Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 19-24 | Valur á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. október 2013 09:37 Mynd/Daníel Valur komst á topp Olísdeild kvenna með góðum sigri á Íslandsmeisturum Fram í kvöld. Valskonur eru enn taplausar á tímabilinu. Eftir jafnan fyrri hálfleik dró í sundur með liðunum, þar sem þaulreyndir leikmenn Vals reyndust númeri of stórir á lokasprettinum. Eftir vandræðagang í upphafi leiks hjá Fram náðu þær bláklæddu að koma sér almennilega af stað eftir að hafa lent 6-2 undir. Góður kafli þar sem Fram skoraði sex mörk í röð hafði mikið að segja og var jafnræði með liðunum það sem eftir lifði af fyrri hálfleik. Innkoma Hildar Sverrisdóttur í mark Fram hafði mikið að segja en hin sextán ára Ragnheiður Júlíusdóttir fór mikinn í sókninni og þessi stórefnilega skytta skoraði hvert markið á fætur öðru. Valsmenn fóru vel yfir sín mál í hálfleik og sigu fram úr í síðari hálfleik, hægt og rólega. Ragnheiður og Sigurbjörg Jóhannsdóttir sáu nánast einar um sóknarleik Fram og eftir því sem leið á hálfleikinn fór þreytan að segja meira til sín. Ekki skrýtið enda tók Ragnheiður 25 skot í leiknum. Kristín, Anna Úrsúla og Hrafnhildur búa yfir mikilli reynslu og reyndust öflugar fyrir Valsliðið í kvöld. Óvæntari var innkoma Sigríðar Ólafsdóttur í mark Vals en eftir að hún kom inn á varði hún 58 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig og átti sannkallaðan stórleik. Fram saknaði þeirra Ástu Birnu Gunnarsdóttur og Steinunnar Björnsdóttur en báðar eiga við meiðsli að stríða. Ungar og efnilegar stúlkur leystu þær af hólmi en í kvöld reyndist lið Vals einfaldlega númeri of stórt fyrir þær.Mynd/VilhelmStefán: Við getum betur Stefán Arnarson, þjálfari Vals, lofaði ungt lið Fram eftir sigur sinna manna í Safamýrinni. „Þetta var ekki nægilega góður leikur af okkar hálfu. Lið Fram, sem er ungt og efnilegt, spilaði mjög vel en við eigum að geta betur. Í stöðunni 8-4 hefðum við átt að vera mun agaðri og við hefðum átt að klára þennan leik mun fyrr en við gerðum,“ sagði Stefán. „Í seinni hálfleik fórum við svo að spila mun betri vörn og mættum þeirra skyttum. Þá varð þetta mun erfiðara fyrir þær, sérstaklega þegar við fengum nokkur hraðaupphlaup.“ „En heilt yfir getum við betur. Ég vil þó ekki taka neitt af Fram, sem er mjög ungt og efnilegt lið. Þær hafa ekki sömu breidd og við og maður sá að þær voru orðnar þreyttar.“Mynd/DaníelHalldór Jóhann: 15 mínútna kafli fór með leikinn „Við getum verið ánægð með baráttuna en við vissum auðvitað fyrirfram að til að vinna Val þarf að leggja sig 100 prósent fram í 60 mínútur. En það kom 15 mínútna kafli í okkar leik sem ég var ósáttur við og það var í raun það sem fór með leikinn hjá okkur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, eftir fimm marka tap gegn Val í kvöld. „Það tala allir um að við erum með ungt og efnilegt lið. En við ætlumst til mikils af okkur og við vilju meira. Við sættum okkur ekki við að tapa fyrir bestu liðunum með bara nokkrum mörkum því við teljum okkur vera eitt af bestu liðunum.“ Halldór Jóhann neitar því ekki að meiðsli lykilmanna hafa sett strik í reikninginn. Það sást best á því að fáir leikmenn skoruðu fyrir Fram í kvöld og hin unga Ragnheiður Júlíusdóttir tók alls 25 skot í leiknum. „Hún er sextán ára gömul og mikið efni. En það þarf að leiðbeina henni í réttan farveg og það tekur tíma. En það er frábært að vera með svona efni í höndunum og geta unnið með það. En ég hefði viljað sjá meira koma frá ákveðnum leikmönnum á ákveðnum köflum.“Mynd/DaníelHrafnhildur: Öruggt í seinni hálfleik Hrafnhildur Ósk Skúladóttir segir að leikurinn hefði þróast á þann hátt sem hún bjóst við fyrirfram. „Þær eru sprækar og fljótar. Við vissum að við fengjum engin auðveld mörk hér í kvöld,“ segir hún. „Þær náðu að koma sér inn í leikinn eftir góða byrjun hjá okkur en svo var þetta frekar öruggt í seinni hálfleik. Meiðslin hjá þeim hafa sitt að segja og við erum með góða breidd. Það hafði áhrif.“ Hún segir að liðið hafi hætt að spila sem lið á slæma kaflanum í fyrri hálfleik. „Við vorum að spila sem einstaklingar þá og vorum óskynsamar. Þá fer þetta yfirleitt svona hjá okkur.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Sjá meira
Valur komst á topp Olísdeild kvenna með góðum sigri á Íslandsmeisturum Fram í kvöld. Valskonur eru enn taplausar á tímabilinu. Eftir jafnan fyrri hálfleik dró í sundur með liðunum, þar sem þaulreyndir leikmenn Vals reyndust númeri of stórir á lokasprettinum. Eftir vandræðagang í upphafi leiks hjá Fram náðu þær bláklæddu að koma sér almennilega af stað eftir að hafa lent 6-2 undir. Góður kafli þar sem Fram skoraði sex mörk í röð hafði mikið að segja og var jafnræði með liðunum það sem eftir lifði af fyrri hálfleik. Innkoma Hildar Sverrisdóttur í mark Fram hafði mikið að segja en hin sextán ára Ragnheiður Júlíusdóttir fór mikinn í sókninni og þessi stórefnilega skytta skoraði hvert markið á fætur öðru. Valsmenn fóru vel yfir sín mál í hálfleik og sigu fram úr í síðari hálfleik, hægt og rólega. Ragnheiður og Sigurbjörg Jóhannsdóttir sáu nánast einar um sóknarleik Fram og eftir því sem leið á hálfleikinn fór þreytan að segja meira til sín. Ekki skrýtið enda tók Ragnheiður 25 skot í leiknum. Kristín, Anna Úrsúla og Hrafnhildur búa yfir mikilli reynslu og reyndust öflugar fyrir Valsliðið í kvöld. Óvæntari var innkoma Sigríðar Ólafsdóttur í mark Vals en eftir að hún kom inn á varði hún 58 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig og átti sannkallaðan stórleik. Fram saknaði þeirra Ástu Birnu Gunnarsdóttur og Steinunnar Björnsdóttur en báðar eiga við meiðsli að stríða. Ungar og efnilegar stúlkur leystu þær af hólmi en í kvöld reyndist lið Vals einfaldlega númeri of stórt fyrir þær.Mynd/VilhelmStefán: Við getum betur Stefán Arnarson, þjálfari Vals, lofaði ungt lið Fram eftir sigur sinna manna í Safamýrinni. „Þetta var ekki nægilega góður leikur af okkar hálfu. Lið Fram, sem er ungt og efnilegt, spilaði mjög vel en við eigum að geta betur. Í stöðunni 8-4 hefðum við átt að vera mun agaðri og við hefðum átt að klára þennan leik mun fyrr en við gerðum,“ sagði Stefán. „Í seinni hálfleik fórum við svo að spila mun betri vörn og mættum þeirra skyttum. Þá varð þetta mun erfiðara fyrir þær, sérstaklega þegar við fengum nokkur hraðaupphlaup.“ „En heilt yfir getum við betur. Ég vil þó ekki taka neitt af Fram, sem er mjög ungt og efnilegt lið. Þær hafa ekki sömu breidd og við og maður sá að þær voru orðnar þreyttar.“Mynd/DaníelHalldór Jóhann: 15 mínútna kafli fór með leikinn „Við getum verið ánægð með baráttuna en við vissum auðvitað fyrirfram að til að vinna Val þarf að leggja sig 100 prósent fram í 60 mínútur. En það kom 15 mínútna kafli í okkar leik sem ég var ósáttur við og það var í raun það sem fór með leikinn hjá okkur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, eftir fimm marka tap gegn Val í kvöld. „Það tala allir um að við erum með ungt og efnilegt lið. En við ætlumst til mikils af okkur og við vilju meira. Við sættum okkur ekki við að tapa fyrir bestu liðunum með bara nokkrum mörkum því við teljum okkur vera eitt af bestu liðunum.“ Halldór Jóhann neitar því ekki að meiðsli lykilmanna hafa sett strik í reikninginn. Það sást best á því að fáir leikmenn skoruðu fyrir Fram í kvöld og hin unga Ragnheiður Júlíusdóttir tók alls 25 skot í leiknum. „Hún er sextán ára gömul og mikið efni. En það þarf að leiðbeina henni í réttan farveg og það tekur tíma. En það er frábært að vera með svona efni í höndunum og geta unnið með það. En ég hefði viljað sjá meira koma frá ákveðnum leikmönnum á ákveðnum köflum.“Mynd/DaníelHrafnhildur: Öruggt í seinni hálfleik Hrafnhildur Ósk Skúladóttir segir að leikurinn hefði þróast á þann hátt sem hún bjóst við fyrirfram. „Þær eru sprækar og fljótar. Við vissum að við fengjum engin auðveld mörk hér í kvöld,“ segir hún. „Þær náðu að koma sér inn í leikinn eftir góða byrjun hjá okkur en svo var þetta frekar öruggt í seinni hálfleik. Meiðslin hjá þeim hafa sitt að segja og við erum með góða breidd. Það hafði áhrif.“ Hún segir að liðið hafi hætt að spila sem lið á slæma kaflanum í fyrri hálfleik. „Við vorum að spila sem einstaklingar þá og vorum óskynsamar. Þá fer þetta yfirleitt svona hjá okkur.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita