Higgs og Englert fá Nóbelsverðlaun í eðlisfræði Þorgils Jónsson skrifar 8. október 2013 11:14 Tilkynnt var í dag að þeir Peter Higgs og Francois Englert hljóti Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár. NordicPhotos/AFP Peter Higgs og Francois Englert hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár, en valnefnd sænsku vísindaakademíunnar tilkynnti um valið nú fyrir stundu. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að vísindamennirnir tveir hljóti verðlaunin fyrir rannsóknir sem auki skilning á uppruna massa öreinda. Bretinn Higgs er best þekktur fyrir skrif sín frá sjöunda áratugunum þar sem hann spáði fyrir um að ný öreind, oftast kölluð Higgs-bóseindin, eða Guðeindin, myndi uppgötvast. Englert, sem er Belgi, setti fram svipaðar kenningar á sama tíma. Í fyrrasumar staðfestu vísindamenn, eftir rannsóknir í öreindahraðli Cern í Sviss, að þeir hefðu fundið merki um tilvist Higgs-bóseindarinnar og sannaði þar með kenningar tvímenninganna. Sú uppgötvun var talin marka mikinn áfanga í skilningi okkar á eðli alheimsins. Þeir skipta með sér verðlaunafé sem nemur um 150 milljónum íslenskra króna. Athygli vakti að tilkynningunni var frestað um klukkustund þar sem valnefndin var enn að störfum. Slíkt hefur ekki tíðkast, en akademían gaf enga skýringu á töfunum. Nóbelsverðlaun Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Peter Higgs og Francois Englert hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár, en valnefnd sænsku vísindaakademíunnar tilkynnti um valið nú fyrir stundu. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að vísindamennirnir tveir hljóti verðlaunin fyrir rannsóknir sem auki skilning á uppruna massa öreinda. Bretinn Higgs er best þekktur fyrir skrif sín frá sjöunda áratugunum þar sem hann spáði fyrir um að ný öreind, oftast kölluð Higgs-bóseindin, eða Guðeindin, myndi uppgötvast. Englert, sem er Belgi, setti fram svipaðar kenningar á sama tíma. Í fyrrasumar staðfestu vísindamenn, eftir rannsóknir í öreindahraðli Cern í Sviss, að þeir hefðu fundið merki um tilvist Higgs-bóseindarinnar og sannaði þar með kenningar tvímenninganna. Sú uppgötvun var talin marka mikinn áfanga í skilningi okkar á eðli alheimsins. Þeir skipta með sér verðlaunafé sem nemur um 150 milljónum íslenskra króna. Athygli vakti að tilkynningunni var frestað um klukkustund þar sem valnefndin var enn að störfum. Slíkt hefur ekki tíðkast, en akademían gaf enga skýringu á töfunum.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira