Alcoa stækkar í BNA vegna álnotkunar í bíla Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2013 08:45 Ford ætlar að auka stórlega álnotkun í F-150 pallbílinn Allir bílaframleiðendur ætla að auka álnotkun í bíla sína. Álrisinn Alcoa ætlar að stækka álverksmiðju sína í Tennessee fylki í Bandaríkjunum til að mæta síaukinni eftirspurn eftir áli frá bílaframleiðendum. Alcoa, sem á einnig álverið í Reyðarfirði, ætlar að verja 32 milljörðum króna til stækkunarinnar. Stækkunin mun klárast á þessu ári, en Alco lokaði öðru álveri í nágrenni Tennessy City á síðasta ári og varð af 531.000 tonna álframleiðslu. Með áformum flestra bílaframleiðenda að minnka þyngd bíla sinna eykst eftirspurnin. GM áformar að létta alla sína bíla um 15% fram til ársins 2016 og Ford ætlar að taka 113 til 340 kíló af sínum bílum og til þess að svo megi verði þarf að skipta miklu af stáli út fyrir ál. Alcoa er í viðskiptum við alla bílaframleiðendur í Bandaríkjunum og barist er um álið. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent
Allir bílaframleiðendur ætla að auka álnotkun í bíla sína. Álrisinn Alcoa ætlar að stækka álverksmiðju sína í Tennessee fylki í Bandaríkjunum til að mæta síaukinni eftirspurn eftir áli frá bílaframleiðendum. Alcoa, sem á einnig álverið í Reyðarfirði, ætlar að verja 32 milljörðum króna til stækkunarinnar. Stækkunin mun klárast á þessu ári, en Alco lokaði öðru álveri í nágrenni Tennessy City á síðasta ári og varð af 531.000 tonna álframleiðslu. Með áformum flestra bílaframleiðenda að minnka þyngd bíla sinna eykst eftirspurnin. GM áformar að létta alla sína bíla um 15% fram til ársins 2016 og Ford ætlar að taka 113 til 340 kíló af sínum bílum og til þess að svo megi verði þarf að skipta miklu af stáli út fyrir ál. Alcoa er í viðskiptum við alla bílaframleiðendur í Bandaríkjunum og barist er um álið.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent