Næsti Subaru Outback? Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2013 08:30 Einn af vinsælli bílum Subaru í hartnær 20 ár er Outback langbakurinn. Subaru Outback hefur selst mjög vel í Bandaríkjunum allt frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1994. Því kemur það ef til vill ekki á óvart að sá bíll sem sýnist vera ný gerð hans er greinilega hannaður fyrir markaðinn þar. Þessi bíll hefur reyndar fengið nafnið Levorg og var kynntur á bílasýningunni í Tokyo sem nú stendur yfir. Hann er að sögn Subaru tilraunabíll, en virðist engu að síður tilbúinn í framleiðslu. Velja má um tvær gerðir véla í bílnum, 1,6 lítra forþjöppudrifna boxer vél sem er 168 hestöfl og svo geysiöfluga 2,0 lítra boxer vél, einnig með forþjöppu, sem skilar einum 296 hestöflum. Þar fer sannarlega kraftaköggull. Í núverandi Subaru Outback er hægt að fá 3,6 lítra 6 strokka vél sem er 256 hestöfl og því er undarlegt að 2,0 lítra nýja vélin sé 40 hestöflum aflmeiri, með nær helmingi minna sprengirými. Þessi vél verður einnig í boði í Subaru Forester XT. Ekki er að efa að þessar tvær nýju vélar eyða minna en þær sem þær leysa af hólmi. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent
Einn af vinsælli bílum Subaru í hartnær 20 ár er Outback langbakurinn. Subaru Outback hefur selst mjög vel í Bandaríkjunum allt frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1994. Því kemur það ef til vill ekki á óvart að sá bíll sem sýnist vera ný gerð hans er greinilega hannaður fyrir markaðinn þar. Þessi bíll hefur reyndar fengið nafnið Levorg og var kynntur á bílasýningunni í Tokyo sem nú stendur yfir. Hann er að sögn Subaru tilraunabíll, en virðist engu að síður tilbúinn í framleiðslu. Velja má um tvær gerðir véla í bílnum, 1,6 lítra forþjöppudrifna boxer vél sem er 168 hestöfl og svo geysiöfluga 2,0 lítra boxer vél, einnig með forþjöppu, sem skilar einum 296 hestöflum. Þar fer sannarlega kraftaköggull. Í núverandi Subaru Outback er hægt að fá 3,6 lítra 6 strokka vél sem er 256 hestöfl og því er undarlegt að 2,0 lítra nýja vélin sé 40 hestöflum aflmeiri, með nær helmingi minna sprengirými. Þessi vél verður einnig í boði í Subaru Forester XT. Ekki er að efa að þessar tvær nýju vélar eyða minna en þær sem þær leysa af hólmi.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent