Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 28-24 Stefán Árni Pálsson í Mýrinni skrifar 14. apríl 2013 00:01 Stjarnan vann magnaðan sigur, 28-24, á Val í undanúrslitum N1-deildar kvenna í handknattleik og jöfnuðu þar með einvígið 1-1. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna í leiknum en Þorgerður Anna Atladóttir var með tíu hjá Val. Valur byrjaði leikinn mikið mun betur og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins en það tók Stjörnuna rúmlega fimm mínútur að komast á blað. Stjarnan lét samt ekki slæma byrjun hafa áhrifa á leik sinn og breyttu stöðunni fljótlega í 3-3. Hálfleikurinn var virkilega spennandi eftir það og var staðan 11-10 fyrir Stjörnunni eftir 30 mínútur. Stjörnustúlkur voru virkilega ákveðnar í vörninni og agaðar í sínum sóknaraðgerðum. Þorgerður Anna Atladóttir dró vagninn fyrir Val en hún gerði fimm mörk í fyrri hálfleiknum. Rakel Dögg Bragadóttir var einnig með fimm mörk fyrir Stjörnuna í hálfleiknum. Stjörnustúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn betur og náðu fljótlega tökum á leiknum. Heimamenn sýndu frábæran varnarleik og sóknarleikurinn var sem fyrr agaður. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 17-14 fyrir Stjörnuna. Stjörnustúlkur héldum áfram uppteknum hætti og Jóna Margrét Ragnarsdóttir var frábæra undir lokin en hún skoraði mörg mikilvæg mörk. Leiknum lauk með góðum fjögra marka sigri Stjörnunnar 28-24 og þær jöfnuðu því einvígið 1-1. Skúli: Það gekk allt upp í dag„Ég er mjög sáttur,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í dag. „Við náðum að spila góða vörn allan leikinn sem við gerðum reyndar líka í fyrri hálfleiknum í síðasta leik.“ „Við náðum ekki að nýta okkur góða vörn í síðasta leik til að fá ódýr mörk úr hraðaupphlaupi en í dag gekk það upp.“ „Við vorum búnar að undirbúa okkur mjög vel fyrir þennan leik og það gekk í raun allt upp sem við lögðum upp með.“ „Við ætlum okkur að leggja Val af velli í þessu einvígi þó við séum kannski eina fólkið á Íslandi sem hefur trú á því, þá er það markmiðið.“ Hægt er að sjá myndbandið af viðtalinu hér að ofan. Stefán: Þurfum að bæta allt sem kemur nálægt handbolta„Það er auðvitað ákveðin vonbrigði að tapa leiknum en Stjarnan var bara heilt yfir miklu betra liðið í þessum leik,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Stjarnan átti þennan sigur fyllilega skilið. Varnarleikur, sóknarleikur og hraðaupphlaup voru bara slök hjá okkur í dag.“ „Við vorum ekki að spila sem ein liðsheild og þá erum við oft á tíðum bara lélegar.“ „Við þurfum að fara í gegnum allt sem snýr að handbolta fyrir næsta leik og bæta margt.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild kvenna Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Mjög skrýtinn misskilningur Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
Stjarnan vann magnaðan sigur, 28-24, á Val í undanúrslitum N1-deildar kvenna í handknattleik og jöfnuðu þar með einvígið 1-1. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna í leiknum en Þorgerður Anna Atladóttir var með tíu hjá Val. Valur byrjaði leikinn mikið mun betur og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins en það tók Stjörnuna rúmlega fimm mínútur að komast á blað. Stjarnan lét samt ekki slæma byrjun hafa áhrifa á leik sinn og breyttu stöðunni fljótlega í 3-3. Hálfleikurinn var virkilega spennandi eftir það og var staðan 11-10 fyrir Stjörnunni eftir 30 mínútur. Stjörnustúlkur voru virkilega ákveðnar í vörninni og agaðar í sínum sóknaraðgerðum. Þorgerður Anna Atladóttir dró vagninn fyrir Val en hún gerði fimm mörk í fyrri hálfleiknum. Rakel Dögg Bragadóttir var einnig með fimm mörk fyrir Stjörnuna í hálfleiknum. Stjörnustúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn betur og náðu fljótlega tökum á leiknum. Heimamenn sýndu frábæran varnarleik og sóknarleikurinn var sem fyrr agaður. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 17-14 fyrir Stjörnuna. Stjörnustúlkur héldum áfram uppteknum hætti og Jóna Margrét Ragnarsdóttir var frábæra undir lokin en hún skoraði mörg mikilvæg mörk. Leiknum lauk með góðum fjögra marka sigri Stjörnunnar 28-24 og þær jöfnuðu því einvígið 1-1. Skúli: Það gekk allt upp í dag„Ég er mjög sáttur,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í dag. „Við náðum að spila góða vörn allan leikinn sem við gerðum reyndar líka í fyrri hálfleiknum í síðasta leik.“ „Við náðum ekki að nýta okkur góða vörn í síðasta leik til að fá ódýr mörk úr hraðaupphlaupi en í dag gekk það upp.“ „Við vorum búnar að undirbúa okkur mjög vel fyrir þennan leik og það gekk í raun allt upp sem við lögðum upp með.“ „Við ætlum okkur að leggja Val af velli í þessu einvígi þó við séum kannski eina fólkið á Íslandi sem hefur trú á því, þá er það markmiðið.“ Hægt er að sjá myndbandið af viðtalinu hér að ofan. Stefán: Þurfum að bæta allt sem kemur nálægt handbolta„Það er auðvitað ákveðin vonbrigði að tapa leiknum en Stjarnan var bara heilt yfir miklu betra liðið í þessum leik,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Stjarnan átti þennan sigur fyllilega skilið. Varnarleikur, sóknarleikur og hraðaupphlaup voru bara slök hjá okkur í dag.“ „Við vorum ekki að spila sem ein liðsheild og þá erum við oft á tíðum bara lélegar.“ „Við þurfum að fara í gegnum allt sem snýr að handbolta fyrir næsta leik og bæta margt.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild kvenna Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Mjög skrýtinn misskilningur Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira