Lögreglan í LA vill rafmagnsmótorhjól Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2013 11:45 Rafmagnsmótorhjól frá Brammo og Zero Motorcycles. Fyrst voru það hlunkar frá Harley Davidsons, svo nettari en betri BMW hjól og nú skal það vera rafmagnsmótorhjól. Mótorhjólaeignin hjá lögreglunni í Los Angeles gæti breyst hressilega á næstunni, en lögreglan þar er að prófa tvær gerðir slíkra hjóla. Eru hjólin frá framleiðendunum Brammo og Zero Motorcycles. Rafmagnsmótorhjól hafa bæði kosti og gall fyrir lögregluna. Þau eru ódýrari í rekstri, endast betur og bila minna, en drægni þeirra gæti ollið vandræðum í lengri ferðum. Einnig gæti það talist kostur að á þeim má fara mjög hljóðlega og það er sannarlega stundum ástæða til þess fyrir lögregluna. Einn kosturinn enn er sá að þau kosta minna en núverandi hjól. Brammo hjól kosta 25.000 dollara en Zero hjólin 18.000. Bæði Harley og BMW hjólin kosta hinsvegar 35.000 dollara, svo kostnaðurinn gæti lækkað um helming. Prófanir á hjólunum standa nú yfir og engin ákvörðun hefur verið tekin, en viljinn er greinilega fyrir hendi. Það tekur 7 klst að fullhlaða hjólin, en stöðug skýrslugerð og tíð kyrrsetning hjólanna gefur kost á því að hlaða hjólin hvenær sólarhringsins sem er. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent
Fyrst voru það hlunkar frá Harley Davidsons, svo nettari en betri BMW hjól og nú skal það vera rafmagnsmótorhjól. Mótorhjólaeignin hjá lögreglunni í Los Angeles gæti breyst hressilega á næstunni, en lögreglan þar er að prófa tvær gerðir slíkra hjóla. Eru hjólin frá framleiðendunum Brammo og Zero Motorcycles. Rafmagnsmótorhjól hafa bæði kosti og gall fyrir lögregluna. Þau eru ódýrari í rekstri, endast betur og bila minna, en drægni þeirra gæti ollið vandræðum í lengri ferðum. Einnig gæti það talist kostur að á þeim má fara mjög hljóðlega og það er sannarlega stundum ástæða til þess fyrir lögregluna. Einn kosturinn enn er sá að þau kosta minna en núverandi hjól. Brammo hjól kosta 25.000 dollara en Zero hjólin 18.000. Bæði Harley og BMW hjólin kosta hinsvegar 35.000 dollara, svo kostnaðurinn gæti lækkað um helming. Prófanir á hjólunum standa nú yfir og engin ákvörðun hefur verið tekin, en viljinn er greinilega fyrir hendi. Það tekur 7 klst að fullhlaða hjólin, en stöðug skýrslugerð og tíð kyrrsetning hjólanna gefur kost á því að hlaða hjólin hvenær sólarhringsins sem er.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent