Frábær sigur hjá Björn í Sviss Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. september 2013 17:31 Thomas Björn hefur sigrað á 14. mótum á Evrópumótaröðinni. Myndir/Getty Images Björn með verðlaunagripinn í dag eftir góðan sigur.Mynd/Getty Images Daninn Thomas Björn sigraði á Omega European Masters mótinu sem lauk í dag í Sviss á Evrópumótaröðinni. Björn setti niður fjögurra metra pútt á fyrstu holu í bráðabana til að tryggja sér sigurinn. Hann hafði betur gegn Englendingnum Cragi Lee en báðir voru þeir jafnir á 20 höggum undir pari eftir fjóra hringi. Þetta er 14. sigurinn hjá Björn á Evrópumótaröðinni og einnig annar sigur hans í þessu móti á síðustu þremur árum. Frakkinn Victor Dubuisson varð í þriðja sæti á 19 höggum undir pari. „Þetta er góður sigur fyrir mig,“ sagði Björn að móti loknu. „Ég er búinn að leika vel í sumar en ekki náð að blanda mér í baráttuna um sigur. Ég þurfti að berjast til að koma mér í baráttuna. Ég var ekki að spila neitt sérstaklega vel í aðdraganda mótsins en ég lofaði sjálfum mér því að ég myndi ekki breyta um leikáætlun. Ég gerði það og fékk aðeins tvo skolla á 72 holum sem er gott á þessum velli. Það er frábært að hafa skilað þessum sigri í hús og sérstaklega eftir bráðabana. Ég hef átt erfitt með að höndla mikla pressu og það er aldrei meiri pressa en í bráðabana.“ Þetta er í níunda sinn á leiktíðinni sem mót ráðast í bráðabana á Evrópumótaröðinni. Björn, sem er 42 ára gamall, hefur verið besti kylfingurinn frá Skandinavíu um árabil og fer upp í áttunda sæti á tekjulista Evrópumótaraðarinnar með sigrinum.Lokastaðan í mótinu Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Björn með verðlaunagripinn í dag eftir góðan sigur.Mynd/Getty Images Daninn Thomas Björn sigraði á Omega European Masters mótinu sem lauk í dag í Sviss á Evrópumótaröðinni. Björn setti niður fjögurra metra pútt á fyrstu holu í bráðabana til að tryggja sér sigurinn. Hann hafði betur gegn Englendingnum Cragi Lee en báðir voru þeir jafnir á 20 höggum undir pari eftir fjóra hringi. Þetta er 14. sigurinn hjá Björn á Evrópumótaröðinni og einnig annar sigur hans í þessu móti á síðustu þremur árum. Frakkinn Victor Dubuisson varð í þriðja sæti á 19 höggum undir pari. „Þetta er góður sigur fyrir mig,“ sagði Björn að móti loknu. „Ég er búinn að leika vel í sumar en ekki náð að blanda mér í baráttuna um sigur. Ég þurfti að berjast til að koma mér í baráttuna. Ég var ekki að spila neitt sérstaklega vel í aðdraganda mótsins en ég lofaði sjálfum mér því að ég myndi ekki breyta um leikáætlun. Ég gerði það og fékk aðeins tvo skolla á 72 holum sem er gott á þessum velli. Það er frábært að hafa skilað þessum sigri í hús og sérstaklega eftir bráðabana. Ég hef átt erfitt með að höndla mikla pressu og það er aldrei meiri pressa en í bráðabana.“ Þetta er í níunda sinn á leiktíðinni sem mót ráðast í bráðabana á Evrópumótaröðinni. Björn, sem er 42 ára gamall, hefur verið besti kylfingurinn frá Skandinavíu um árabil og fer upp í áttunda sæti á tekjulista Evrópumótaraðarinnar með sigrinum.Lokastaðan í mótinu
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira