Landspítalinn þarf þína hjálp Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. desember 2013 10:16 Ég kenndi mér meins í byrjun desember og fór á Læknavaktina til að fá pillur og hughreystingu. Það er svo gott að fá gamlan kall umkringdan skrautskrifuðum plöggum til að segja manni að hafa ekki áhyggjur, gera bara þetta og hitt og þá batni manni. Þessi kall gerði ekkert slíkt, heldur sendi mig beinustu leið niður á bráðamóttökuna í Fossvogi. Það er ósanngjarnt að kvarta undan þeirri átta klukkustunda spítalavist sem framundan var. Ég hugsa að um fimmtán manns hafi potað í mig, stungið mig með nálum og látið mig pissa í alls kyns ílát. Allt var þetta gríðarlegt fagfólk sem reyndi að gera heimsóknina sem bærilegasta. Þó hugsa ég að sjö af þessum átta klukkustundum hafi farið í óbærilega bið inni í pínulitlu herbergi. Ósnjallsímavæddi ég var skiljanlega orðinn eirðarlaus þegar kvölda tók. Ég gekk um gólf á milli þess sem ég lá á bekk og las merkingar á skúffum og skápum. Það var freistandi að opna skúffuna sem merkt var "REFLEX HAMAR" og leika mér með gripinn sem ég hafði áður haldið að væri bara til í teiknimyndum. Ég stóðst hins vegar þá freistingu og laumaðist frekar fram á gang í leit að lesefni. Eftir þó nokkurt ráp fann ég setustofu og smekkfulla blaðagrind þar inni. Ég fletti í gegn um bunkann og flýtti mér svo aftur út þar sem mér heyrðist læknir vera í þann mund að fara að færa einhverjum slæmar fréttir. Þýfi mitt var ekki upp á marga fiska. Fréttablað frá því í október og Frjáls verslun frá því í ársbyrjun. Ég smjattaði á hverju orði í opnuviðtali við Hannes Hólmstein og vonaðist til að það endaði aldrei. Hverja einustu blaðsíðu í blöðunum tveimur lærði ég utanbókar á meðan ég lofaði sjálfum mér að færa spítalanum veglegt safn mitt af gömlum þungarokksblöðum. Ég fattaði reyndar síðar að ég er löngu búinn að láta blöðin frá mér. Landspítalinn er í vanda staddur. Svínað er á honum í fjárlögum, tækin eru gömul og húsakynnin úr sér gengin. Við þessu getur meðaljóninn lítið gert, en með samstilltu átaki hljótum við að geta bætt tímaritakost hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Ég kenndi mér meins í byrjun desember og fór á Læknavaktina til að fá pillur og hughreystingu. Það er svo gott að fá gamlan kall umkringdan skrautskrifuðum plöggum til að segja manni að hafa ekki áhyggjur, gera bara þetta og hitt og þá batni manni. Þessi kall gerði ekkert slíkt, heldur sendi mig beinustu leið niður á bráðamóttökuna í Fossvogi. Það er ósanngjarnt að kvarta undan þeirri átta klukkustunda spítalavist sem framundan var. Ég hugsa að um fimmtán manns hafi potað í mig, stungið mig með nálum og látið mig pissa í alls kyns ílát. Allt var þetta gríðarlegt fagfólk sem reyndi að gera heimsóknina sem bærilegasta. Þó hugsa ég að sjö af þessum átta klukkustundum hafi farið í óbærilega bið inni í pínulitlu herbergi. Ósnjallsímavæddi ég var skiljanlega orðinn eirðarlaus þegar kvölda tók. Ég gekk um gólf á milli þess sem ég lá á bekk og las merkingar á skúffum og skápum. Það var freistandi að opna skúffuna sem merkt var "REFLEX HAMAR" og leika mér með gripinn sem ég hafði áður haldið að væri bara til í teiknimyndum. Ég stóðst hins vegar þá freistingu og laumaðist frekar fram á gang í leit að lesefni. Eftir þó nokkurt ráp fann ég setustofu og smekkfulla blaðagrind þar inni. Ég fletti í gegn um bunkann og flýtti mér svo aftur út þar sem mér heyrðist læknir vera í þann mund að fara að færa einhverjum slæmar fréttir. Þýfi mitt var ekki upp á marga fiska. Fréttablað frá því í október og Frjáls verslun frá því í ársbyrjun. Ég smjattaði á hverju orði í opnuviðtali við Hannes Hólmstein og vonaðist til að það endaði aldrei. Hverja einustu blaðsíðu í blöðunum tveimur lærði ég utanbókar á meðan ég lofaði sjálfum mér að færa spítalanum veglegt safn mitt af gömlum þungarokksblöðum. Ég fattaði reyndar síðar að ég er löngu búinn að láta blöðin frá mér. Landspítalinn er í vanda staddur. Svínað er á honum í fjárlögum, tækin eru gömul og húsakynnin úr sér gengin. Við þessu getur meðaljóninn lítið gert, en með samstilltu átaki hljótum við að geta bætt tímaritakost hans.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun