Ford Escape innkallaður í sjöunda sinn Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2013 11:45 Ford Escape árgerð 2013. Líklega á jepplingurinn Ford Escape metið er kemur að innköllunum vegna bilana, en í vikunni voru allir Escape bílar af árgerð 2013 innkallaðir vegna eldhættu. Er innköllunin sú sjöunda á Escape bílum og fimm þeirra eru vegna eldhættu. Ford innkallar þá vegna þess að eldsneytisleiðslur í sumum þeirra voru ekki rétt lagðar og í öðrum vegna yfirhitnunar í vél . Þessar bilanir hafa orsakað bruna í 13 bílum fram að þessu og Ford því ekki stætt á öðru en innkalla bílana til viðgerða. Bilanirnar hafa þó ekki orðið til slysa. Ford Escape er næst söluhæsti bíll Ford í Bandaríkjunum á eftir F-150 pallbílnum. Sala Escape hefur vaxið þar um 14% á þessu ári og alls hafa 250.543 bílar selst fram að lokum október. Innkallanir á bílnum hafa ekki enn orðið til að minnka sölu á honum. Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent
Líklega á jepplingurinn Ford Escape metið er kemur að innköllunum vegna bilana, en í vikunni voru allir Escape bílar af árgerð 2013 innkallaðir vegna eldhættu. Er innköllunin sú sjöunda á Escape bílum og fimm þeirra eru vegna eldhættu. Ford innkallar þá vegna þess að eldsneytisleiðslur í sumum þeirra voru ekki rétt lagðar og í öðrum vegna yfirhitnunar í vél . Þessar bilanir hafa orsakað bruna í 13 bílum fram að þessu og Ford því ekki stætt á öðru en innkalla bílana til viðgerða. Bilanirnar hafa þó ekki orðið til slysa. Ford Escape er næst söluhæsti bíll Ford í Bandaríkjunum á eftir F-150 pallbílnum. Sala Escape hefur vaxið þar um 14% á þessu ári og alls hafa 250.543 bílar selst fram að lokum október. Innkallanir á bílnum hafa ekki enn orðið til að minnka sölu á honum.
Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent