Zlatan Ibrahimovic með fernu - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2013 18:30 Zlatan Ibrahimovic. Mynd/AP Zlatan Ibrahimovic skoraði fjögur mörk þegar Paris Saint-Germain hélt sigurgöngu sinni áfram með 5-0 útisigri á Anderlecht í Meistaradeildinni í kvöld en þrjú markanna komu í fyrri hálfleiknum. Bayern München vann einnig stórsigur og er með fullt hús í sínum riðli alveg eins og franska liðið. Bayern München og Paris Saint-Germain virðast hreinlega vera algjör yfirburðarlið í sínum riðlum. Bæjarar eru með 9 stig og markatöluna 11-1 eftir þrjá leiki í D-riðli og PSG er með 9 stig og markatöluna 12-1 eftir þrjá leiki í C-riðli. Zlatan Ibrahimovic varð þar með ellefti leikmaðurinn til að skora fernu í Meistaradeildinni en hann hefur nú skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni. Franck Ribéry skoraði fyrsta mark Bayern úr vítaspyrnu og bætti síðan öðru við í seinni hálfleik eftir að David Alaba hafði skorað í millitíðinni. Bastian Schweinsteiger skoraði síðan fjórða markið eftir rúmlega klukkutíma leik og Mario Götze innsiglaði 5-0 sigur undir lokin. Bayer Leverkusen tók annað sætið í A-riðlinum af Shakhtar Donetsk eftir öruggan 4-0 sigur á Úkraínumönnunum í Þýskalandi í kvöld. Stefan Kiessling skoraði tvö mörk fyrir Leverkusen í leiknum. Það gengur ekki vel hjá Íslendingaliðunum í Meistaradeildinni. Ajax er nánast úr leik eftir tap á móti Celtic í gær og í kvöld tapaði danska liðið FCK frá Kaupmannahöfn 3-1 á móti Galatasaray í Tyrklandi. Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 2-1 sigri á Juventus í B-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld og er þar með kominn með sjö mörk í þremur fyrstu leikjunum í keppninni í ár.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni:A-riðillManchester United - Real Sociedad 1-0 1-0 Sjálfsmark (2.)Bayer 04 Leverkusen - Shakhtar Donetsk 4-0 1-0 Stefan Kiessling (22.), 2-0 Simon Rolfes (50.), 3-0 Sidney Sam (57.), 4-0 Stefan Kiessling (72.)B-riðillGalatasaray - FC København 3-1 1-0 Felipe Melo (9.), 2-0 Wesley Sneijder (38.), 3-0 Didier Drogba (45.+1), 3-1 Claudemir (88.)Real Madrid - Juventus 2-1 1-0 Cristiano Ronaldo (4.), 1-1 Fernando Llorente (22.), 2-1 Cristiano Ronaldo, víti (28.)C-riðillAnderlecht - Paris Saint-Germain 0-5 0-1 Zlatan Ibrahimovic (17.), 0-2 Zlatan Ibrahimovic (22.), 0-3 Zlatan Ibrahimovic (36.), 0-4 Édinson Cavani (52.), 0-5 Zlatan Ibrahimović (62.)Benfica - Olympiakos 1-1 0-1 Alejandro Domínguez (29.), 1-1 Óscar Cardozo (84.)D-riðillCSKA Moskva - Manchester City 1-2 1-0 Zoran Tosic (32.), 1-1 Sergio Agüero (34.), 1-2 Sergio Agüero (42.)Bayern München - Viktoria Plzen 5-0 1-0 Franck Ribéry, víti (25.), 2-0 David Alaba (37.), 3-0 Franck Ribéry (61.), 4-0 Bastian Schweinsteiger (64.), 5-0 Mario Götze (90.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic skoraði fjögur mörk þegar Paris Saint-Germain hélt sigurgöngu sinni áfram með 5-0 útisigri á Anderlecht í Meistaradeildinni í kvöld en þrjú markanna komu í fyrri hálfleiknum. Bayern München vann einnig stórsigur og er með fullt hús í sínum riðli alveg eins og franska liðið. Bayern München og Paris Saint-Germain virðast hreinlega vera algjör yfirburðarlið í sínum riðlum. Bæjarar eru með 9 stig og markatöluna 11-1 eftir þrjá leiki í D-riðli og PSG er með 9 stig og markatöluna 12-1 eftir þrjá leiki í C-riðli. Zlatan Ibrahimovic varð þar með ellefti leikmaðurinn til að skora fernu í Meistaradeildinni en hann hefur nú skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni. Franck Ribéry skoraði fyrsta mark Bayern úr vítaspyrnu og bætti síðan öðru við í seinni hálfleik eftir að David Alaba hafði skorað í millitíðinni. Bastian Schweinsteiger skoraði síðan fjórða markið eftir rúmlega klukkutíma leik og Mario Götze innsiglaði 5-0 sigur undir lokin. Bayer Leverkusen tók annað sætið í A-riðlinum af Shakhtar Donetsk eftir öruggan 4-0 sigur á Úkraínumönnunum í Þýskalandi í kvöld. Stefan Kiessling skoraði tvö mörk fyrir Leverkusen í leiknum. Það gengur ekki vel hjá Íslendingaliðunum í Meistaradeildinni. Ajax er nánast úr leik eftir tap á móti Celtic í gær og í kvöld tapaði danska liðið FCK frá Kaupmannahöfn 3-1 á móti Galatasaray í Tyrklandi. Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 2-1 sigri á Juventus í B-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld og er þar með kominn með sjö mörk í þremur fyrstu leikjunum í keppninni í ár.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni:A-riðillManchester United - Real Sociedad 1-0 1-0 Sjálfsmark (2.)Bayer 04 Leverkusen - Shakhtar Donetsk 4-0 1-0 Stefan Kiessling (22.), 2-0 Simon Rolfes (50.), 3-0 Sidney Sam (57.), 4-0 Stefan Kiessling (72.)B-riðillGalatasaray - FC København 3-1 1-0 Felipe Melo (9.), 2-0 Wesley Sneijder (38.), 3-0 Didier Drogba (45.+1), 3-1 Claudemir (88.)Real Madrid - Juventus 2-1 1-0 Cristiano Ronaldo (4.), 1-1 Fernando Llorente (22.), 2-1 Cristiano Ronaldo, víti (28.)C-riðillAnderlecht - Paris Saint-Germain 0-5 0-1 Zlatan Ibrahimovic (17.), 0-2 Zlatan Ibrahimovic (22.), 0-3 Zlatan Ibrahimovic (36.), 0-4 Édinson Cavani (52.), 0-5 Zlatan Ibrahimović (62.)Benfica - Olympiakos 1-1 0-1 Alejandro Domínguez (29.), 1-1 Óscar Cardozo (84.)D-riðillCSKA Moskva - Manchester City 1-2 1-0 Zoran Tosic (32.), 1-1 Sergio Agüero (34.), 1-2 Sergio Agüero (42.)Bayern München - Viktoria Plzen 5-0 1-0 Franck Ribéry, víti (25.), 2-0 David Alaba (37.), 3-0 Franck Ribéry (61.), 4-0 Bastian Schweinsteiger (64.), 5-0 Mario Götze (90.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti