu og er opinberlega niðurstaðan að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Epstein var í gæsluvarðhaldi á meðan hann beið eftir að fara fyrir dóm vegna mansals. Í skjölunum mátti einnig finna skattframtal Maxwell, ábendingar til Alríkislögreglu Bandaríkjanna og innanhússsamskipti úr fangelsinu sem Epstein var vistaður í. Von er á að ráðuneytið birti fleiri skjöl á næstu vikum.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Erlend sakamál Donald Trump Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Epstein-skjölin birt Epstein-skjölin hafa verið birt á vefsíðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Birting skjalanna hafa valdið miklum usla vestanhafs en þau tengjast rannsóknum á barnaníðingnum Jeffrey Epstein. 19. desember 2025 23:16 Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Skjöl sem vonast var til að varpað gætu frekara ljósi á mál barnaníðingsins Jeffrey Epstein virðast innihalda fáar nýjar upplýsingar. Ný skjöl frá 2007 sýna að rannsakendur ræddu við unga konu sem sagðist hafa fengið greitt fyrir að útvega Epstein stúlkur. 21. desember 2025 08:09 Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Hið minnsta sextán skrár hafa verið fjarlægðar af opinni vefsíðu bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem höfðu verið opinberaðar í gær í tengslum við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Þar á meðal hefur skjal sem sýndi ljósmynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta horfið af vefsíðu ráðuneytisins, en ekki liggur fyrir hvers vegna. 20. desember 2025 23:44 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Epstein-skjölin birt Epstein-skjölin hafa verið birt á vefsíðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Birting skjalanna hafa valdið miklum usla vestanhafs en þau tengjast rannsóknum á barnaníðingnum Jeffrey Epstein. 19. desember 2025 23:16
Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Skjöl sem vonast var til að varpað gætu frekara ljósi á mál barnaníðingsins Jeffrey Epstein virðast innihalda fáar nýjar upplýsingar. Ný skjöl frá 2007 sýna að rannsakendur ræddu við unga konu sem sagðist hafa fengið greitt fyrir að útvega Epstein stúlkur. 21. desember 2025 08:09
Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Hið minnsta sextán skrár hafa verið fjarlægðar af opinni vefsíðu bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem höfðu verið opinberaðar í gær í tengslum við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Þar á meðal hefur skjal sem sýndi ljósmynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta horfið af vefsíðu ráðuneytisins, en ekki liggur fyrir hvers vegna. 20. desember 2025 23:44