Fyrsta platan í fjóra áratugi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. janúar 2013 15:17 Hinn sjötugi Rodriguez hefur ekki gefið út plötu síðan 1971. Mynd/Getty Söngvaskáldið Sixto Rodriguez, sem vann hug og hjörtu tónlistaráhugamanna um allan heim í heimildarmyndinni Searching For Sugar Man, leggur nú drög að þriðju hljóðversplötu sinni, þeirri fyrstu í meira en fjörutíu ár. Í myndinni, sem er enn í sýningu hér á landi eftir frumsýningu hennar á RIFF-hátíðinni í lok september, er mögnuð saga tónlistarmannsins rakin, og er myndin ein af þeim heimildarmyndum sem keppa um hin eftirsóttu Óskarsverðlaun í febrúar. Rodriguez gaf út tvær plötur á árunum 1970 og 1971 sem nutu nær engra vinsælda í heimalandi hans, Bandaríkjunum, en í Suður-Afríku var söngvarinn tekinn í hálfgerða guðatölu án þess að hann hefði nokkra hugmynd um það. Heimildarmyndin hefur kveikt áhuga Vesturlandabúa á listamanninum, sem stendur nú á sjötugu, og hafa honum borist fjöldamörg tilboð frá upptökustjórum sem vilja ólmir vinna með honum. Óvíst er hvenær platan lítur dagsins ljós, en Rodriguez er nú á tónleikaferðalagi sem mun standa fram á sumar. Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Söngvaskáldið Sixto Rodriguez, sem vann hug og hjörtu tónlistaráhugamanna um allan heim í heimildarmyndinni Searching For Sugar Man, leggur nú drög að þriðju hljóðversplötu sinni, þeirri fyrstu í meira en fjörutíu ár. Í myndinni, sem er enn í sýningu hér á landi eftir frumsýningu hennar á RIFF-hátíðinni í lok september, er mögnuð saga tónlistarmannsins rakin, og er myndin ein af þeim heimildarmyndum sem keppa um hin eftirsóttu Óskarsverðlaun í febrúar. Rodriguez gaf út tvær plötur á árunum 1970 og 1971 sem nutu nær engra vinsælda í heimalandi hans, Bandaríkjunum, en í Suður-Afríku var söngvarinn tekinn í hálfgerða guðatölu án þess að hann hefði nokkra hugmynd um það. Heimildarmyndin hefur kveikt áhuga Vesturlandabúa á listamanninum, sem stendur nú á sjötugu, og hafa honum borist fjöldamörg tilboð frá upptökustjórum sem vilja ólmir vinna með honum. Óvíst er hvenær platan lítur dagsins ljós, en Rodriguez er nú á tónleikaferðalagi sem mun standa fram á sumar.
Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira