Lexus og Porsche bila minnst Finnur Thorlacius skrifar 14. febrúar 2013 11:15 Lexus bílar bila minnst samkvæmt könnun J.D. Power Audi, Volvo, Mitsubishi og Cadillac tóku dýfu Ár hvert gerir J.D. Power í Bandaríkjunum viðamikla rannsókn á bilanatíðni bíla til að finna út hvaða bílgerðir standa sig best. Ávallt er um að ræða þriggja ára bíla og því voru nú bílar af árgerð 2010 rannsakaðir og fundið út hversu mikið þeir hafi bilað á síðastliðnum 12 mánuðum. Efstu merkin á listanum, eins og reyndar oft áður, urðu Lexus með 71 bilun á hverja 100 bíla og Porsche með 94 bilanir. Meðaltal allra bíla í könnuninni var 126 bilanir. Listi 12 efstu merkjanna var þessi: Lexus 71 Porsche 94 Toyota 112 Lincoln 112 Mercedes Benz 115 Buick 118 Honda 119 Acura 120 Ram 122 Suzuki 122 Mazda 124 Chevrolet 125 Hástökkvarinn á þessum lista var Ram, sem stökk upp um 20 sæti frá könnuninni í fyrra. Mazda og Ford komust á topp 12 listann nú en voru þar ekki í fyrra. Nokkur þekkt merki tóku dýfu á listanum, svo sem Audi, Volvo, Mitsubishi og Cadillac. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent
Audi, Volvo, Mitsubishi og Cadillac tóku dýfu Ár hvert gerir J.D. Power í Bandaríkjunum viðamikla rannsókn á bilanatíðni bíla til að finna út hvaða bílgerðir standa sig best. Ávallt er um að ræða þriggja ára bíla og því voru nú bílar af árgerð 2010 rannsakaðir og fundið út hversu mikið þeir hafi bilað á síðastliðnum 12 mánuðum. Efstu merkin á listanum, eins og reyndar oft áður, urðu Lexus með 71 bilun á hverja 100 bíla og Porsche með 94 bilanir. Meðaltal allra bíla í könnuninni var 126 bilanir. Listi 12 efstu merkjanna var þessi: Lexus 71 Porsche 94 Toyota 112 Lincoln 112 Mercedes Benz 115 Buick 118 Honda 119 Acura 120 Ram 122 Suzuki 122 Mazda 124 Chevrolet 125 Hástökkvarinn á þessum lista var Ram, sem stökk upp um 20 sæti frá könnuninni í fyrra. Mazda og Ford komust á topp 12 listann nú en voru þar ekki í fyrra. Nokkur þekkt merki tóku dýfu á listanum, svo sem Audi, Volvo, Mitsubishi og Cadillac.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent