Gunnar: Minn erfiðasti bardagi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. febrúar 2013 11:25 Gunnar í bardaganum gegn Santiago um helgina. Nordic Photos / Getty Images Gunnar Nelson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í morgun þar sem hann fór yfir bardaga sinn gegn Jorge Santiago um helgina. „Þetta var þokkalega öruggt og enginn vafi hjá þeim sem þekkja til þegar dómaraúrskurðurinn kom," sagði Gunnar en viðtalið er væntanlegt inn á íþróttavef Vísis síðar í dag. „Mér fannst ég alltaf vera að vinna mig nær og nær honum. Ég var byrjaður að lesa hann betur, þó svo að ég hafi ekki náð að klára hann á þessum þremur lotum. Ég var orðinn dauðþreyttur," sagði Gunnar. „En í þetta sinn var tíminn ekki nægur." Hann segir að bardaginn gegn Santiago hafi verið sinn erfiðasti á ferlinum. „Já, það er óhætt að orða það þannig - þó svo að ég hafi áður farið í erfiða bardaga." Gunnar segist ekki eyða miklum tíma í að skoða andstæðinga sína. „Ég leit vissulega á hann og ég hafði séð hann berjast áður. En ég ligg yfirleitt ekki yfir mínum andstæðingum og spái frekar í því hvað ég er að gera." „Það getur vissulega verið ágætt að stúdera andstæðingana sína en mér finnst bara hitt skemmtilegra. Ég fylgist með sportinu á minn hátt og horfi á aðra bardaga. En svo geta andstæðingar líka breyst allt í einu og maður hefur ekkert vald yfir því." Hann segir óvíst hvenær hann berjist næst. „Það er oft miðað við fjóra mánuði á milli bardaga en eins og er algjörlega óráðið hvaða andstæðing ég fæ næst. En það er nóg af strákum þarna úti." „Mér finnst líklegra að ég berjist aftur í Evrópu næst, þar sem ég er talsvert þekktari þar en í Bandaríkjunum. Ég á þó eftur að berjast í Bandaríkjunum einhvern tíman, það er ekki spurning." Íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sjá meira
Gunnar Nelson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í morgun þar sem hann fór yfir bardaga sinn gegn Jorge Santiago um helgina. „Þetta var þokkalega öruggt og enginn vafi hjá þeim sem þekkja til þegar dómaraúrskurðurinn kom," sagði Gunnar en viðtalið er væntanlegt inn á íþróttavef Vísis síðar í dag. „Mér fannst ég alltaf vera að vinna mig nær og nær honum. Ég var byrjaður að lesa hann betur, þó svo að ég hafi ekki náð að klára hann á þessum þremur lotum. Ég var orðinn dauðþreyttur," sagði Gunnar. „En í þetta sinn var tíminn ekki nægur." Hann segir að bardaginn gegn Santiago hafi verið sinn erfiðasti á ferlinum. „Já, það er óhætt að orða það þannig - þó svo að ég hafi áður farið í erfiða bardaga." Gunnar segist ekki eyða miklum tíma í að skoða andstæðinga sína. „Ég leit vissulega á hann og ég hafði séð hann berjast áður. En ég ligg yfirleitt ekki yfir mínum andstæðingum og spái frekar í því hvað ég er að gera." „Það getur vissulega verið ágætt að stúdera andstæðingana sína en mér finnst bara hitt skemmtilegra. Ég fylgist með sportinu á minn hátt og horfi á aðra bardaga. En svo geta andstæðingar líka breyst allt í einu og maður hefur ekkert vald yfir því." Hann segir óvíst hvenær hann berjist næst. „Það er oft miðað við fjóra mánuði á milli bardaga en eins og er algjörlega óráðið hvaða andstæðing ég fæ næst. En það er nóg af strákum þarna úti." „Mér finnst líklegra að ég berjist aftur í Evrópu næst, þar sem ég er talsvert þekktari þar en í Bandaríkjunum. Ég á þó eftur að berjast í Bandaríkjunum einhvern tíman, það er ekki spurning."
Íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sjá meira