16 strokka BMW sem aldrei varð Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2013 13:15 Fulltroðið vélarrými. Árið 1987 smíðuðu þeir 3 verkfræðingar BMW sem ábyrgir voru fyrir framleiðslunni á BMW 8-línunni einnig þennan 16 strokka bíl sem meiningin var að setja í framleiðslu. Bíllinn var af 7-línu gerð og þessari ógnarstóru vél var troðið undir húddið þrátt fyrir að vélin væri 30 cm lengri en í venjulegri sjöu. Það þýddi að kælikerfi hennar komst ekki fyrir í vélarrýminu og var því fyrirkomið aftan í bílnum. Á aðeins 6 mánuðum var bíllinn tilbúinn en stjórn BMW þótti bíllinn ekki nægjanlega líklegur til sölu og því var hætt við smíði hans. Verkefnið var kallað „Goldfish“ sökum þess að frumgerð hans var gulllituð e32 gerð BMW 7-línunnar. Því er sá bíll sá eini sem smíðaður var. Hann var með 6 gíra beinskiptingu og vélin skilaði 408 hestöflum, 100 hestum meira en 12 strokka sjöan, sem var framleidd á þessum tíma. Þessi hestaflatala þætti ekki svo ýkja há í dag og nást slíkar tölur í 6 strokka vélum nú. Hann var um 6 sekúndur í hundraðið. Bíllinn var fyrsti bíll BMW með loftpúða í stýrinu, svo það var fleira en ógnarstór vélin sem gerði hann sérstakan. BMW "Goldfish" Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent
Árið 1987 smíðuðu þeir 3 verkfræðingar BMW sem ábyrgir voru fyrir framleiðslunni á BMW 8-línunni einnig þennan 16 strokka bíl sem meiningin var að setja í framleiðslu. Bíllinn var af 7-línu gerð og þessari ógnarstóru vél var troðið undir húddið þrátt fyrir að vélin væri 30 cm lengri en í venjulegri sjöu. Það þýddi að kælikerfi hennar komst ekki fyrir í vélarrýminu og var því fyrirkomið aftan í bílnum. Á aðeins 6 mánuðum var bíllinn tilbúinn en stjórn BMW þótti bíllinn ekki nægjanlega líklegur til sölu og því var hætt við smíði hans. Verkefnið var kallað „Goldfish“ sökum þess að frumgerð hans var gulllituð e32 gerð BMW 7-línunnar. Því er sá bíll sá eini sem smíðaður var. Hann var með 6 gíra beinskiptingu og vélin skilaði 408 hestöflum, 100 hestum meira en 12 strokka sjöan, sem var framleidd á þessum tíma. Þessi hestaflatala þætti ekki svo ýkja há í dag og nást slíkar tölur í 6 strokka vélum nú. Hann var um 6 sekúndur í hundraðið. Bíllinn var fyrsti bíll BMW með loftpúða í stýrinu, svo það var fleira en ógnarstór vélin sem gerði hann sérstakan. BMW "Goldfish"
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent