Gleymdum ekki og gleymum ekki lífeyrisþegum Björk Vilhelmsdóttir skrifar 25. apríl 2013 15:17 Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka var unnin afar mikilvæg vinna undir forystu Samfylkingarinnar um breytingar á almannatryggingum með það að markmiði að hækka lífeyri almannatrygginga, afnema skerðingar og einfalda kerfið. Góð sátt náðist við Landsamtök eldri borgara um breytingarnar og var lagt fram frumvarp til Alþingis í mars. Ekki náðist að samþykkja þetta, en mikilvægt er að komandi Alþingi og ríkisstjórn skapi svigrúm til að mæta þeim útgjöldum sem þetta frumvarp leiðir af sér – þannig að eldri borgarar og síðan öryrkjar fái notið góðs af. Þá var gert samkomulag stjórnvalda og lífeyrissjóða um hækkun frítekjumarks vegna tekna úr lífeyrissjóðum. Það kallar á viðbótarútgjöld upp á 3.7 milljarða næstu tvö árin. Umdeilt og erfitt bráðabirgðaákvæði frá árinu 2009 sem jók skerðingarhlutfall tekjutryggingar fellur úr gildi í ársbyrjun 2014 skv. samkomulaginu.Makatengingar afnumdar Strax í upphafi þessa kjörtímabils, haustið 2009, afnámum við makatengingar í almannatryggingakerfinu. Sú aðgerð nýttist þúsundum kvenna sem höfðu litlar og skertar almannatryggingar vegna tekna maka sinna. Af þessu mannréttindaskrefi er Samfylkingin stolt. En það hafa verið tekin fleiri góð skref. Framfærsluuppbót var sett sem tryggir öllum lágmarkslífeyri. Nú er hann 211 þús. á mánuði fyrir fólk sem rekur heimili.Einfaldara og skýrara kerfi En aftur að frumvarpinu sem lagt var fram í mars. Þar voru bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót sameinaðir. Dregið er úr tekjutengingum og frítekjumörk afnumin. Ekki er horft til þess hvaðan tekjur koma, heldur lækkar lífeyrir um 45% af tekjum, hvort sem það eru atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur eða fjármagnstekjur. Nú mega ellilífeyrisþegar sem fá greidda uppbót vegna framfærslu sæta því að uppbótin lækki um krónu á móti krónu fái þeir einhverjar tekjur.Hvað ef … Helmingaskiptastjórn. Það segir sig sjálft að ef lækka á skatta eða lækka skuldir hjá efnameira fólki þá verður ekkert svigrúm til þess að hækka almannatryggingar og greiða fyrir samkomulagið um að taka til baka þær sáru skerðingar sem lífeyrisþegar urðu fyrir. Þessar skerðingar voru líka sárar fyrir jafnaðarmenn – því ekkert er þeim sárara en að skera niður á þá sem lægstar hafa tekjurnar og eru háðir samábyrgð samfélagsins. Atkvæði greitt Samfylkingunni. Við Samfylkingarfólk heitum lífeyrisþegum að vinna áfram að hagsmunamálum þeirra. Að berjast fyrir auknum útgjöldum ríkissjóðs í þágu þeirra og að gera frumvarpið að lögum sem einfaldar, bætir og hækkar greiðslur almannatrygginga.Björk Vilhelmsdóttir , skipar 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka var unnin afar mikilvæg vinna undir forystu Samfylkingarinnar um breytingar á almannatryggingum með það að markmiði að hækka lífeyri almannatrygginga, afnema skerðingar og einfalda kerfið. Góð sátt náðist við Landsamtök eldri borgara um breytingarnar og var lagt fram frumvarp til Alþingis í mars. Ekki náðist að samþykkja þetta, en mikilvægt er að komandi Alþingi og ríkisstjórn skapi svigrúm til að mæta þeim útgjöldum sem þetta frumvarp leiðir af sér – þannig að eldri borgarar og síðan öryrkjar fái notið góðs af. Þá var gert samkomulag stjórnvalda og lífeyrissjóða um hækkun frítekjumarks vegna tekna úr lífeyrissjóðum. Það kallar á viðbótarútgjöld upp á 3.7 milljarða næstu tvö árin. Umdeilt og erfitt bráðabirgðaákvæði frá árinu 2009 sem jók skerðingarhlutfall tekjutryggingar fellur úr gildi í ársbyrjun 2014 skv. samkomulaginu.Makatengingar afnumdar Strax í upphafi þessa kjörtímabils, haustið 2009, afnámum við makatengingar í almannatryggingakerfinu. Sú aðgerð nýttist þúsundum kvenna sem höfðu litlar og skertar almannatryggingar vegna tekna maka sinna. Af þessu mannréttindaskrefi er Samfylkingin stolt. En það hafa verið tekin fleiri góð skref. Framfærsluuppbót var sett sem tryggir öllum lágmarkslífeyri. Nú er hann 211 þús. á mánuði fyrir fólk sem rekur heimili.Einfaldara og skýrara kerfi En aftur að frumvarpinu sem lagt var fram í mars. Þar voru bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót sameinaðir. Dregið er úr tekjutengingum og frítekjumörk afnumin. Ekki er horft til þess hvaðan tekjur koma, heldur lækkar lífeyrir um 45% af tekjum, hvort sem það eru atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur eða fjármagnstekjur. Nú mega ellilífeyrisþegar sem fá greidda uppbót vegna framfærslu sæta því að uppbótin lækki um krónu á móti krónu fái þeir einhverjar tekjur.Hvað ef … Helmingaskiptastjórn. Það segir sig sjálft að ef lækka á skatta eða lækka skuldir hjá efnameira fólki þá verður ekkert svigrúm til þess að hækka almannatryggingar og greiða fyrir samkomulagið um að taka til baka þær sáru skerðingar sem lífeyrisþegar urðu fyrir. Þessar skerðingar voru líka sárar fyrir jafnaðarmenn – því ekkert er þeim sárara en að skera niður á þá sem lægstar hafa tekjurnar og eru háðir samábyrgð samfélagsins. Atkvæði greitt Samfylkingunni. Við Samfylkingarfólk heitum lífeyrisþegum að vinna áfram að hagsmunamálum þeirra. Að berjast fyrir auknum útgjöldum ríkissjóðs í þágu þeirra og að gera frumvarpið að lögum sem einfaldar, bætir og hækkar greiðslur almannatrygginga.Björk Vilhelmsdóttir , skipar 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun