Samningar og sérlausnir Andrés Pétursson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu fara nú hamförum í áróðri sínum gegn aðildarviðræðunum sem nú standa yfir. Af einhverjum ástæðum þykjast sumir þeirra geta túlkað viðræðurnar sem einstefnuakrein þar sem Ísland eigi litla eða enga möguleika á því að hafa áhrif á þann samning sem í boði verður. Maður kippir sér í sjálfu sér ekki upp við að misvel upplýstir bloggarar fari stundum með staðlausa stafi í þessu máli. En þegar aðilar sem eiga að vera ábyrgir, eins og ritstjórar blaða og formenn einstakra stjórnmálaflokka, gera slíkt hið sama er nauðsynlegt að leiðrétta það lýðskrum og afbakaðar staðreyndir sem þessir aðilar hafa borið á borð fyrir landsmenn á undanförnum misserum. Þegar þessir aðilar eru spurðir þeirrar einföldu spurningar hvers vegna Ísland eitt landa sem sótt hafi um aðild að ESB eigi ekki neina möguleika á því að hafa áhrif á þann samning sem í boði er verður lítið um svör. Þessir sömu aðilar eru líka spurðir hvers vegna ESB sendi ekki bara laga- og reglugerðarpakka sinn í heild sinni og umsóknarlöndin segi þá bara já eða nei. Ef það sé raunin þurfi ekki að hefja neinar aðildarviðræður! Að sjálfsögðu verður þá fátt um svör. Ástæðan er einföld; öll aðildarlönd hafa fengið sérlausnir á þeim sviðum þar sem þjóðhagslega miklir hagsmunir eru í húfi.Málamiðlanir Alþingi Íslendinga ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það þýðir að við göngum inn í ákveðið ferli sem ESB hefur þróað undanfarin fjörutíu ár og hefur reynst vel. Varðandi Ísland hefur þetta sjaldnast skapað vandamál því við höfum lagað okkar samfélag að reglugerðarramma ESB undanfarin tuttugu ár í gegnum EES-samninginn. Staðreyndin er sú að báðir samningsaðilar reyna að ná málamiðlunum um umdeild atriði. Engir tveir aðildarsamningar eru eins enda hagsmunir þjóða misjafnir. Samninganefnd ESB ver hagsmuni sambandsins og samninganefnd Íslands í okkar tilfelli ver hagsmuni okkar. Af samningatæknilegum ástæðum ræða menn aldrei um undantekningar heldur um sérlausnir, annaðhvort tímabundnar eða varanlegar. Mörg dæmi eru um varanlegar sérlausnir í aðildarsamningum annarra þjóða. Þar má til dæmis nefna sumarhúsakaup erlendra aðila í Danmörku og kaup útlendinga á landi á Möltu. Það er síðan íslensku þjóðarinnar að ákveða hvort þeir samningar sem íslenska samninganefndin nær séu ásættanlegir fyrir íslenska þjóð. Þrátt fyrir að umræðan verði stundum mjög þvælin verður að hrósa sumum andstæðingum aðildar Íslands þegar þeir reyna að halda þessu máli á þokkalega upplýstu plani. Það á til dæmis við um Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Hann hefur viðurkennt að sérlausnir séu í boði fyrir aðildarríkin. Það gerði hann til dæmis í grein nýlega um Ungverjaland. Að vísu dró hann þar ályktanir varðandi sérlausnir Ungverja sem ég er algjörlega ósammála. En það skiptir í sjálfu sér ekki máli í þessu samhengi. Staðreyndir eru nefnilega á hreinu. Það er ekki til neinn „one size fits all" samningur. Hver aðildarsamningur er sérstakur og það er síðan þjóðarinnar að ákveða hvort sá samningur sé ásættanlegur fyrir okkar hagsmuni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu fara nú hamförum í áróðri sínum gegn aðildarviðræðunum sem nú standa yfir. Af einhverjum ástæðum þykjast sumir þeirra geta túlkað viðræðurnar sem einstefnuakrein þar sem Ísland eigi litla eða enga möguleika á því að hafa áhrif á þann samning sem í boði verður. Maður kippir sér í sjálfu sér ekki upp við að misvel upplýstir bloggarar fari stundum með staðlausa stafi í þessu máli. En þegar aðilar sem eiga að vera ábyrgir, eins og ritstjórar blaða og formenn einstakra stjórnmálaflokka, gera slíkt hið sama er nauðsynlegt að leiðrétta það lýðskrum og afbakaðar staðreyndir sem þessir aðilar hafa borið á borð fyrir landsmenn á undanförnum misserum. Þegar þessir aðilar eru spurðir þeirrar einföldu spurningar hvers vegna Ísland eitt landa sem sótt hafi um aðild að ESB eigi ekki neina möguleika á því að hafa áhrif á þann samning sem í boði er verður lítið um svör. Þessir sömu aðilar eru líka spurðir hvers vegna ESB sendi ekki bara laga- og reglugerðarpakka sinn í heild sinni og umsóknarlöndin segi þá bara já eða nei. Ef það sé raunin þurfi ekki að hefja neinar aðildarviðræður! Að sjálfsögðu verður þá fátt um svör. Ástæðan er einföld; öll aðildarlönd hafa fengið sérlausnir á þeim sviðum þar sem þjóðhagslega miklir hagsmunir eru í húfi.Málamiðlanir Alþingi Íslendinga ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það þýðir að við göngum inn í ákveðið ferli sem ESB hefur þróað undanfarin fjörutíu ár og hefur reynst vel. Varðandi Ísland hefur þetta sjaldnast skapað vandamál því við höfum lagað okkar samfélag að reglugerðarramma ESB undanfarin tuttugu ár í gegnum EES-samninginn. Staðreyndin er sú að báðir samningsaðilar reyna að ná málamiðlunum um umdeild atriði. Engir tveir aðildarsamningar eru eins enda hagsmunir þjóða misjafnir. Samninganefnd ESB ver hagsmuni sambandsins og samninganefnd Íslands í okkar tilfelli ver hagsmuni okkar. Af samningatæknilegum ástæðum ræða menn aldrei um undantekningar heldur um sérlausnir, annaðhvort tímabundnar eða varanlegar. Mörg dæmi eru um varanlegar sérlausnir í aðildarsamningum annarra þjóða. Þar má til dæmis nefna sumarhúsakaup erlendra aðila í Danmörku og kaup útlendinga á landi á Möltu. Það er síðan íslensku þjóðarinnar að ákveða hvort þeir samningar sem íslenska samninganefndin nær séu ásættanlegir fyrir íslenska þjóð. Þrátt fyrir að umræðan verði stundum mjög þvælin verður að hrósa sumum andstæðingum aðildar Íslands þegar þeir reyna að halda þessu máli á þokkalega upplýstu plani. Það á til dæmis við um Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Hann hefur viðurkennt að sérlausnir séu í boði fyrir aðildarríkin. Það gerði hann til dæmis í grein nýlega um Ungverjaland. Að vísu dró hann þar ályktanir varðandi sérlausnir Ungverja sem ég er algjörlega ósammála. En það skiptir í sjálfu sér ekki máli í þessu samhengi. Staðreyndir eru nefnilega á hreinu. Það er ekki til neinn „one size fits all" samningur. Hver aðildarsamningur er sérstakur og það er síðan þjóðarinnar að ákveða hvort sá samningur sé ásættanlegur fyrir okkar hagsmuni.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar