Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Akureyri 23-17 | Auðvelt hjá FH Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 7. nóvember 2013 09:50 mynd/stefán FH vann öruggan sigur á Akureyri 23-17 í Olís deild karla í handbolta í kvöld á heimavelli sínum. FH var þremur mörkum yfir í hálfleik 9-6. FH var alltaf á undan í leiknum og kom slakur leikur liðsins í fyrri hálfleik í veg fyrir að liðið væri búið að gera út um leikinn eftir 30 mínútur. Sóknarleikur Akureyri var í molum og þó varnarleikur gestanna hafi verið þokkalegur fóru FH-ingar illa með mörg dauðafæri. Sú spenna sem enn var á lífi í hálfleik dó drottni sínum strax í upphafi seinni hálfleiks. FH skoraði fimm fyrstu mörkin og gerðu í raun út um leikinn því Akureyri hafði enga burði til að vinna upp átta marka forskot á skömmum tíma. Enginn taktur var í sóknarleik Akureyrar og liðið einfaldlega slakt á sama tíma og FH gekk á lagið í seinni hálfleik. FH-ingar slökuðu á klónni er leið á seinni hálfleik en aldrei nóg til að þess að leikurinn yrði spennandi. Einar Andri: Fengum meiri hraða og ákefð í sóknina„Þessi leikur fær enga verðlaunabolta viðurkenningu en þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að ná í tvö stig á heimvelli og við gerðum það. Við höfum unnið alla heimaleikina okkar í vetur og þokkalega sannfærandi allt. Við erum ánægðir með það,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH. „Varnarleikurinn var frábær og markvarslan. Við erum að skapa okkur góðar stöður í mörgum leikjum til að gera betur og skora fleiri mörk en að einhverjum ástæðum höfum við ekki verið að slútta vel í dauðafærum og hraðaupphlaupum. Við ætlum að spila góða vörn þangað til það smellur. „Við lékum ekki vel sóknarlega í fyrri hálfleik og þeir ekki heldur þannig að mér fannst við ekki eiga meira skilið. Mér fannst við eiga töluvert inni. Við vildum fá meiri hraða í okkar sóknarleik og keyra af meiri ákefð og fara í sénsana sem voru í boði. „Við náðum þokkalegasta takti í þetta og náum að skora 14 mörk í seinni hálfleik. Við breyttum engu sem við vorum að gera. Þeir voru með ákveðnar varnarútfærslu í 6-0 vörninni sem náði að aðeins að trufla okkur en við náðum að stilla okkur af og láta boltann ganga aðeins lengur og svo fengum við nokkur góð hraðaupphlaup,“ sagði Einar Andri. FH skoraði 8 mörk úr hraðaupphlaupum á móti 3 hjá Akureyri og má segja að hraðaupphlaupin hafi skilið á milli því Akureyri tapaði ófáum boltum þegar liðið reyndi að keyra hratt. „Við héldum alltaf áfram og spiluðum á öllum mannskapnum þannig að við höfðum alltaf orku til að keyra,“ sagði Einar Andri. Bjarni: Hraðaupphlaupin ráða úrslitum„Sóknarleikurinn var ekki góður en það var sama með FH. Sóknarleikurinn þeirra var mjög lélegur. Deildin er bara orðin þannig að við erum búin að spila við sömu liðin 100 sinnum og það eru allir búnir að greina alla í drasl og það vita allir hvað allir eru að gera og þetta verður því svolítið erfitt. Þá ráða hraðaupphlaupin úrslitum,“ sagði Bjarni Fritzson sem var markahæsti leikmaður Akureyri í leiknum. „Enn einn leikinn eru það hraðaupphlaup sem ráða úrslitum. Þeir mynda alltaf þetta gat sem því að nýta tvö, þrjú hraðaupphlaup. Þá stækkar munurinn. Á meðan við sýndum ekki neitt. „Það er hræðilegt hvað við gerum mikið af barna mistökum. Það er óþolandi,“ sagði Bjarni um fjölda tapaða bolta hjá Akureyri. „Við þurfum að fókusa á sjálfa okkur og reyna að verða betri. Við erum að spila á móti virkilega góðum andstæðing í dag og náum að standa vörnina vel en það er þessi gæðamunur að ná að refsa fyrir mistök andstæðings. „Þegar við áttum möguleika á að gera eitthvað þá erum við með fjórar sendingar fram sem eru tapaðar. Það er næstum því munurinn,“ sagði Bjarni. Íslenski handboltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Fleiri fréttir Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Sjá meira
FH vann öruggan sigur á Akureyri 23-17 í Olís deild karla í handbolta í kvöld á heimavelli sínum. FH var þremur mörkum yfir í hálfleik 9-6. FH var alltaf á undan í leiknum og kom slakur leikur liðsins í fyrri hálfleik í veg fyrir að liðið væri búið að gera út um leikinn eftir 30 mínútur. Sóknarleikur Akureyri var í molum og þó varnarleikur gestanna hafi verið þokkalegur fóru FH-ingar illa með mörg dauðafæri. Sú spenna sem enn var á lífi í hálfleik dó drottni sínum strax í upphafi seinni hálfleiks. FH skoraði fimm fyrstu mörkin og gerðu í raun út um leikinn því Akureyri hafði enga burði til að vinna upp átta marka forskot á skömmum tíma. Enginn taktur var í sóknarleik Akureyrar og liðið einfaldlega slakt á sama tíma og FH gekk á lagið í seinni hálfleik. FH-ingar slökuðu á klónni er leið á seinni hálfleik en aldrei nóg til að þess að leikurinn yrði spennandi. Einar Andri: Fengum meiri hraða og ákefð í sóknina„Þessi leikur fær enga verðlaunabolta viðurkenningu en þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að ná í tvö stig á heimvelli og við gerðum það. Við höfum unnið alla heimaleikina okkar í vetur og þokkalega sannfærandi allt. Við erum ánægðir með það,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH. „Varnarleikurinn var frábær og markvarslan. Við erum að skapa okkur góðar stöður í mörgum leikjum til að gera betur og skora fleiri mörk en að einhverjum ástæðum höfum við ekki verið að slútta vel í dauðafærum og hraðaupphlaupum. Við ætlum að spila góða vörn þangað til það smellur. „Við lékum ekki vel sóknarlega í fyrri hálfleik og þeir ekki heldur þannig að mér fannst við ekki eiga meira skilið. Mér fannst við eiga töluvert inni. Við vildum fá meiri hraða í okkar sóknarleik og keyra af meiri ákefð og fara í sénsana sem voru í boði. „Við náðum þokkalegasta takti í þetta og náum að skora 14 mörk í seinni hálfleik. Við breyttum engu sem við vorum að gera. Þeir voru með ákveðnar varnarútfærslu í 6-0 vörninni sem náði að aðeins að trufla okkur en við náðum að stilla okkur af og láta boltann ganga aðeins lengur og svo fengum við nokkur góð hraðaupphlaup,“ sagði Einar Andri. FH skoraði 8 mörk úr hraðaupphlaupum á móti 3 hjá Akureyri og má segja að hraðaupphlaupin hafi skilið á milli því Akureyri tapaði ófáum boltum þegar liðið reyndi að keyra hratt. „Við héldum alltaf áfram og spiluðum á öllum mannskapnum þannig að við höfðum alltaf orku til að keyra,“ sagði Einar Andri. Bjarni: Hraðaupphlaupin ráða úrslitum„Sóknarleikurinn var ekki góður en það var sama með FH. Sóknarleikurinn þeirra var mjög lélegur. Deildin er bara orðin þannig að við erum búin að spila við sömu liðin 100 sinnum og það eru allir búnir að greina alla í drasl og það vita allir hvað allir eru að gera og þetta verður því svolítið erfitt. Þá ráða hraðaupphlaupin úrslitum,“ sagði Bjarni Fritzson sem var markahæsti leikmaður Akureyri í leiknum. „Enn einn leikinn eru það hraðaupphlaup sem ráða úrslitum. Þeir mynda alltaf þetta gat sem því að nýta tvö, þrjú hraðaupphlaup. Þá stækkar munurinn. Á meðan við sýndum ekki neitt. „Það er hræðilegt hvað við gerum mikið af barna mistökum. Það er óþolandi,“ sagði Bjarni um fjölda tapaða bolta hjá Akureyri. „Við þurfum að fókusa á sjálfa okkur og reyna að verða betri. Við erum að spila á móti virkilega góðum andstæðing í dag og náum að standa vörnina vel en það er þessi gæðamunur að ná að refsa fyrir mistök andstæðings. „Þegar við áttum möguleika á að gera eitthvað þá erum við með fjórar sendingar fram sem eru tapaðar. Það er næstum því munurinn,“ sagði Bjarni.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Fleiri fréttir Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti