Ekki einn háskóla eða spítala Haukur Arnþórsson skrifar 10. ágúst 2013 00:01 Fram hafa komið raddir um að sameina þyrfti háskóla á Íslandi í einum skóla. Hugmyndir af þessu tagi koma oftar og oftar fram og á fjölmörgum sviðum, svo sem að reka eigi bara einn spítala á landinu. Og vissulega er einhvers konar afturhvarf frá NPM (Nýskipan í ríkisrekstri, m.a. með áherslu á dreifstýringu) í gangi hér á landi, þannig að menn keppast um yfirboð sem ganga gegn lausnum þeirrar stefnu. Nú eru það stóru einingarnar sem heilla. Fylgismenn þessara sjónarmiða horfa gjarnan til Norðurlandanna og annarra nágrannaríkja og segja að einn háskóli á Íslandi yrði alls ekki stór í alþjóðlegu ljósi og einn ríkisspítali alls ekki stærri en sjúkrahús af lágmarksstærð í öðrum ríkjum. En hér með er ekki öll sagan sögð og í þessari grein er vakin athygli á sjónarmiðum sem ætti að hugleiða í þessu samhengi. Samanburður og fjölbreytni Þótt ágætt sé að koma fram með alþjóðlegan samanburð á stærð stofnana þarf að hafa fleira í huga. Einnig er mikilvægt að hafa í landinu samanburð milli tveggja aðila sem stunda á einhvern hátt sambærilegan rekstur, ef því verður við komið. Svo er t.d. á framhaldsskólastiginu. Það getur, ásamt öðru, verið svo mikilvægt að eðlilegt getur talist að stofnanir hérlendis séu smærri en víða erlendis, jafnvel þótt ekki sé um eiginlega samkeppni að ræða (en hún hefur skilgreind skilyrði), heldur einhvers konar form fákeppni. Samanburður er mikilvægur í mörgu tilliti, bæði rekstrarlega og faglega. Ef við lítum til framhaldsskólastigsins sem fyrirmyndar þá kemur vel í ljós að mismunandi áherslur og þjónusta skólanna koma mjög vel út fyrir samfélagið. Sterk staða gagnvart ríkinu Þá er óhjákvæmilegt að nefna að einn háskóli og einn spítali hefðu afar sterka stöðu gagnvart ríkinu. Slíkur aðili hefði nánast fjárkúgunaraðstöðu gagnvart opinberu valdi og við þekkjum þetta vel hér á landi, t.d. í fjarskipta- og tölvugeiranum og fleiri geirum. Óneitanlega vekja vikulegar fréttir í sjónvarpi af hörmungum Landspítalans ekki góðar hugrenningar. Ef til vill er orsök slyss eins og launahækkun forstjóra Landspítalans á sl. vetri einmitt þessi; að helstu ráðgjafar velferðarráðherra hafi verið fyrrverandi nánustu samstarfsmenn eða undirmenn forstjórans og tæplega hæfir til þess að taka ákvarðanir um launakjör hans. Það gæti verið stjórnsýslulegur fylgifiskur eins stórs aðila á málefnasviði. Sterk staða gagnvart starfsfólki Staða einnar stofnunar á málefnasviði verður mjög sterk gagnvart stéttarfélögum starfsfólks og aukin hætta verður á því að launakjör þróist ekki í samræmi við alþjóðlega þróun heldur í takt við styrkleika þessara aðila, og þá kæmi samkeppnin um starfsfólk aðeins erlendis frá. Þá verður staða einnar stofnunar gagnvart einstökum starfsmönnum með sérstaka fagþekkingu mjög sterk; þeir gætu ekki fengið atvinnu hjá neinum öðrum aðila ef yfirmönnum stofnunar mislíkar eitthvað. Þetta þekkja margir íslenskir sérfræðingar og svona var staðan hjá sumum háskólasérfræðingum meðan einn háskóli starfaði. Millistjórnsýslustig Besta formið til þess að reka fleiri en eina stofnun á hverju málefnasviði er að þróa millistjórnsýslustig sem tekur við verkefnum frá ríkinu. Þau mættu gjarnan taka mið af landshlutum og byggja mætti upp kjarna sem gætu raunverulega veitt byggðaþróuninni eitthvert viðnám. En jafnvel þótt bara væri um tvö stjórnvöld að ræða, t.d. höfuðborgarsvæðið annars vegar og landsbyggðina hins vegar, myndi skapast allt önnur aðstaða við rekstur helstu stofnana ríkisins en nú er stefnt að. Þá á ég við að háskólar, sjúkrahús og framhaldsskólar verði rekin af millistjórnsýslustigi, auk mögulega margra fleiri málaflokka. Í ljósi þess að kröfur hafa komið fram um að sveitarfélög verði afar fá væri eðlilegt að skoða millistjórnsýslustig af alvöru. Ekki virðist raunhæft að fækka sveitarfélögum frá því sem nú er, en þau þurfa að vera nálægt íbúum. Jafnvel þyrfti að fjölga þeim aftur. Lokaorð Það hefur óneitanlega vakið undrun margra að framkvæmdir við háskólasjúkrahúsið skuli ekki hafa verið stöðvaðar alveg með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar. Telja verður sennilegt að bygging eins stórs miðlægs ríkissjúkrahúss beri með sér alla þá galla sem hér eru raktir og gæti orðið erfitt að vinda ofan af slíkum stórfelldum mistökum í stjórnun heilbrigðismála. Hér er varað með almennum rökum við þeirri leið að ríkið feli einum aðila rekstur á og umsjón með heilum málefnageira og bent á að tiltölulega litlar stofnanir gætu verið nauðsynlegar og viðeigandi í litlu samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Sjá meira
Fram hafa komið raddir um að sameina þyrfti háskóla á Íslandi í einum skóla. Hugmyndir af þessu tagi koma oftar og oftar fram og á fjölmörgum sviðum, svo sem að reka eigi bara einn spítala á landinu. Og vissulega er einhvers konar afturhvarf frá NPM (Nýskipan í ríkisrekstri, m.a. með áherslu á dreifstýringu) í gangi hér á landi, þannig að menn keppast um yfirboð sem ganga gegn lausnum þeirrar stefnu. Nú eru það stóru einingarnar sem heilla. Fylgismenn þessara sjónarmiða horfa gjarnan til Norðurlandanna og annarra nágrannaríkja og segja að einn háskóli á Íslandi yrði alls ekki stór í alþjóðlegu ljósi og einn ríkisspítali alls ekki stærri en sjúkrahús af lágmarksstærð í öðrum ríkjum. En hér með er ekki öll sagan sögð og í þessari grein er vakin athygli á sjónarmiðum sem ætti að hugleiða í þessu samhengi. Samanburður og fjölbreytni Þótt ágætt sé að koma fram með alþjóðlegan samanburð á stærð stofnana þarf að hafa fleira í huga. Einnig er mikilvægt að hafa í landinu samanburð milli tveggja aðila sem stunda á einhvern hátt sambærilegan rekstur, ef því verður við komið. Svo er t.d. á framhaldsskólastiginu. Það getur, ásamt öðru, verið svo mikilvægt að eðlilegt getur talist að stofnanir hérlendis séu smærri en víða erlendis, jafnvel þótt ekki sé um eiginlega samkeppni að ræða (en hún hefur skilgreind skilyrði), heldur einhvers konar form fákeppni. Samanburður er mikilvægur í mörgu tilliti, bæði rekstrarlega og faglega. Ef við lítum til framhaldsskólastigsins sem fyrirmyndar þá kemur vel í ljós að mismunandi áherslur og þjónusta skólanna koma mjög vel út fyrir samfélagið. Sterk staða gagnvart ríkinu Þá er óhjákvæmilegt að nefna að einn háskóli og einn spítali hefðu afar sterka stöðu gagnvart ríkinu. Slíkur aðili hefði nánast fjárkúgunaraðstöðu gagnvart opinberu valdi og við þekkjum þetta vel hér á landi, t.d. í fjarskipta- og tölvugeiranum og fleiri geirum. Óneitanlega vekja vikulegar fréttir í sjónvarpi af hörmungum Landspítalans ekki góðar hugrenningar. Ef til vill er orsök slyss eins og launahækkun forstjóra Landspítalans á sl. vetri einmitt þessi; að helstu ráðgjafar velferðarráðherra hafi verið fyrrverandi nánustu samstarfsmenn eða undirmenn forstjórans og tæplega hæfir til þess að taka ákvarðanir um launakjör hans. Það gæti verið stjórnsýslulegur fylgifiskur eins stórs aðila á málefnasviði. Sterk staða gagnvart starfsfólki Staða einnar stofnunar á málefnasviði verður mjög sterk gagnvart stéttarfélögum starfsfólks og aukin hætta verður á því að launakjör þróist ekki í samræmi við alþjóðlega þróun heldur í takt við styrkleika þessara aðila, og þá kæmi samkeppnin um starfsfólk aðeins erlendis frá. Þá verður staða einnar stofnunar gagnvart einstökum starfsmönnum með sérstaka fagþekkingu mjög sterk; þeir gætu ekki fengið atvinnu hjá neinum öðrum aðila ef yfirmönnum stofnunar mislíkar eitthvað. Þetta þekkja margir íslenskir sérfræðingar og svona var staðan hjá sumum háskólasérfræðingum meðan einn háskóli starfaði. Millistjórnsýslustig Besta formið til þess að reka fleiri en eina stofnun á hverju málefnasviði er að þróa millistjórnsýslustig sem tekur við verkefnum frá ríkinu. Þau mættu gjarnan taka mið af landshlutum og byggja mætti upp kjarna sem gætu raunverulega veitt byggðaþróuninni eitthvert viðnám. En jafnvel þótt bara væri um tvö stjórnvöld að ræða, t.d. höfuðborgarsvæðið annars vegar og landsbyggðina hins vegar, myndi skapast allt önnur aðstaða við rekstur helstu stofnana ríkisins en nú er stefnt að. Þá á ég við að háskólar, sjúkrahús og framhaldsskólar verði rekin af millistjórnsýslustigi, auk mögulega margra fleiri málaflokka. Í ljósi þess að kröfur hafa komið fram um að sveitarfélög verði afar fá væri eðlilegt að skoða millistjórnsýslustig af alvöru. Ekki virðist raunhæft að fækka sveitarfélögum frá því sem nú er, en þau þurfa að vera nálægt íbúum. Jafnvel þyrfti að fjölga þeim aftur. Lokaorð Það hefur óneitanlega vakið undrun margra að framkvæmdir við háskólasjúkrahúsið skuli ekki hafa verið stöðvaðar alveg með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar. Telja verður sennilegt að bygging eins stórs miðlægs ríkissjúkrahúss beri með sér alla þá galla sem hér eru raktir og gæti orðið erfitt að vinda ofan af slíkum stórfelldum mistökum í stjórnun heilbrigðismála. Hér er varað með almennum rökum við þeirri leið að ríkið feli einum aðila rekstur á og umsjón með heilum málefnageira og bent á að tiltölulega litlar stofnanir gætu verið nauðsynlegar og viðeigandi í litlu samfélagi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun