Samúel: Stóðum ekki undir nafni í fyrri hálfleik Sigmar Sigfússon skrifar 19. október 2013 16:19 Samúel Ívar í leik með Haukum. „Fyrri hálfleikur var ömurlegur hjá okkur en þetta hefði getað farið enn verr,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, eftir skelfilegt tap gegn ÍBV, 28-37, í Olís-deild karla í dag. HK-ingar töpuðu leiknum í fyrri hálfleik þar sem liðið fékk 24 mörk á sig en skoruðu aðeins 12. „Það eru ákveðnir hlutir sem við þurfum að vinna í og svo erum við að spila með leikmenn sem eru enn að jafna sig vegna meiðsla. Við vitum það að hver leikur er barátta og brekka. Við stóðum svo sannarlega ekki undir nafni í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var miklu betri.“ HK-ingar spiluðu betur í seinni hálfleik en munurinn var of mikill á liðunum í dag og heimamenn áttu aldrei möguleika í leiknum. „Ég hef allavega gaman af því að það eru leikmenn í hópnum sem hafa ekki gaman af því að láta hreinsa sig út úr leiknum. Þeir sem spiluðu seinni hálfleikinn, allir með tölu, spiluðu vel og voru að leggja sig fram,“ sagði Samúel en hann leyfði minni spámönnum að spreyta sig í seinni hálfleik. „Að sama skapi voru Eyjamenn farnir að róa sig aðeins niður þar sem leikurinn kláraðist í fyrri hálfleik. Þeir veittu ekki eins mikla mótspyrnu á þeim kafla en ég ætla samt ekkert að taka af mínum mönnum.“ „Menn eru fljótir að missa haus ef þeir líta á töfluna en mér fannst strákarnir taka þeirri áskorun ágætlega. Þeir mættu í seinni hálfleikinn og héldu áfram að vinna í þeim hlutum sem við erum að reyna að gera.“ „Þessi byrjun er ekki farin að leggjast á strákana að mínu mati. Ef til vill eru þeir örlítið meira hikandi en þeir voru í haust þegar þeir höfðu aðeins meiri trú á sér. Það er ljóst að þegar þú tapar fjórum leikjum í röð að þá spilar það alltaf aðeins inn í. En ég er ekki að sjá einhverja uppgjöf og eintómt volæði. Menn þurfa bara að halda áfram að berjast. Það besta við svona leiki er að strákarnir læra mikið og setja í reynslubankann,“ sagði Samúel, staðráðinn að snúa við gengi sinna manna, að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
„Fyrri hálfleikur var ömurlegur hjá okkur en þetta hefði getað farið enn verr,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, eftir skelfilegt tap gegn ÍBV, 28-37, í Olís-deild karla í dag. HK-ingar töpuðu leiknum í fyrri hálfleik þar sem liðið fékk 24 mörk á sig en skoruðu aðeins 12. „Það eru ákveðnir hlutir sem við þurfum að vinna í og svo erum við að spila með leikmenn sem eru enn að jafna sig vegna meiðsla. Við vitum það að hver leikur er barátta og brekka. Við stóðum svo sannarlega ekki undir nafni í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var miklu betri.“ HK-ingar spiluðu betur í seinni hálfleik en munurinn var of mikill á liðunum í dag og heimamenn áttu aldrei möguleika í leiknum. „Ég hef allavega gaman af því að það eru leikmenn í hópnum sem hafa ekki gaman af því að láta hreinsa sig út úr leiknum. Þeir sem spiluðu seinni hálfleikinn, allir með tölu, spiluðu vel og voru að leggja sig fram,“ sagði Samúel en hann leyfði minni spámönnum að spreyta sig í seinni hálfleik. „Að sama skapi voru Eyjamenn farnir að róa sig aðeins niður þar sem leikurinn kláraðist í fyrri hálfleik. Þeir veittu ekki eins mikla mótspyrnu á þeim kafla en ég ætla samt ekkert að taka af mínum mönnum.“ „Menn eru fljótir að missa haus ef þeir líta á töfluna en mér fannst strákarnir taka þeirri áskorun ágætlega. Þeir mættu í seinni hálfleikinn og héldu áfram að vinna í þeim hlutum sem við erum að reyna að gera.“ „Þessi byrjun er ekki farin að leggjast á strákana að mínu mati. Ef til vill eru þeir örlítið meira hikandi en þeir voru í haust þegar þeir höfðu aðeins meiri trú á sér. Það er ljóst að þegar þú tapar fjórum leikjum í röð að þá spilar það alltaf aðeins inn í. En ég er ekki að sjá einhverja uppgjöf og eintómt volæði. Menn þurfa bara að halda áfram að berjast. Það besta við svona leiki er að strákarnir læra mikið og setja í reynslubankann,“ sagði Samúel, staðráðinn að snúa við gengi sinna manna, að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn