Sögulok Holden skúffubílsins Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2013 13:26 Hjá andfætlingum okkar í Ástralíu hefur Holden bílaframleiðandinn framleitt Holden Commodore skúffubílinn í 65 ár, en nú er komið að leiðarlokum. Holden, sem er í eigu General Motors, getur ekki lengur réttlætt þróun nýrrar kynslóðar þessa bíls þar sem sala hans hefur látið mikið undan síga á síðustu árum fyrir bílum eins og Toyota Hilux og ódýrum skúffubílum sem framleiddir eru í Tælandi. Holden hefur gegnum árin átt stóran hluta bílamarkaðarins í Ástralíu, en á nú einungis 10% hans, sem er lægsta hlutfall innlendrar framleiðslu frá árinu 1957. Sala Holden Commodore skúffubílsins hefur minnkað um 31% í ár frá því í fyrra. Framleiðslu núverandi kynslóða Holden skúffubílsins verður ekki hætt fyrr en í enda ársins 2016, svo aðdáendur hans hafa enn tíma til að tryggja sér eintak áður en sölunni verður endanlega hætt. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent
Hjá andfætlingum okkar í Ástralíu hefur Holden bílaframleiðandinn framleitt Holden Commodore skúffubílinn í 65 ár, en nú er komið að leiðarlokum. Holden, sem er í eigu General Motors, getur ekki lengur réttlætt þróun nýrrar kynslóðar þessa bíls þar sem sala hans hefur látið mikið undan síga á síðustu árum fyrir bílum eins og Toyota Hilux og ódýrum skúffubílum sem framleiddir eru í Tælandi. Holden hefur gegnum árin átt stóran hluta bílamarkaðarins í Ástralíu, en á nú einungis 10% hans, sem er lægsta hlutfall innlendrar framleiðslu frá árinu 1957. Sala Holden Commodore skúffubílsins hefur minnkað um 31% í ár frá því í fyrra. Framleiðslu núverandi kynslóða Holden skúffubílsins verður ekki hætt fyrr en í enda ársins 2016, svo aðdáendur hans hafa enn tíma til að tryggja sér eintak áður en sölunni verður endanlega hætt.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent