Vettel hræðir líftóruna úr farþegum Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2013 11:15 Mörgu fólki finnst afar óþægilegt að sitja í bíl sem ekið er á ógnarhraða. Svo er spurningin hvernig því líður ef það sett í bíl með tveimur af allra bestu Formúlu 1 ökumönnum heims akandi venjulegum bílum. Það fékk einmitt þetta fólk sem hér sést að reyna. Aksturinn var partur af leik sem skóframleiðandinn Geox efndi til. Hver þeirra sem sat við hlið ökumannanna Vettel og Buemi frá Red Bull Formúluliðinu hafði unnið 20 skópör frá framleiðandanum, en í hvert skipti sem það rak upp öskur í ökuferðinni með aksturbrjálæðingunum misstu þau eitt skópar. Sumir enda uppi skólausir, en einn vinningshafanna náði því að reka aldrei upp ramakvein og er því 20 skópörum ríkari. Það er alveg þess virði að kíkja á þá skelfingu sem grípur flesta farþega hjá ökuþórunum lunknu. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent
Mörgu fólki finnst afar óþægilegt að sitja í bíl sem ekið er á ógnarhraða. Svo er spurningin hvernig því líður ef það sett í bíl með tveimur af allra bestu Formúlu 1 ökumönnum heims akandi venjulegum bílum. Það fékk einmitt þetta fólk sem hér sést að reyna. Aksturinn var partur af leik sem skóframleiðandinn Geox efndi til. Hver þeirra sem sat við hlið ökumannanna Vettel og Buemi frá Red Bull Formúluliðinu hafði unnið 20 skópör frá framleiðandanum, en í hvert skipti sem það rak upp öskur í ökuferðinni með aksturbrjálæðingunum misstu þau eitt skópar. Sumir enda uppi skólausir, en einn vinningshafanna náði því að reka aldrei upp ramakvein og er því 20 skópörum ríkari. Það er alveg þess virði að kíkja á þá skelfingu sem grípur flesta farþega hjá ökuþórunum lunknu.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent