Svona vinna rallýpör! Finnur Thorlacius skrifar 15. febrúar 2013 10:30 Unnu í keppni sögufrægra rallbíla, en Sebastien Ogier vann aðalkeppnina í Svíþjóð. Á myndinni sést hvar hinn goðsagnarkenndi rallökumaður Petter Solberg lyftir bíl sínum á meðan eiginkona hans Pernilla gerir við. Þessi mynd náðist um síðustu helgi í heimsbikarkeppninni í rallakstri í Svíþjóð, þ.e. þeim hluta hennar þar sem keppt er á sögufrægum rallbílum og oft af eldri ökuþórum. Þar höfðu hinn norski Petter Solberg og hin sænska kona hans sigur. Þessi frumlega aðferð þeirra virðist því hafa dugað þeim vel og spurning hvort þetta er ekki margæft heimafyrir. Petter ók gömlum Ford Escort MK2 í keppninni en eiginkonan var í hlutverki leiðsögumanns og vélvirkja af myndinni að dæma. Í aðalkeppninn sænska rallsins, sem að mestu fór fram í snjó, vann Sebastien Ogier á Volkswagen Polo bíl og vann sér í leiðinni inn vænan skammt stiga í heimsmeistarakeppninni í rallakstri (WRC). Annar varð nafni hans Sebastien Loeb á Citroën. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent
Unnu í keppni sögufrægra rallbíla, en Sebastien Ogier vann aðalkeppnina í Svíþjóð. Á myndinni sést hvar hinn goðsagnarkenndi rallökumaður Petter Solberg lyftir bíl sínum á meðan eiginkona hans Pernilla gerir við. Þessi mynd náðist um síðustu helgi í heimsbikarkeppninni í rallakstri í Svíþjóð, þ.e. þeim hluta hennar þar sem keppt er á sögufrægum rallbílum og oft af eldri ökuþórum. Þar höfðu hinn norski Petter Solberg og hin sænska kona hans sigur. Þessi frumlega aðferð þeirra virðist því hafa dugað þeim vel og spurning hvort þetta er ekki margæft heimafyrir. Petter ók gömlum Ford Escort MK2 í keppninni en eiginkonan var í hlutverki leiðsögumanns og vélvirkja af myndinni að dæma. Í aðalkeppninn sænska rallsins, sem að mestu fór fram í snjó, vann Sebastien Ogier á Volkswagen Polo bíl og vann sér í leiðinni inn vænan skammt stiga í heimsmeistarakeppninni í rallakstri (WRC). Annar varð nafni hans Sebastien Loeb á Citroën.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent