Honda CR-V leiðir sölu jepplinga í BNA Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2013 15:15 Honda CR-V Þrátt fyrir að Ford Escape hafi selst best jepplinga í Bandaríkjunum í september hefur Honda CR-V selst meira á árinu þar. Ekki munar þar miklu, en Honda CR-V hefur selst í 229.082 eintökum en Ford Escape í 228.290 eintökum. Í þriðja sætinu er Chevrolet Equinox með 185.420 selda bíla og Toyota RAV4 með 160.242. Í flokki millistærðarfólksbíla er sem fyrr Toyota Camry söluhæsti bíllinn með 318.990 bíla, Honda Accord með 282.102 og Nissan Altima 249.518. Það er ekki fyrr en í fjórða sætinu sem Amerískt merki kemst á blað, en Ford Mondeo, sem heitir reyndar Fusion þar vestra, hefur selst í 226.293 eintökum og Chevrolet Malibu hefur selst í 154.950 eintökum. Eftir þeim koma svo Kórebílarnir Hyundai Sonata og Kia Optima með 152.702 og 124.056 bíla. Í flokki minni fólksbíla trónir Honda Civic efst með 253.561 seldan bíl, Toyota Corolla með 223.547, Chevrolet Cruze með 195.775, Hyundai Elantra með 194.593 og Ford Focus með 188.654. Sala bíla í Bandaríkjunum hefur verið í hæstu hæðum allt árið og stefnir heildarsalan í 16 milljón bíla. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent
Þrátt fyrir að Ford Escape hafi selst best jepplinga í Bandaríkjunum í september hefur Honda CR-V selst meira á árinu þar. Ekki munar þar miklu, en Honda CR-V hefur selst í 229.082 eintökum en Ford Escape í 228.290 eintökum. Í þriðja sætinu er Chevrolet Equinox með 185.420 selda bíla og Toyota RAV4 með 160.242. Í flokki millistærðarfólksbíla er sem fyrr Toyota Camry söluhæsti bíllinn með 318.990 bíla, Honda Accord með 282.102 og Nissan Altima 249.518. Það er ekki fyrr en í fjórða sætinu sem Amerískt merki kemst á blað, en Ford Mondeo, sem heitir reyndar Fusion þar vestra, hefur selst í 226.293 eintökum og Chevrolet Malibu hefur selst í 154.950 eintökum. Eftir þeim koma svo Kórebílarnir Hyundai Sonata og Kia Optima með 152.702 og 124.056 bíla. Í flokki minni fólksbíla trónir Honda Civic efst með 253.561 seldan bíl, Toyota Corolla með 223.547, Chevrolet Cruze með 195.775, Hyundai Elantra með 194.593 og Ford Focus með 188.654. Sala bíla í Bandaríkjunum hefur verið í hæstu hæðum allt árið og stefnir heildarsalan í 16 milljón bíla.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent