Freyr: Óþolandi að geta ekki kvatt Kötu betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 21:39 Freyr klórar sér í hausnum á hliðarlínunni. mynd/daníel Freyr Alexandersson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið átti aldrei möguleika eftir að liðið lenti undir strax á 9. mínútu. „Þetta var erfitt. Hápressan gekk vel hjá þeim og við náðum ekki að leysa það og það er eitthvað sem við þurfum að æfa okkur í. Ég reyndi að bregðast við eins og hægt var en við náðum ekki að leysa þessa pressu næginlega vel. Það var erfitt að spila í bleytunni og þær fjórar fremstu hjá þeim eru mjög fljótar. Við þurftum að leita í langa bolta og við viljum það ekki," sagði Freyr og íslenska liðið þarf að hans mati að læra það að spila sig í gegnum slíka hápressu. „Við þurfum að styrkja okkar leik í stuttu spili til þess að verða betra lið. Langir boltar eru ekki að gera mikið fyrir okkur. Ég hálf vorkenndi fremstu mönnum okkar því þetta var rosalega erfitt fyrir þær. Það voru samt allar að leggja sig fram og ætluðu virkilega að reyna að koma sér inn í leikinn. Þær voru betri en við í dag," sagði Freyr. „Það er nóg eftir og Sviss munu misstíga sig. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að okkur. Næst er Serbía og við förum þangað og tökum þrjú stig. Mér finnst ekki tímabært að fara að ráðast á það sem þarf að laga núna strax eftir minn fyrsta leik. Ég þarf meiri tíma í að gera upp leikinn og sjá hvar við gerðum misstök. Svo get ég lofað því að við leggjum okkur öll fram í að bæta okkar leik," sagði Freyr. „Það er svekkjandi að þær séu komnar með sex stig á meðan við erum með núll stig. Við ætluðum ekki að tapa leik hérna á heimavelli og það er alveg klárt. Það þýðir samt ekki að dvelja við þetta því þetta er búið og við þurfum bara að halda vel á okkar spilum og bæta okkar leik og gera betur," sagði Freyr. Katrín Jónsdóttir lék sinn 133. og síðasta landsleik í kvöld. Íslensku stelpurnar náðu ekki að kveðja fyrirliða sinn með sigri. „Það er óþolandi að geta ekki kvatt Kötu betur og ég er virkilega svekktur með það. Við finnum eitthvað jákvætt í þessu. Nú bara kveðjum við gömlu en ég er mjög svekktur að hafa ekki kvatt hana með sigri í dag," sagði Freyr. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í 5. gír í seinni Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Sjá meira
Freyr Alexandersson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið átti aldrei möguleika eftir að liðið lenti undir strax á 9. mínútu. „Þetta var erfitt. Hápressan gekk vel hjá þeim og við náðum ekki að leysa það og það er eitthvað sem við þurfum að æfa okkur í. Ég reyndi að bregðast við eins og hægt var en við náðum ekki að leysa þessa pressu næginlega vel. Það var erfitt að spila í bleytunni og þær fjórar fremstu hjá þeim eru mjög fljótar. Við þurftum að leita í langa bolta og við viljum það ekki," sagði Freyr og íslenska liðið þarf að hans mati að læra það að spila sig í gegnum slíka hápressu. „Við þurfum að styrkja okkar leik í stuttu spili til þess að verða betra lið. Langir boltar eru ekki að gera mikið fyrir okkur. Ég hálf vorkenndi fremstu mönnum okkar því þetta var rosalega erfitt fyrir þær. Það voru samt allar að leggja sig fram og ætluðu virkilega að reyna að koma sér inn í leikinn. Þær voru betri en við í dag," sagði Freyr. „Það er nóg eftir og Sviss munu misstíga sig. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að okkur. Næst er Serbía og við förum þangað og tökum þrjú stig. Mér finnst ekki tímabært að fara að ráðast á það sem þarf að laga núna strax eftir minn fyrsta leik. Ég þarf meiri tíma í að gera upp leikinn og sjá hvar við gerðum misstök. Svo get ég lofað því að við leggjum okkur öll fram í að bæta okkar leik," sagði Freyr. „Það er svekkjandi að þær séu komnar með sex stig á meðan við erum með núll stig. Við ætluðum ekki að tapa leik hérna á heimavelli og það er alveg klárt. Það þýðir samt ekki að dvelja við þetta því þetta er búið og við þurfum bara að halda vel á okkar spilum og bæta okkar leik og gera betur," sagði Freyr. Katrín Jónsdóttir lék sinn 133. og síðasta landsleik í kvöld. Íslensku stelpurnar náðu ekki að kveðja fyrirliða sinn með sigri. „Það er óþolandi að geta ekki kvatt Kötu betur og ég er virkilega svekktur með það. Við finnum eitthvað jákvætt í þessu. Nú bara kveðjum við gömlu en ég er mjög svekktur að hafa ekki kvatt hana með sigri í dag," sagði Freyr.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í 5. gír í seinni Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Sjá meira