Zlatan Ibrahimovic með fernu - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2013 18:30 Zlatan Ibrahimovic. Mynd/AP Zlatan Ibrahimovic skoraði fjögur mörk þegar Paris Saint-Germain hélt sigurgöngu sinni áfram með 5-0 útisigri á Anderlecht í Meistaradeildinni í kvöld en þrjú markanna komu í fyrri hálfleiknum. Bayern München vann einnig stórsigur og er með fullt hús í sínum riðli alveg eins og franska liðið. Bayern München og Paris Saint-Germain virðast hreinlega vera algjör yfirburðarlið í sínum riðlum. Bæjarar eru með 9 stig og markatöluna 11-1 eftir þrjá leiki í D-riðli og PSG er með 9 stig og markatöluna 12-1 eftir þrjá leiki í C-riðli. Zlatan Ibrahimovic varð þar með ellefti leikmaðurinn til að skora fernu í Meistaradeildinni en hann hefur nú skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni. Franck Ribéry skoraði fyrsta mark Bayern úr vítaspyrnu og bætti síðan öðru við í seinni hálfleik eftir að David Alaba hafði skorað í millitíðinni. Bastian Schweinsteiger skoraði síðan fjórða markið eftir rúmlega klukkutíma leik og Mario Götze innsiglaði 5-0 sigur undir lokin. Bayer Leverkusen tók annað sætið í A-riðlinum af Shakhtar Donetsk eftir öruggan 4-0 sigur á Úkraínumönnunum í Þýskalandi í kvöld. Stefan Kiessling skoraði tvö mörk fyrir Leverkusen í leiknum. Það gengur ekki vel hjá Íslendingaliðunum í Meistaradeildinni. Ajax er nánast úr leik eftir tap á móti Celtic í gær og í kvöld tapaði danska liðið FCK frá Kaupmannahöfn 3-1 á móti Galatasaray í Tyrklandi. Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 2-1 sigri á Juventus í B-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld og er þar með kominn með sjö mörk í þremur fyrstu leikjunum í keppninni í ár.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni:A-riðillManchester United - Real Sociedad 1-0 1-0 Sjálfsmark (2.)Bayer 04 Leverkusen - Shakhtar Donetsk 4-0 1-0 Stefan Kiessling (22.), 2-0 Simon Rolfes (50.), 3-0 Sidney Sam (57.), 4-0 Stefan Kiessling (72.)B-riðillGalatasaray - FC København 3-1 1-0 Felipe Melo (9.), 2-0 Wesley Sneijder (38.), 3-0 Didier Drogba (45.+1), 3-1 Claudemir (88.)Real Madrid - Juventus 2-1 1-0 Cristiano Ronaldo (4.), 1-1 Fernando Llorente (22.), 2-1 Cristiano Ronaldo, víti (28.)C-riðillAnderlecht - Paris Saint-Germain 0-5 0-1 Zlatan Ibrahimovic (17.), 0-2 Zlatan Ibrahimovic (22.), 0-3 Zlatan Ibrahimovic (36.), 0-4 Édinson Cavani (52.), 0-5 Zlatan Ibrahimović (62.)Benfica - Olympiakos 1-1 0-1 Alejandro Domínguez (29.), 1-1 Óscar Cardozo (84.)D-riðillCSKA Moskva - Manchester City 1-2 1-0 Zoran Tosic (32.), 1-1 Sergio Agüero (34.), 1-2 Sergio Agüero (42.)Bayern München - Viktoria Plzen 5-0 1-0 Franck Ribéry, víti (25.), 2-0 David Alaba (37.), 3-0 Franck Ribéry (61.), 4-0 Bastian Schweinsteiger (64.), 5-0 Mario Götze (90.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic skoraði fjögur mörk þegar Paris Saint-Germain hélt sigurgöngu sinni áfram með 5-0 útisigri á Anderlecht í Meistaradeildinni í kvöld en þrjú markanna komu í fyrri hálfleiknum. Bayern München vann einnig stórsigur og er með fullt hús í sínum riðli alveg eins og franska liðið. Bayern München og Paris Saint-Germain virðast hreinlega vera algjör yfirburðarlið í sínum riðlum. Bæjarar eru með 9 stig og markatöluna 11-1 eftir þrjá leiki í D-riðli og PSG er með 9 stig og markatöluna 12-1 eftir þrjá leiki í C-riðli. Zlatan Ibrahimovic varð þar með ellefti leikmaðurinn til að skora fernu í Meistaradeildinni en hann hefur nú skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni. Franck Ribéry skoraði fyrsta mark Bayern úr vítaspyrnu og bætti síðan öðru við í seinni hálfleik eftir að David Alaba hafði skorað í millitíðinni. Bastian Schweinsteiger skoraði síðan fjórða markið eftir rúmlega klukkutíma leik og Mario Götze innsiglaði 5-0 sigur undir lokin. Bayer Leverkusen tók annað sætið í A-riðlinum af Shakhtar Donetsk eftir öruggan 4-0 sigur á Úkraínumönnunum í Þýskalandi í kvöld. Stefan Kiessling skoraði tvö mörk fyrir Leverkusen í leiknum. Það gengur ekki vel hjá Íslendingaliðunum í Meistaradeildinni. Ajax er nánast úr leik eftir tap á móti Celtic í gær og í kvöld tapaði danska liðið FCK frá Kaupmannahöfn 3-1 á móti Galatasaray í Tyrklandi. Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 2-1 sigri á Juventus í B-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld og er þar með kominn með sjö mörk í þremur fyrstu leikjunum í keppninni í ár.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni:A-riðillManchester United - Real Sociedad 1-0 1-0 Sjálfsmark (2.)Bayer 04 Leverkusen - Shakhtar Donetsk 4-0 1-0 Stefan Kiessling (22.), 2-0 Simon Rolfes (50.), 3-0 Sidney Sam (57.), 4-0 Stefan Kiessling (72.)B-riðillGalatasaray - FC København 3-1 1-0 Felipe Melo (9.), 2-0 Wesley Sneijder (38.), 3-0 Didier Drogba (45.+1), 3-1 Claudemir (88.)Real Madrid - Juventus 2-1 1-0 Cristiano Ronaldo (4.), 1-1 Fernando Llorente (22.), 2-1 Cristiano Ronaldo, víti (28.)C-riðillAnderlecht - Paris Saint-Germain 0-5 0-1 Zlatan Ibrahimovic (17.), 0-2 Zlatan Ibrahimovic (22.), 0-3 Zlatan Ibrahimovic (36.), 0-4 Édinson Cavani (52.), 0-5 Zlatan Ibrahimović (62.)Benfica - Olympiakos 1-1 0-1 Alejandro Domínguez (29.), 1-1 Óscar Cardozo (84.)D-riðillCSKA Moskva - Manchester City 1-2 1-0 Zoran Tosic (32.), 1-1 Sergio Agüero (34.), 1-2 Sergio Agüero (42.)Bayern München - Viktoria Plzen 5-0 1-0 Franck Ribéry, víti (25.), 2-0 David Alaba (37.), 3-0 Franck Ribéry (61.), 4-0 Bastian Schweinsteiger (64.), 5-0 Mario Götze (90.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira