Fréttir af bardaga Gunnars fljótar að leka út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2013 14:29 Frá vinstri: Jón Viðar Arnþórsson, Haraldur Dean Nelson, Gunnar Nelson og John Kavanagh. „Enn og aftur er Gunnar að fara eitt skref upp því Mike Pyle er þrettándi á heimslistanum og mjög sterkur andstæðingur," segir Haraldur Dean Nelson, umboðsmaður og faðir bardagakappans Gunnars Nelson. Haraldur staðfesti í samtali við Vísi í morgun að munnlegt samkomulag hefði náðst um bardaga Gunnars gegn Mike Pyle á UFC 160-hátíðinni í Las Vegas þann 25. maí. Haraldur segir um mikinn heiður að ræða fyrir son sinn. Um stórt kvöld sé að ræða í Las Vegas þar sem þungavigtarbardagi UFC sé aðalbardagi kvöldsins. Samkomulagið lak strax útHaraldur segist hafa veitt því athygli að fréttir um bardagann hafi birst strax eftir að munnlegt samkomulag náðist í nótt. „Andstæðingurinn (innsk: Mike Pyle) virðist hafa samþykkt að berjast og því hefur þetta lekið út. Við vitum svo sem ekkert hvaða háttinn þeir (forsvarsmenn UFC) hafa á því. Ég sá bara að þetta birtist á mmajunkie.com um leið og ég var búinn að samþykkja þetta og ekki sagði ég þeim það," segir Haraldur kíminn. „UFC twittaði svo fréttinni þeirra sem segir auðvitað helling," bætir Haraldur við. Hvíldin að engu orðinNordicphotos/GettyGunnar vann sigur á Jorge Santiago í UFC-veltivigtabardaga í London fyrir tveimur vikum. Sigurinn fleytti honum upp í 20. sæti heimslistans í veltivigt. Að honum loknum sagði hann að fyrir lægi að hvíla sig vel. „Það liggur fyrir hvíldin verður ekki enda er ekki það langt í þetta. Gunni hefði kosið smá pásu en þetta er bara rosalega dagskrá, stór staður og mjög athyglisverður andstæðingur," segir Haraldur um Mike Pyle sem einnig hefur komið við sögu á hvíta tjaldinu með kempum á borð við Jean-Claude Van Damme og Dolph Lundgren. Pyle er 37 ára gamall Bandaríkjamaður sem hefur unnið sex af síðustu sjö UFC-bardögum sínum. Að sögn mmajunkie hefur hann verið á mikilli siglingu undanfarið. „Gunnar hefur verið að berjast upp fyrir sig og það er það sem maður vill. Hann hefur verið að berjast við miklu stærri nöfn og Mike Pyle er mjög stórt nafn í heimi bardagaíþrótta. John Kavanagh, þjálfari Gunnars, er til dæmis mikill aðdáandi hans," segir Haraldur. „Hann er mjög sterkur, bæði standandi og í gólfinu. John Hathaway, sem er skærasta stjarna Breta í veltivigtinni, hefur tapað einum bardaga á ferlinum og það var gegn Mike Pyle." Launin ekkert fréttaefniNordicphotos/GettyVangaveltur hafa verið uppi um hversu vel Gunnar þéni fyrir að vera á samningi hjá UFC. Haraldur segir samning Gunnars við UFC liggja fyrir, fjölda bardaga og annað í þeim efnum. „Við gerum ekki samning um einstaka bardaga eins og við gerðum áður en við sömdum við UFC. Það gerðum við áður því Gunni vildi aldrei semja við neina af minni keppnunum," segir Haraldur. Hann segir laun Gunnars ekki leyndarmál af þeirra hálfu en þeir geti þó ekki tjáð sig um þau. Það sé hluti af samningnum við UFC. Sambandið birti þó nokkuð reglulega upplýsingar um laun bardagakappanna þótt það hafi ekki verið gert enn í tilfelli Gunnars. „UFC gefur út laun og við höfum ekkert við það að athuga. Þetta eru ekki slíkar upphæðir að þetta séu einhverjar stórfréttir. Við höfum ekkert að fela en getum ekkert sagt." Tengdar fréttir Andstæðingur Gunnars hefur leikið á móti Van Damme og Lundgren Eins og fram kom á Vísi í morgun mun Gunnar Nelson keppa við Bandaríkjamanninn Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. 1. mars 2013 12:15 Gunnar Nelson berst í Las Vegas Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir hinum reynslumikla Mike Pyle í UFC-bardaga í veltivigt í Las Vegas í maí. 1. mars 2013 08:07 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
„Enn og aftur er Gunnar að fara eitt skref upp því Mike Pyle er þrettándi á heimslistanum og mjög sterkur andstæðingur," segir Haraldur Dean Nelson, umboðsmaður og faðir bardagakappans Gunnars Nelson. Haraldur staðfesti í samtali við Vísi í morgun að munnlegt samkomulag hefði náðst um bardaga Gunnars gegn Mike Pyle á UFC 160-hátíðinni í Las Vegas þann 25. maí. Haraldur segir um mikinn heiður að ræða fyrir son sinn. Um stórt kvöld sé að ræða í Las Vegas þar sem þungavigtarbardagi UFC sé aðalbardagi kvöldsins. Samkomulagið lak strax útHaraldur segist hafa veitt því athygli að fréttir um bardagann hafi birst strax eftir að munnlegt samkomulag náðist í nótt. „Andstæðingurinn (innsk: Mike Pyle) virðist hafa samþykkt að berjast og því hefur þetta lekið út. Við vitum svo sem ekkert hvaða háttinn þeir (forsvarsmenn UFC) hafa á því. Ég sá bara að þetta birtist á mmajunkie.com um leið og ég var búinn að samþykkja þetta og ekki sagði ég þeim það," segir Haraldur kíminn. „UFC twittaði svo fréttinni þeirra sem segir auðvitað helling," bætir Haraldur við. Hvíldin að engu orðinNordicphotos/GettyGunnar vann sigur á Jorge Santiago í UFC-veltivigtabardaga í London fyrir tveimur vikum. Sigurinn fleytti honum upp í 20. sæti heimslistans í veltivigt. Að honum loknum sagði hann að fyrir lægi að hvíla sig vel. „Það liggur fyrir hvíldin verður ekki enda er ekki það langt í þetta. Gunni hefði kosið smá pásu en þetta er bara rosalega dagskrá, stór staður og mjög athyglisverður andstæðingur," segir Haraldur um Mike Pyle sem einnig hefur komið við sögu á hvíta tjaldinu með kempum á borð við Jean-Claude Van Damme og Dolph Lundgren. Pyle er 37 ára gamall Bandaríkjamaður sem hefur unnið sex af síðustu sjö UFC-bardögum sínum. Að sögn mmajunkie hefur hann verið á mikilli siglingu undanfarið. „Gunnar hefur verið að berjast upp fyrir sig og það er það sem maður vill. Hann hefur verið að berjast við miklu stærri nöfn og Mike Pyle er mjög stórt nafn í heimi bardagaíþrótta. John Kavanagh, þjálfari Gunnars, er til dæmis mikill aðdáandi hans," segir Haraldur. „Hann er mjög sterkur, bæði standandi og í gólfinu. John Hathaway, sem er skærasta stjarna Breta í veltivigtinni, hefur tapað einum bardaga á ferlinum og það var gegn Mike Pyle." Launin ekkert fréttaefniNordicphotos/GettyVangaveltur hafa verið uppi um hversu vel Gunnar þéni fyrir að vera á samningi hjá UFC. Haraldur segir samning Gunnars við UFC liggja fyrir, fjölda bardaga og annað í þeim efnum. „Við gerum ekki samning um einstaka bardaga eins og við gerðum áður en við sömdum við UFC. Það gerðum við áður því Gunni vildi aldrei semja við neina af minni keppnunum," segir Haraldur. Hann segir laun Gunnars ekki leyndarmál af þeirra hálfu en þeir geti þó ekki tjáð sig um þau. Það sé hluti af samningnum við UFC. Sambandið birti þó nokkuð reglulega upplýsingar um laun bardagakappanna þótt það hafi ekki verið gert enn í tilfelli Gunnars. „UFC gefur út laun og við höfum ekkert við það að athuga. Þetta eru ekki slíkar upphæðir að þetta séu einhverjar stórfréttir. Við höfum ekkert að fela en getum ekkert sagt."
Tengdar fréttir Andstæðingur Gunnars hefur leikið á móti Van Damme og Lundgren Eins og fram kom á Vísi í morgun mun Gunnar Nelson keppa við Bandaríkjamanninn Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. 1. mars 2013 12:15 Gunnar Nelson berst í Las Vegas Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir hinum reynslumikla Mike Pyle í UFC-bardaga í veltivigt í Las Vegas í maí. 1. mars 2013 08:07 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Andstæðingur Gunnars hefur leikið á móti Van Damme og Lundgren Eins og fram kom á Vísi í morgun mun Gunnar Nelson keppa við Bandaríkjamanninn Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. 1. mars 2013 12:15
Gunnar Nelson berst í Las Vegas Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir hinum reynslumikla Mike Pyle í UFC-bardaga í veltivigt í Las Vegas í maí. 1. mars 2013 08:07