Hávaðarifrildi og öskur heyrðust frá íbúðinni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. febrúar 2013 10:27 Pistorius var brúnaþungur í dómssalnum í morgun. Mál suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius heldur áfram, en í dag halda réttarhöldin um hvort sleppa eigi honum lausum gegn tryggingagjaldi áfram. Hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, með því að skjóta hana í gegn um baðherbergishurð. Vitni segja hávaðarifrildi hafa heyrst frá íbúðinni áður en byssuskot heyrðust. Eftir fyrsta byssuskotið hafi kvenrödd öskrað og síðan hafi fleiri skotum verið hleypt af. Eitt skothylki fannst á ganginum, en þrjú inni á baðherberginu sjálfu. Lögreglumaðurinn Hilton Botha, sem var fyrstur á staðinn og fer fyrir rannsókn málsins, sagði í dómssal að svo virðist sem skotið hafi verið úr byssu spretthlauparans niður á við, og leiðir þannig að því líkur að Pistorius hafi staðið á gervifótum sínum þegar hann skaut Reevu. Sjálfur sagði Pistorius að hann hafi ekki fest á sig fæturna, og staðið á stubbunum þegar hann skaut.Enn hefur ekki verið ákveðið hvort Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjaldi.Rifrildi og hótanir Þá hefur lögreglan undir höndum vitnisburð knattspyrnumanns sem segir Pistorius hafa hótað að brjóta á honum fæturna. Einnig er minnst á atvik á Kyalami-kappakstursvellinum, þar sem Pistorius er sagður hafa lent í rifrildi við mann, og hótað honum ofbeldi í kjölfarið. Botha talar einnig um atvik í janúar, þar sem Pistorius var sagður hafa hleypt af byssu inni á veitingastað. Í kjölfarið hafi hann beðið vin sinn að taka á sig sökina vegna þess að atvikið gæti annars valdið fjölmiðlafári, sem vinurinn gerði. Yfirheyrslur halda áfram í dag og sagt verður nánar frá þeim síðar í dag. Oscar Pistorius Tengdar fréttir „Ég varð að vernda Reevu“ Suður-Afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius mætti fyrir dómara í dag, en hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steencamp. 19. febrúar 2013 16:52 Setti á sig gervifæturna til að skjóta Steenkamp Saksóknarar í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius segja morðið á Reeva Steenkamp, kærustu Pistorius, hafa verið skipulagt. 19. febrúar 2013 09:20 Annar dagur réttarhaldsins yfir Pistorius í dag Annar dagur réttarhaldsins um hvort sleppa eigi suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius lausum gegn tryggingu hefst nú á eftir. 20. febrúar 2013 06:34 Pistorius segist hafa verið ástfanginn af kærustunni Oscar Pistorius, spretthlauparinn þekkti, segist hafa verið mjög ástfanginn af kærustunni sinni og ekki haft neinar fyrirætlanir um að myrða hana. Þetta sagði Pistorius þegar hann mætti fyrir dómara í dag. 19. febrúar 2013 12:11 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Mál suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius heldur áfram, en í dag halda réttarhöldin um hvort sleppa eigi honum lausum gegn tryggingagjaldi áfram. Hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, með því að skjóta hana í gegn um baðherbergishurð. Vitni segja hávaðarifrildi hafa heyrst frá íbúðinni áður en byssuskot heyrðust. Eftir fyrsta byssuskotið hafi kvenrödd öskrað og síðan hafi fleiri skotum verið hleypt af. Eitt skothylki fannst á ganginum, en þrjú inni á baðherberginu sjálfu. Lögreglumaðurinn Hilton Botha, sem var fyrstur á staðinn og fer fyrir rannsókn málsins, sagði í dómssal að svo virðist sem skotið hafi verið úr byssu spretthlauparans niður á við, og leiðir þannig að því líkur að Pistorius hafi staðið á gervifótum sínum þegar hann skaut Reevu. Sjálfur sagði Pistorius að hann hafi ekki fest á sig fæturna, og staðið á stubbunum þegar hann skaut.Enn hefur ekki verið ákveðið hvort Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjaldi.Rifrildi og hótanir Þá hefur lögreglan undir höndum vitnisburð knattspyrnumanns sem segir Pistorius hafa hótað að brjóta á honum fæturna. Einnig er minnst á atvik á Kyalami-kappakstursvellinum, þar sem Pistorius er sagður hafa lent í rifrildi við mann, og hótað honum ofbeldi í kjölfarið. Botha talar einnig um atvik í janúar, þar sem Pistorius var sagður hafa hleypt af byssu inni á veitingastað. Í kjölfarið hafi hann beðið vin sinn að taka á sig sökina vegna þess að atvikið gæti annars valdið fjölmiðlafári, sem vinurinn gerði. Yfirheyrslur halda áfram í dag og sagt verður nánar frá þeim síðar í dag.
Oscar Pistorius Tengdar fréttir „Ég varð að vernda Reevu“ Suður-Afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius mætti fyrir dómara í dag, en hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steencamp. 19. febrúar 2013 16:52 Setti á sig gervifæturna til að skjóta Steenkamp Saksóknarar í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius segja morðið á Reeva Steenkamp, kærustu Pistorius, hafa verið skipulagt. 19. febrúar 2013 09:20 Annar dagur réttarhaldsins yfir Pistorius í dag Annar dagur réttarhaldsins um hvort sleppa eigi suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius lausum gegn tryggingu hefst nú á eftir. 20. febrúar 2013 06:34 Pistorius segist hafa verið ástfanginn af kærustunni Oscar Pistorius, spretthlauparinn þekkti, segist hafa verið mjög ástfanginn af kærustunni sinni og ekki haft neinar fyrirætlanir um að myrða hana. Þetta sagði Pistorius þegar hann mætti fyrir dómara í dag. 19. febrúar 2013 12:11 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
„Ég varð að vernda Reevu“ Suður-Afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius mætti fyrir dómara í dag, en hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steencamp. 19. febrúar 2013 16:52
Setti á sig gervifæturna til að skjóta Steenkamp Saksóknarar í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius segja morðið á Reeva Steenkamp, kærustu Pistorius, hafa verið skipulagt. 19. febrúar 2013 09:20
Annar dagur réttarhaldsins yfir Pistorius í dag Annar dagur réttarhaldsins um hvort sleppa eigi suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius lausum gegn tryggingu hefst nú á eftir. 20. febrúar 2013 06:34
Pistorius segist hafa verið ástfanginn af kærustunni Oscar Pistorius, spretthlauparinn þekkti, segist hafa verið mjög ástfanginn af kærustunni sinni og ekki haft neinar fyrirætlanir um að myrða hana. Þetta sagði Pistorius þegar hann mætti fyrir dómara í dag. 19. febrúar 2013 12:11