Bannað að fá skráningarnúmerið GAYGUY 28. janúar 2013 10:00 Skráningarnúmerin JESUS4U og HATERS leyfð. James Cyrus Gilbert III, sem er samkynhneigður, hefur verið neitað um skráningarnúmerið GAYGUY á bíl sinn í Georgíufylki í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig sótt um skráningarnúmerin 4GAYLIB og GAYPWR en einnig verið neitað um þau. Því hefur hann farið í mál við Georgia Department of Driver Services á grundvelli þess að tjáningarfrelsi hans sé heft með neitun stofnunarinnar. Í lögum í Georgíu varðandi skráningarplötur á bílum kveður á um bann við blótsyrðum, orðfæri sem sært gæti blygðunarkennd fólks eða hæðir fólk. Einnig er bann við trúarlegum skilaboðum, kynþáttar- eða þjóðernistengdum skilaboðum sem og hégómlegum. Engu að síður hafa skráningarplötur eins og HATERS, BLKBUTI og JESUS4U fengist skráð og er á það bent með kærunni sem James hefur lagt fram. Yfirvöld í Georgíufylki hafa viðurkennt að erfitt sé að fylgja þeim lögum sem um skráningarnúmerin gilda og mikið ósamræmi sé á túlkun þeirra og að ógerningur sé að gæta sjónarmiða hlutleysis. Í því ljósi er ólíklegt að stofnunin vinni málið og því er líklegt að James geti brátt ekið um götur fylkisins með skráningarnúmerið GAYGUY. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent
Skráningarnúmerin JESUS4U og HATERS leyfð. James Cyrus Gilbert III, sem er samkynhneigður, hefur verið neitað um skráningarnúmerið GAYGUY á bíl sinn í Georgíufylki í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig sótt um skráningarnúmerin 4GAYLIB og GAYPWR en einnig verið neitað um þau. Því hefur hann farið í mál við Georgia Department of Driver Services á grundvelli þess að tjáningarfrelsi hans sé heft með neitun stofnunarinnar. Í lögum í Georgíu varðandi skráningarplötur á bílum kveður á um bann við blótsyrðum, orðfæri sem sært gæti blygðunarkennd fólks eða hæðir fólk. Einnig er bann við trúarlegum skilaboðum, kynþáttar- eða þjóðernistengdum skilaboðum sem og hégómlegum. Engu að síður hafa skráningarplötur eins og HATERS, BLKBUTI og JESUS4U fengist skráð og er á það bent með kærunni sem James hefur lagt fram. Yfirvöld í Georgíufylki hafa viðurkennt að erfitt sé að fylgja þeim lögum sem um skráningarnúmerin gilda og mikið ósamræmi sé á túlkun þeirra og að ógerningur sé að gæta sjónarmiða hlutleysis. Í því ljósi er ólíklegt að stofnunin vinni málið og því er líklegt að James geti brátt ekið um götur fylkisins með skráningarnúmerið GAYGUY.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent