Manning bætti enn eitt metið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2013 14:30 Manning var brosmildur á hliðarlínunni í gær. Mynd/AP Peyton Manning og lið hans, Denver Broncos, átti sögulegt tímabil í NFL-deildinni bandarísku þetta árið. Manning, sem er 37 ára gamall, var þegar búinn að gefa fleiri sendingar fyrir snertimörkum á einu tímabili en nokkur annar leikmaður í sögu deildarinnar fyrir lokaleik Denver í deildakeppni NFL í gær. Manning bætti við þremur snertimörkum í gær og stendur metið því í 55 snertimörkssendingum. Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, átti gamla metið en hann gaf 50 snertimarkssendingar árið 2007. Manning sló svo annað met í leik Denver gegn Oakland Raiders í gær. Hann komst í alls 5477 jarda fyrir sendingar sínar þetta tímabilið og bætti þar með tveggja ára gamalt met Drew Brees, leikstjórnanda New Orleans Saints, um einn jarda. Manning náði þessum síðasta jarda með stuttri snertimarkssendingu á Demaryius Thomas í lok fyrri hálfleiks. Manning var hvíldur eftir þetta og kom ekkert meira við sögu. Denver bætti einnig met með 34-14 sigri í leiknum en liðið skoraði alls 606 stig í deildakeppninni. Áðurnefnt Patriots lið frá árinu 2007 átti gamla metið en það var 589 stig. Denver vann alls þrettán af sextán leikjum sínum þetta tímabilið og situr hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina. Denver náði besta árangri allra liða í AFC-deildinni og þykir einna líklegast til að fara alla leið í úrslitaleikinn, Super Bowl, sem fer fram í New York í byrjun febrúar. NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Sjá meira
Peyton Manning og lið hans, Denver Broncos, átti sögulegt tímabil í NFL-deildinni bandarísku þetta árið. Manning, sem er 37 ára gamall, var þegar búinn að gefa fleiri sendingar fyrir snertimörkum á einu tímabili en nokkur annar leikmaður í sögu deildarinnar fyrir lokaleik Denver í deildakeppni NFL í gær. Manning bætti við þremur snertimörkum í gær og stendur metið því í 55 snertimörkssendingum. Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, átti gamla metið en hann gaf 50 snertimarkssendingar árið 2007. Manning sló svo annað met í leik Denver gegn Oakland Raiders í gær. Hann komst í alls 5477 jarda fyrir sendingar sínar þetta tímabilið og bætti þar með tveggja ára gamalt met Drew Brees, leikstjórnanda New Orleans Saints, um einn jarda. Manning náði þessum síðasta jarda með stuttri snertimarkssendingu á Demaryius Thomas í lok fyrri hálfleiks. Manning var hvíldur eftir þetta og kom ekkert meira við sögu. Denver bætti einnig met með 34-14 sigri í leiknum en liðið skoraði alls 606 stig í deildakeppninni. Áðurnefnt Patriots lið frá árinu 2007 átti gamla metið en það var 589 stig. Denver vann alls þrettán af sextán leikjum sínum þetta tímabilið og situr hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina. Denver náði besta árangri allra liða í AFC-deildinni og þykir einna líklegast til að fara alla leið í úrslitaleikinn, Super Bowl, sem fer fram í New York í byrjun febrúar.
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Sjá meira