„Hafði alltaf á tilfinningunni að við fengjum rússneskt lið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2013 11:12 Sandra María Jessen og félagar eiga langt flug fyrir höndum. Mynd/Auðunn Níelsson „Þetta er bara klárt. Við vitum allt um þetta lið og erum farin að undirbúa okkur fyrir sextán liða úrslitin,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Jóhann Kristinn var að sjálfsögðu að slá á létta strengi þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið að loknum drættinum í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að við fengjum rússneskt lið,“ segir Jóhann Kristinn sem fylgdist eðlilega grannt með drættinum. „Ég á erfitt með að meta möguleika okkar. Maður er náttúrulega bara ósáttur við að hafa fengið þetta ferðalag,“ segir Jóhann Kristinn. Hann rifjar upp að Stjarnan hafi lent í basli á ferðalagi sínu til Rússlands í fyrra og hefði kosið styttra ferðalag. Þegar þrjú lið voru eftir í pottinum voru tvö þeirra dönsk og eitt rússneskt. Umrætt lið í nágrenni Moskvu kom upp úr hattinum.Jóhann Kristinn Gunnarsson er að ljúka sínu öðru tímabili sem þjálfari Þórs/KA.Mynd/DaníelStjarnan mætti þessu sama liði í Meistaradeildinni síðastliðið haust en beið lægri hlut í tveimur leikjum 3-1. Jóhann Kristinn sá fyrri leikinn sem fram fór í Garðabæ og lauk með markalausu jafntefli. „Þetta var hörkulið. Ég hugsaði reyndar með mér á þessum leik að Stjarnan hefði getað unnið sigur hefði liðið ekki misst mann af velli,“ segir Jóhann Kristinn. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk tvö gul spjöld í fyrri hálfleik sem minnkaði muni Garðabæjarliðsins til muna. Þór/KA spilaði í Meistaradeild Evrópu haustið 2011. Þá mætti liðið Turbine Potsdam og tapaði samanlagt 14-2. „Þetta er alltaf ævintýri sama hvernig fer,“ segir Jóhann Kristinn. Hann minnir á að nokkrir af ungum leikmönnum liðsins séu að spila leiki númer þrjú og fjögur í Meistaradeild Evrópu sem sé frábært. LdB Malmö, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Helgadóttur, mætir Lilleström. Dráttinn í heild sinni má sjá hér. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Sjá meira
„Þetta er bara klárt. Við vitum allt um þetta lið og erum farin að undirbúa okkur fyrir sextán liða úrslitin,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Jóhann Kristinn var að sjálfsögðu að slá á létta strengi þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið að loknum drættinum í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að við fengjum rússneskt lið,“ segir Jóhann Kristinn sem fylgdist eðlilega grannt með drættinum. „Ég á erfitt með að meta möguleika okkar. Maður er náttúrulega bara ósáttur við að hafa fengið þetta ferðalag,“ segir Jóhann Kristinn. Hann rifjar upp að Stjarnan hafi lent í basli á ferðalagi sínu til Rússlands í fyrra og hefði kosið styttra ferðalag. Þegar þrjú lið voru eftir í pottinum voru tvö þeirra dönsk og eitt rússneskt. Umrætt lið í nágrenni Moskvu kom upp úr hattinum.Jóhann Kristinn Gunnarsson er að ljúka sínu öðru tímabili sem þjálfari Þórs/KA.Mynd/DaníelStjarnan mætti þessu sama liði í Meistaradeildinni síðastliðið haust en beið lægri hlut í tveimur leikjum 3-1. Jóhann Kristinn sá fyrri leikinn sem fram fór í Garðabæ og lauk með markalausu jafntefli. „Þetta var hörkulið. Ég hugsaði reyndar með mér á þessum leik að Stjarnan hefði getað unnið sigur hefði liðið ekki misst mann af velli,“ segir Jóhann Kristinn. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk tvö gul spjöld í fyrri hálfleik sem minnkaði muni Garðabæjarliðsins til muna. Þór/KA spilaði í Meistaradeild Evrópu haustið 2011. Þá mætti liðið Turbine Potsdam og tapaði samanlagt 14-2. „Þetta er alltaf ævintýri sama hvernig fer,“ segir Jóhann Kristinn. Hann minnir á að nokkrir af ungum leikmönnum liðsins séu að spila leiki númer þrjú og fjögur í Meistaradeild Evrópu sem sé frábært. LdB Malmö, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Helgadóttur, mætir Lilleström. Dráttinn í heild sinni má sjá hér.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Sjá meira