Thelma með tvö í mikilvægum sigri - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2013 21:13 Mynd/Daníel Afturelding vann gríðarlega mikilvægan sigur á HK/Víkingi í sex stiga leik í botnbaráttu Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld en Thelma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði tvö af þremur mörkum Mosfellsbæjarliðsins í leiknum. Valur og FH unnu síðan bæði á sama tíma góða sigra á útivelli. Þetta voru síðustu leikir liðanna fyrir EM-frí en næsta umferð fer ekki fram fyrr en 30. júlí. Thelma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði tvö fyrstu mörk Aftureldingar, eitt í hvorum hálfleik, í 3-0 sigri á HK/Víkingi en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Afturelding komst upp í 8. sætið með því að landa þessum þremur stigum. Lára Kristín Pedersen innsiglaði sigurinn undir lokin. Botnlið Þróttar hefur ekki fengið stig í sumar en komst yfir í seinni hálfleik á móti FH. FH svaraði hinsvegar með fimm mörkum og tryggði sér 6-2 sigur og þrjú stig. Sigrún Ella Einarsdóttir og Guðrún Björg Eggertsdóttir skoruðu báðar tvö mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið. Valskonur sóttu líka þrjú stig á Selfoss en Valskonur voru manni fleiri síðustu 53 mínútur leiksins eftir að Michele K Dalton fékk rauða spjaldið í fyrri hálfleik. Valsliðið skoraði öll fjögur mörkin sín eftir að Selfoss missti manninn af velli. Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Val í kvöld en hún er á leiðinni á EM með íslenska landsliðinu. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit kvöldsins en upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.Úrslit í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna:ÍBV - Þór/KA 3-2 1-0 Shaneka Jodian Gordon (4.), 1-1 Sandra María Jessen (11.), 2-1 Bryndís Jóhannesdóttir (19.), 2-2 Sandra María Jessen (49.), 3-2 Nadia Lawrence (53.).Breiðablik - Stjarnan 1-2 0-1 Danka Podovac (37.), 0-2 Harpa Þorsteinsdóttir (62.), 1-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir (90.)Þróttur - FH 2-6 0-1 Sigrún Ella Einarsdóttir (7.), 1-1 Ásgerður Arna Pálsdóttir (40.), 2-1 Margrét María Hólmarsdóttir (54.), 2-2 Guðrún Björg Eggertsdóttir (57.), 2-3 Sigrún Ella (60.), 2-4 Margrét Sveinsdóttir (63.). 2-5 Guðrún Björg Eggertsdóttir (80.), 2-6 Ashlee Hincks (84.)Afturelding - HK/Víkingur 3-0 1-0 Thelma Hjaltalín Þrastardóttir (38.), 2-0 Thelma Hjaltalín (68.) 3-0 Lára Kristín Pedersen (82.)Selfoss - Valur 0-4 0-1 Elín Metta Jensen, víti (39.), 0-2 Dagný Brynjarsdóttir (71.), 0-3 Kristín Ýr Bjarnadóttir (73.), 0-4 Dagný Brynjarsdóttir (85.) Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Meiðslavandræði framherja Þór/KA halda áfram Íslandsmeistarar Þór/KA hafa ekki haft meistaraheppnina með sér í sumar þegar kemur að meiðslum lykilmanna liðsins. Liðið varð fyrir enn einu áfallinu í Eyjum í kvöld þegar slóvenska landsliðskonan Mateja Zver þurfti að fara af velli eftir aðeins sex mínútna leik. 1. júlí 2013 19:10 Edda og Ólína semja við Val Valsmenn hafa heldur betur styrkt sitt lið í dag en þær Edda Garðarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir hafa samið við félagið. 1. júlí 2013 16:53 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | 8 stiga forskot í EM-fríinu Stjarnan vann þægilegan sigur á Breiðablik, 2-1, í 9. umferð Pepsi deildar kvenna í fótbolta en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Stjarnan er því komið með 27 stig á toppi deildarinnar, áttu stigum á undan næstu liðum sem eru ÍBV og Breiðablik. 1. júlí 2013 11:46 Fyrsta mark Nadiu kom ÍBV upp í annað sætið Velski framherjinn Nadia Lawrence tryggði ÍBV sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA þegar liðin mættust í Eyjum í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þetta var fyrsta mark Nadiu í Pepsi-deildinni á þessu tímabili og það kom Eyjaliðinu upp í annað sæti deildarinnar. 1. júlí 2013 19:56 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Afturelding vann gríðarlega mikilvægan sigur á HK/Víkingi í sex stiga leik í botnbaráttu Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld en Thelma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði tvö af þremur mörkum Mosfellsbæjarliðsins í leiknum. Valur og FH unnu síðan bæði á sama tíma góða sigra á útivelli. Þetta voru síðustu leikir liðanna fyrir EM-frí en næsta umferð fer ekki fram fyrr en 30. júlí. Thelma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði tvö fyrstu mörk Aftureldingar, eitt í hvorum hálfleik, í 3-0 sigri á HK/Víkingi en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Afturelding komst upp í 8. sætið með því að landa þessum þremur stigum. Lára Kristín Pedersen innsiglaði sigurinn undir lokin. Botnlið Þróttar hefur ekki fengið stig í sumar en komst yfir í seinni hálfleik á móti FH. FH svaraði hinsvegar með fimm mörkum og tryggði sér 6-2 sigur og þrjú stig. Sigrún Ella Einarsdóttir og Guðrún Björg Eggertsdóttir skoruðu báðar tvö mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið. Valskonur sóttu líka þrjú stig á Selfoss en Valskonur voru manni fleiri síðustu 53 mínútur leiksins eftir að Michele K Dalton fékk rauða spjaldið í fyrri hálfleik. Valsliðið skoraði öll fjögur mörkin sín eftir að Selfoss missti manninn af velli. Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Val í kvöld en hún er á leiðinni á EM með íslenska landsliðinu. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit kvöldsins en upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.Úrslit í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna:ÍBV - Þór/KA 3-2 1-0 Shaneka Jodian Gordon (4.), 1-1 Sandra María Jessen (11.), 2-1 Bryndís Jóhannesdóttir (19.), 2-2 Sandra María Jessen (49.), 3-2 Nadia Lawrence (53.).Breiðablik - Stjarnan 1-2 0-1 Danka Podovac (37.), 0-2 Harpa Þorsteinsdóttir (62.), 1-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir (90.)Þróttur - FH 2-6 0-1 Sigrún Ella Einarsdóttir (7.), 1-1 Ásgerður Arna Pálsdóttir (40.), 2-1 Margrét María Hólmarsdóttir (54.), 2-2 Guðrún Björg Eggertsdóttir (57.), 2-3 Sigrún Ella (60.), 2-4 Margrét Sveinsdóttir (63.). 2-5 Guðrún Björg Eggertsdóttir (80.), 2-6 Ashlee Hincks (84.)Afturelding - HK/Víkingur 3-0 1-0 Thelma Hjaltalín Þrastardóttir (38.), 2-0 Thelma Hjaltalín (68.) 3-0 Lára Kristín Pedersen (82.)Selfoss - Valur 0-4 0-1 Elín Metta Jensen, víti (39.), 0-2 Dagný Brynjarsdóttir (71.), 0-3 Kristín Ýr Bjarnadóttir (73.), 0-4 Dagný Brynjarsdóttir (85.)
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Meiðslavandræði framherja Þór/KA halda áfram Íslandsmeistarar Þór/KA hafa ekki haft meistaraheppnina með sér í sumar þegar kemur að meiðslum lykilmanna liðsins. Liðið varð fyrir enn einu áfallinu í Eyjum í kvöld þegar slóvenska landsliðskonan Mateja Zver þurfti að fara af velli eftir aðeins sex mínútna leik. 1. júlí 2013 19:10 Edda og Ólína semja við Val Valsmenn hafa heldur betur styrkt sitt lið í dag en þær Edda Garðarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir hafa samið við félagið. 1. júlí 2013 16:53 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | 8 stiga forskot í EM-fríinu Stjarnan vann þægilegan sigur á Breiðablik, 2-1, í 9. umferð Pepsi deildar kvenna í fótbolta en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Stjarnan er því komið með 27 stig á toppi deildarinnar, áttu stigum á undan næstu liðum sem eru ÍBV og Breiðablik. 1. júlí 2013 11:46 Fyrsta mark Nadiu kom ÍBV upp í annað sætið Velski framherjinn Nadia Lawrence tryggði ÍBV sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA þegar liðin mættust í Eyjum í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þetta var fyrsta mark Nadiu í Pepsi-deildinni á þessu tímabili og það kom Eyjaliðinu upp í annað sæti deildarinnar. 1. júlí 2013 19:56 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Meiðslavandræði framherja Þór/KA halda áfram Íslandsmeistarar Þór/KA hafa ekki haft meistaraheppnina með sér í sumar þegar kemur að meiðslum lykilmanna liðsins. Liðið varð fyrir enn einu áfallinu í Eyjum í kvöld þegar slóvenska landsliðskonan Mateja Zver þurfti að fara af velli eftir aðeins sex mínútna leik. 1. júlí 2013 19:10
Edda og Ólína semja við Val Valsmenn hafa heldur betur styrkt sitt lið í dag en þær Edda Garðarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir hafa samið við félagið. 1. júlí 2013 16:53
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | 8 stiga forskot í EM-fríinu Stjarnan vann þægilegan sigur á Breiðablik, 2-1, í 9. umferð Pepsi deildar kvenna í fótbolta en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Stjarnan er því komið með 27 stig á toppi deildarinnar, áttu stigum á undan næstu liðum sem eru ÍBV og Breiðablik. 1. júlí 2013 11:46
Fyrsta mark Nadiu kom ÍBV upp í annað sætið Velski framherjinn Nadia Lawrence tryggði ÍBV sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA þegar liðin mættust í Eyjum í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þetta var fyrsta mark Nadiu í Pepsi-deildinni á þessu tímabili og það kom Eyjaliðinu upp í annað sæti deildarinnar. 1. júlí 2013 19:56