Audi hefur ekki undan að framleiða A6 og A7 Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2013 10:15 Mestu munar um mikla eftirspurn eftir þeim í Bandaríkjunum. Bæta hefur þurft við vöktum í verksmiðju Audi í Neckarsulm í Þýskalandi svo hafa megi undan mikilli eftirspurn í A6 og A7 bílana. Audi hefur framleitt 2.600 fleiri bíla af þessum tveimur gerðum það sem af er ári en áætlanir stóðu til um. Verksmiðjan í Neckarsulm er næststærsta verksmiðja Audi, eftir þeirri í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Það er ekki síst vegna mikillar eftirspurnar í Bandaríkjunum sem Audi hefur þurft að auka framleiðslu sína. Sala þangað af A6 og A7, auk S-gerða beggja bílanna telur 3.915 stykki það sem af er ári. Sala Audi bíla gengur svo vel á þessu ári að hún er aðeins rétt undir sölu BMW, en það var ekki í plönum Audi að ná BMW í sölu fyrr en við enda áratugarins. Audi er bæði að stækka verksmiðju sína í Ungverjalandi og byggja nýja í Foshan í Kína, sem opnar í ár. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent
Mestu munar um mikla eftirspurn eftir þeim í Bandaríkjunum. Bæta hefur þurft við vöktum í verksmiðju Audi í Neckarsulm í Þýskalandi svo hafa megi undan mikilli eftirspurn í A6 og A7 bílana. Audi hefur framleitt 2.600 fleiri bíla af þessum tveimur gerðum það sem af er ári en áætlanir stóðu til um. Verksmiðjan í Neckarsulm er næststærsta verksmiðja Audi, eftir þeirri í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Það er ekki síst vegna mikillar eftirspurnar í Bandaríkjunum sem Audi hefur þurft að auka framleiðslu sína. Sala þangað af A6 og A7, auk S-gerða beggja bílanna telur 3.915 stykki það sem af er ári. Sala Audi bíla gengur svo vel á þessu ári að hún er aðeins rétt undir sölu BMW, en það var ekki í plönum Audi að ná BMW í sölu fyrr en við enda áratugarins. Audi er bæði að stækka verksmiðju sína í Ungverjalandi og byggja nýja í Foshan í Kína, sem opnar í ár.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent