Fyrsta nýja bílaverksmiðja Honda í Japan í 50 ár Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2013 14:36 Líklega verður Honda Jazz framleiddur í nýju verksmiðjunni Honda hefur opnað 12 verksmiðjur utan heimalandsins í millitíðinni. Það virðist líklega harla ósennilegt en Honda hefur ekki reist nýja bílaverksmiðju í heimalandinu Japan í hálfa öld, en það mun breytast í júlí í sumar. Í millitíðinni hefur Honda opnað 12 verksmiðjur um allan heim. Nýja verksmiðjan, sem staðsett er í Yorii í tveggja stunda akstursfjarlægð frá Tokyo, mun geta framleitt 250.000 bíla. Honda hefur ekki gefið upp hvaða bílgerðir verða framleiddir í nýju verksmiðjunni, en búist er við að það verði smábíllinn Honda Jazz, sem er söluhæsti bíll Honda í Japan. Verksmiðjan mun veita 3.800 starfsmönnum vinnu, þ.e. bæði í verksmiðjunni sjálfri og hjá íhlutabirgjum í Japan. Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Honda hefur opnað 12 verksmiðjur utan heimalandsins í millitíðinni. Það virðist líklega harla ósennilegt en Honda hefur ekki reist nýja bílaverksmiðju í heimalandinu Japan í hálfa öld, en það mun breytast í júlí í sumar. Í millitíðinni hefur Honda opnað 12 verksmiðjur um allan heim. Nýja verksmiðjan, sem staðsett er í Yorii í tveggja stunda akstursfjarlægð frá Tokyo, mun geta framleitt 250.000 bíla. Honda hefur ekki gefið upp hvaða bílgerðir verða framleiddir í nýju verksmiðjunni, en búist er við að það verði smábíllinn Honda Jazz, sem er söluhæsti bíll Honda í Japan. Verksmiðjan mun veita 3.800 starfsmönnum vinnu, þ.e. bæði í verksmiðjunni sjálfri og hjá íhlutabirgjum í Japan.
Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent