Fór holu í höggi og setti vallarmet Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. júní 2013 21:11 Fannar Ingi slær. MYND/GSIMYNDIR.NET Ungur Hvergerðingur Fannar Ingi Steingrímsson stal senunni á Íslandsbankamótaröðinni sem lauk á Hellu nú síðdegis. Fannar setti vallarmet þegar hann lék völlinn á 61 höggi eða 9 undir pari í flokki 15-16 ára drengja. Fannar vann flokkinn á alls 3 undir pari en hann fór holu í höggi á 8. holu vallarins í dag. „Ég var aldrei að hugsa um vallarmet eða skorið yfirleitt en það var auðvitað gaman að fara holu í höggi,“ sagði Fannar við kylfingur.is í dag eftir hringinn ótrúlega. Fannar lék nýverið á alþjóðlegu unglingamóti í Skotlandi þar sem hann hafnaði í 6. sæti, einu höggi frá 2. sætinu. Þessi bráðefnilegi kylfingur var að vonum ánægður með árangurinn. „Ég var þreyttur og aðstæður voru gjörólíkar þar sem flatirnar voru svo miklu hraðari í Skotlandi. Eftir smá hvíld og aðlögun að flötunum á Hellu var ég kominn í góðan gír,“ sagði Fannar. Birgir Björn Magnússon GK hafnaði í öðru sæti, tveimur höggum á eftir Fannari en hann fór síðustu holuna á 8 höggum eða fjórum yfir pari. Kristófer Orri Þórðarson GKG hafnaði í þriðja sæti. Bráðbana þurfti til að knýja fram úrslit í strákaflokki 14 ára og yngri. Ingvar A. Magnússon GR vann Kristján B. Sveinsson á 2. holu bráðabanans. Ragnar Már Garðarsson GKG vann í flokki pilta 17-18 ára og Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG vann í stúlknaflokki 17-18 ára. Ragnhildur Kristinsdóttir GR vannn í flokki telpna 15-16 ára og Gerður Hrönn Ragnarsdóttir í GR vann í flokki stelpna 14 ára og yngri. Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ungur Hvergerðingur Fannar Ingi Steingrímsson stal senunni á Íslandsbankamótaröðinni sem lauk á Hellu nú síðdegis. Fannar setti vallarmet þegar hann lék völlinn á 61 höggi eða 9 undir pari í flokki 15-16 ára drengja. Fannar vann flokkinn á alls 3 undir pari en hann fór holu í höggi á 8. holu vallarins í dag. „Ég var aldrei að hugsa um vallarmet eða skorið yfirleitt en það var auðvitað gaman að fara holu í höggi,“ sagði Fannar við kylfingur.is í dag eftir hringinn ótrúlega. Fannar lék nýverið á alþjóðlegu unglingamóti í Skotlandi þar sem hann hafnaði í 6. sæti, einu höggi frá 2. sætinu. Þessi bráðefnilegi kylfingur var að vonum ánægður með árangurinn. „Ég var þreyttur og aðstæður voru gjörólíkar þar sem flatirnar voru svo miklu hraðari í Skotlandi. Eftir smá hvíld og aðlögun að flötunum á Hellu var ég kominn í góðan gír,“ sagði Fannar. Birgir Björn Magnússon GK hafnaði í öðru sæti, tveimur höggum á eftir Fannari en hann fór síðustu holuna á 8 höggum eða fjórum yfir pari. Kristófer Orri Þórðarson GKG hafnaði í þriðja sæti. Bráðbana þurfti til að knýja fram úrslit í strákaflokki 14 ára og yngri. Ingvar A. Magnússon GR vann Kristján B. Sveinsson á 2. holu bráðabanans. Ragnar Már Garðarsson GKG vann í flokki pilta 17-18 ára og Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG vann í stúlknaflokki 17-18 ára. Ragnhildur Kristinsdóttir GR vannn í flokki telpna 15-16 ára og Gerður Hrönn Ragnarsdóttir í GR vann í flokki stelpna 14 ára og yngri.
Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira