Berglind Gígja og Lúðvík Már eru blakfólk ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2013 17:41 Berglind Gígja Jónsdóttir og Lúðvík Már Matthíasson. Mynd/Blaksamband Íslands Stjórn Blaksambands Íslands hefur valið þau Berglindi Gígju Jónsdóttur og Lúðvík Má Matthíasson blakfólk ársins 2013 en þau koma bæði úr HK. Lúðvík Már Matthíasson er sautján ára gamall en hann er leikmaður með Íslands-, deildar- og Bikarmeisturum HK í Kópavogi. Á árinu lék Lúðvík Már með þremur landsliðum þar á meðal með A landsliði Íslands sem lék í undankeppni fyrir HM í Halmstad í Svíþjóð og á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Lúðvík spilaði með félaga sínum Theódóri Óskari Þorvaldssyni í fyrsta U19 ára landsliðinu í strandblaki sem keppti í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna í Nanjing en mótið var haldið í Berlín í ágúst. Í framhaldinu hélt liðið svo á NEVZA mót í Drammen í Noregi og enduðu þeir félagar í 5. sæti. Lúðvík var burðarás í U19 ára landsliðinu í blaki þegar liðið hafnaði í 5. sæti NEVZA mótsins í IKAST í Danmörku í október en 6 þjóðir tóku þátt. Auk þess að vinna allt sem í boði á síðustu leiktíð með liði sínu HK náði hann og félagi hans, Theódór, að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fullorðinsflokki í strandblaki. Auk þess urðu þeir félagar Íslandsmeistarar í flokki U21 og flokki U17. Berglind Gígja Jónsdóttir er 18 ára gömul og leikmaður með bikarmeistaraliði HK í Kópavogi. Á árinu lék hún með þremur landsliðum. Berglind Gígja lék með A landsliði Íslands sem tók þátt í fyrsta sinn í undankeppni fyrir HM í blaki en mótið fór fram í Daugavpils í Lettlandi. Þá tók hún einnig þátt með A landsliðinu í Smáþjóðaleikunum í sumar. Berglind spilaði með Elísabetu Einarsdóttur í dönsku úrvalsdeildinni í strandblaki í sumar og náðu þær ágætum árangri. Þær léku fyrir hönd Íslands í NEVZA móti í Drammen í Noregi í ágúst og hömpuðu þar NEVZA meistaratitli í flokki U19. Var þetta í fyrsta sinn sem íslenskt strandblaklið vinnur gullverðlaun í alþjóðlegu móti. Berglind var burðarás í U19 ára landsliði Íslands í blaki þegar liðið varð í 5. sæti í NEVZA móti í IKAST í Danmörku í október. Auk þess að verða bikarmeistari með liði HK í blaki varð Berglind Gígja Íslandsmeistari í strandblaki fullorðinna með Elísabetu Einarsdóttur en þetta var annað árið í röð sem þær hampa þessum titli. Þá unnu þær einnig Íslandsmeistaratitilinn í flokki U21. Íþróttir Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Sjá meira
Stjórn Blaksambands Íslands hefur valið þau Berglindi Gígju Jónsdóttur og Lúðvík Má Matthíasson blakfólk ársins 2013 en þau koma bæði úr HK. Lúðvík Már Matthíasson er sautján ára gamall en hann er leikmaður með Íslands-, deildar- og Bikarmeisturum HK í Kópavogi. Á árinu lék Lúðvík Már með þremur landsliðum þar á meðal með A landsliði Íslands sem lék í undankeppni fyrir HM í Halmstad í Svíþjóð og á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Lúðvík spilaði með félaga sínum Theódóri Óskari Þorvaldssyni í fyrsta U19 ára landsliðinu í strandblaki sem keppti í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna í Nanjing en mótið var haldið í Berlín í ágúst. Í framhaldinu hélt liðið svo á NEVZA mót í Drammen í Noregi og enduðu þeir félagar í 5. sæti. Lúðvík var burðarás í U19 ára landsliðinu í blaki þegar liðið hafnaði í 5. sæti NEVZA mótsins í IKAST í Danmörku í október en 6 þjóðir tóku þátt. Auk þess að vinna allt sem í boði á síðustu leiktíð með liði sínu HK náði hann og félagi hans, Theódór, að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fullorðinsflokki í strandblaki. Auk þess urðu þeir félagar Íslandsmeistarar í flokki U21 og flokki U17. Berglind Gígja Jónsdóttir er 18 ára gömul og leikmaður með bikarmeistaraliði HK í Kópavogi. Á árinu lék hún með þremur landsliðum. Berglind Gígja lék með A landsliði Íslands sem tók þátt í fyrsta sinn í undankeppni fyrir HM í blaki en mótið fór fram í Daugavpils í Lettlandi. Þá tók hún einnig þátt með A landsliðinu í Smáþjóðaleikunum í sumar. Berglind spilaði með Elísabetu Einarsdóttur í dönsku úrvalsdeildinni í strandblaki í sumar og náðu þær ágætum árangri. Þær léku fyrir hönd Íslands í NEVZA móti í Drammen í Noregi í ágúst og hömpuðu þar NEVZA meistaratitli í flokki U19. Var þetta í fyrsta sinn sem íslenskt strandblaklið vinnur gullverðlaun í alþjóðlegu móti. Berglind var burðarás í U19 ára landsliði Íslands í blaki þegar liðið varð í 5. sæti í NEVZA móti í IKAST í Danmörku í október. Auk þess að verða bikarmeistari með liði HK í blaki varð Berglind Gígja Íslandsmeistari í strandblaki fullorðinna með Elísabetu Einarsdóttur en þetta var annað árið í röð sem þær hampa þessum titli. Þá unnu þær einnig Íslandsmeistaratitilinn í flokki U21.
Íþróttir Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Sjá meira