Verkföll hjá Toyota, BMW og GM í S-Afríku Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2013 11:15 Samsetningarverksmiðja BMW í S-Afríku Það er víðar en hjá Hyundai og Kia í S-Kóreu sem verkamenn í bílasamsetningarverksmiðjum fara í verkfall þessa dagana. Í S-Afríku eru margar bílaverksmiðjur og margir af stærri bílaframleiðendum heims hafa komið sér þar fyrir. Þar eru verkamenn ekki alltof sáttir við þau laun sem þessir bílaframleiðendur eru að borga þeim fyrir að setja saman bíla þeirra. Í gær var þriðju dagurinn í röð sem verkamenn hjá verksmiðjum Toyota, BMW og GM höfðu lagt niður störf. Alls eru reyndar 30.000 verkmenn í bílaverksmiðjum sjö bílaframleiðenda í landinu í verkfalli og kostar hver verkfallsdagur þá 8,2 milljarða á dag í töpuðum tekjum. Alls eru 323.000 verkamenn í stéttarfélagi verkafólks í bíliðnaði í S-Afríku og er hann stærsti iðnaður landsins og skaffar 7% af öllum útflutningstekjum. Kröfur stéttarfélagsins hljóðar uppá 14% launahækkun nú á árinu, aukin heilbrigðisréttindi og breytingu á vinnutíma. Langt er í að þeim kröfum hafi verið mætt af viðsemjendum og því gætu verkföllinn dregist á langinn. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent
Það er víðar en hjá Hyundai og Kia í S-Kóreu sem verkamenn í bílasamsetningarverksmiðjum fara í verkfall þessa dagana. Í S-Afríku eru margar bílaverksmiðjur og margir af stærri bílaframleiðendum heims hafa komið sér þar fyrir. Þar eru verkamenn ekki alltof sáttir við þau laun sem þessir bílaframleiðendur eru að borga þeim fyrir að setja saman bíla þeirra. Í gær var þriðju dagurinn í röð sem verkamenn hjá verksmiðjum Toyota, BMW og GM höfðu lagt niður störf. Alls eru reyndar 30.000 verkmenn í bílaverksmiðjum sjö bílaframleiðenda í landinu í verkfalli og kostar hver verkfallsdagur þá 8,2 milljarða á dag í töpuðum tekjum. Alls eru 323.000 verkamenn í stéttarfélagi verkafólks í bíliðnaði í S-Afríku og er hann stærsti iðnaður landsins og skaffar 7% af öllum útflutningstekjum. Kröfur stéttarfélagsins hljóðar uppá 14% launahækkun nú á árinu, aukin heilbrigðisréttindi og breytingu á vinnutíma. Langt er í að þeim kröfum hafi verið mætt af viðsemjendum og því gætu verkföllinn dregist á langinn.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent