Aron Einar: Ég var kominn með svima á tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2013 22:23 Aron Einar Gunnarsson fagnar í leikslok. Mynd/Valli Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, fór fyrir íslenska liðinu í 2-1 sigri á Albönum á Laugardalsvellinum í kvöld en með þessum sigri komst liðið upp í annað sætið í riðlinum. "Þetta er ólýsanleg tilfinning. Ég er stoltur af strákunum og fyrir Íslands hönd. Þetta var æðislegur sigur og það er klassi að fá að vera partur af þessu liði," sagði Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið lenti undir eftir níu mínútna leik en kom enn á ný til baka og landaði þremur gríðarlega mikilvægum stigum "Karakterinn í liðinu er á sínum stað og við vinnum gífurlega mikið í þessum leik. Við erum að hlaupa mikið og ég var kominn með svima á tímabili. Sem betur fer erum við með flinka leikmenn sem geta haldið boltanum og leyft okkur hinum að anda á meðan," sagði Aron Einar í léttum tón. Hann var mjög ánægður með leik íslenska liðsins í fyrri hálfleik en liðið gaf síðan aðeins eftir þegar leið á leikinn. "Fyrri hálfleikurinn var flottur og þá vorum við velspilandi. Við héldum boltanum ekki nógu vel í seinni hálfleiknum. Þeir fengu samt ekki mörg færi og við áttum þennan sigur skilinn," sagði Aron Einar. Hann segir liðið hafa bætt sig mikið frá því á móti Sviss. "Við verjumst betur sem lið í þessum leik en út í Sviss. Við vorum að passa upp á hvern annan. Þetta var flottur baráttusigur þar sem menn voru að hlaupa úr sér lungun," sagði Aron Einar. "Ég var orðinn svolítið þreyttur á tímabili enda missti ég af nær öllu undirbúningstímabilinu. Það var svolítið erfitt fyrir mig að spila tvo leiki á stuttum tíma en ég er að komast í leikform og er sáttur með minn leik," sagði Aron. Íslenska liðið er nú í frábærri stöðu í riðlinum en hvernig lítur landsliðsfyrirliðinn á framhaldið? "Þetta er ekki búið því það eru tveir leikir eftir á móti Kýpur heima og Noregi úti. Við sögðum það fyrir þennan leik að allir þessir þrír leikir værui úrslitaleikir fyrir okkur. Við erum komnir upp í annað sætið í riðlinum og ætlum að halda því," sagði Aron Einar. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, fór fyrir íslenska liðinu í 2-1 sigri á Albönum á Laugardalsvellinum í kvöld en með þessum sigri komst liðið upp í annað sætið í riðlinum. "Þetta er ólýsanleg tilfinning. Ég er stoltur af strákunum og fyrir Íslands hönd. Þetta var æðislegur sigur og það er klassi að fá að vera partur af þessu liði," sagði Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið lenti undir eftir níu mínútna leik en kom enn á ný til baka og landaði þremur gríðarlega mikilvægum stigum "Karakterinn í liðinu er á sínum stað og við vinnum gífurlega mikið í þessum leik. Við erum að hlaupa mikið og ég var kominn með svima á tímabili. Sem betur fer erum við með flinka leikmenn sem geta haldið boltanum og leyft okkur hinum að anda á meðan," sagði Aron Einar í léttum tón. Hann var mjög ánægður með leik íslenska liðsins í fyrri hálfleik en liðið gaf síðan aðeins eftir þegar leið á leikinn. "Fyrri hálfleikurinn var flottur og þá vorum við velspilandi. Við héldum boltanum ekki nógu vel í seinni hálfleiknum. Þeir fengu samt ekki mörg færi og við áttum þennan sigur skilinn," sagði Aron Einar. Hann segir liðið hafa bætt sig mikið frá því á móti Sviss. "Við verjumst betur sem lið í þessum leik en út í Sviss. Við vorum að passa upp á hvern annan. Þetta var flottur baráttusigur þar sem menn voru að hlaupa úr sér lungun," sagði Aron Einar. "Ég var orðinn svolítið þreyttur á tímabili enda missti ég af nær öllu undirbúningstímabilinu. Það var svolítið erfitt fyrir mig að spila tvo leiki á stuttum tíma en ég er að komast í leikform og er sáttur með minn leik," sagði Aron. Íslenska liðið er nú í frábærri stöðu í riðlinum en hvernig lítur landsliðsfyrirliðinn á framhaldið? "Þetta er ekki búið því það eru tveir leikir eftir á móti Kýpur heima og Noregi úti. Við sögðum það fyrir þennan leik að allir þessir þrír leikir værui úrslitaleikir fyrir okkur. Við erum komnir upp í annað sætið í riðlinum og ætlum að halda því," sagði Aron Einar.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti