Pistorius hágrét í réttarsal 15. febrúar 2013 10:29 Pistorius gengur inn í réttarsal í morgun Mynd/AP Spretthlauparinn Oscar Pistorius grét í réttarsal í morgun þegar hann var formlega ákærður fyrir morðið á kærustu sinni á heimili þeirra í gærmorgun. Pistorius var leiddur inn dómsal í handjárnum af lögreglumönnum og huldi hann andlit sitt með jakka og stílabók. Hann grét stöðugt þegar saksóknari las upp ákæruna gegn honum en fram kom í máli hans að spretthlauparinn er ákærður fyrir að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína af yfirlögðu ráði. Samkvæmt frásögn fjölmiðla var andrúmsloftið í dómsalnum í morgun tilfinningaþrungið. Faðir hans hafi haldið í hönd hans allan tímann á meðan spretthlauparinn hágrét. Dómari hafnaði því að láta hann lausan gegn tryggingu og verður hann því áfram í haldi lögreglu. Verjandi hans fór fram á að hann myndi dúsa í fangaklefa á lögreglustöð, en ekki fangelsi, á meðan rannsókn stendur yfir. Dómari féllst á þá kröfu verjandans. Fréttastofan Sky News segir frá því að lík kærustunnar hafi fundist inni á baðherbergi íbúðarhússins og að hún hafi verið skotin fjórum sinnum með 9 millimetra skammbyssu í gegnum baðherbergishurðina. Handtaka Pistorius er mikið áfall fyrir suður-afrísku þjóðina enda er spretthlauparinn álitinn þjóðarhetja eftir afrek sín á íþróttasviðinu síðustu ár. Hann varð fyrsti fatlaði íþróttamaðurinn til að keppa á Ólympíuleikum og sá fyrsti til að vinna gull í 100, 200 og 400 metra hlaupi á Ólympíleikum fatlaðra. Pistorius og Steenkamp byrjuðu saman í nóvember síðastliðnum. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að lífsstíðarfangelsi. Oscar Pistorius Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Sjá meira
Spretthlauparinn Oscar Pistorius grét í réttarsal í morgun þegar hann var formlega ákærður fyrir morðið á kærustu sinni á heimili þeirra í gærmorgun. Pistorius var leiddur inn dómsal í handjárnum af lögreglumönnum og huldi hann andlit sitt með jakka og stílabók. Hann grét stöðugt þegar saksóknari las upp ákæruna gegn honum en fram kom í máli hans að spretthlauparinn er ákærður fyrir að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína af yfirlögðu ráði. Samkvæmt frásögn fjölmiðla var andrúmsloftið í dómsalnum í morgun tilfinningaþrungið. Faðir hans hafi haldið í hönd hans allan tímann á meðan spretthlauparinn hágrét. Dómari hafnaði því að láta hann lausan gegn tryggingu og verður hann því áfram í haldi lögreglu. Verjandi hans fór fram á að hann myndi dúsa í fangaklefa á lögreglustöð, en ekki fangelsi, á meðan rannsókn stendur yfir. Dómari féllst á þá kröfu verjandans. Fréttastofan Sky News segir frá því að lík kærustunnar hafi fundist inni á baðherbergi íbúðarhússins og að hún hafi verið skotin fjórum sinnum með 9 millimetra skammbyssu í gegnum baðherbergishurðina. Handtaka Pistorius er mikið áfall fyrir suður-afrísku þjóðina enda er spretthlauparinn álitinn þjóðarhetja eftir afrek sín á íþróttasviðinu síðustu ár. Hann varð fyrsti fatlaði íþróttamaðurinn til að keppa á Ólympíuleikum og sá fyrsti til að vinna gull í 100, 200 og 400 metra hlaupi á Ólympíleikum fatlaðra. Pistorius og Steenkamp byrjuðu saman í nóvember síðastliðnum. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að lífsstíðarfangelsi.
Oscar Pistorius Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Sjá meira