Þetta var ekki heppni Benedikt Grétarsson skrifar 28. janúar 2013 06:00 FH-ingar tolleruðu Einar Rafn Eiðsson í leikslok eftir að hann skoraði sigurmarkið. Mynd/Stefán FH-ingar byrja árið vel í handboltanum og tóku fyrsta titil þess í ár með því að vinna 28-27 sigur á Fram í framlengdum úrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins en FH-liðið sló Akureyri út daginn áður. Framarar náðu hins vegar ekki að fylgja eftir glæsilegum sigri á toppliði Hauka sólarhringi fyrr. FH komst í 12-2 forystu í fyrri hálfleik en Framarar náðu að vinna sig inn í leikinn í síðari hálfleik og tryggja sér framlengingu. Framlengingin var æsispennandi og það var Einar Rafn Eiðsson sem tryggði FH bikarinn með skrýtnu skoti úr horninu sem Magnús hefði líklega átt að verja. „Þetta var virkilega sætt og fínn endir á góðum leik. Við missum taktinn við brotthvarf lykilmanna vegna meiðsla og brottvísana og þeir gerðu virkilega vel að keyra á okkur í seinni bylgjunni," sagði Einar Rafn Eiðsson, hetja FH í leiknum. Sigurður Eggertsson átti góðan leik fyrir Fram og hann var mjög vonsvikinn í leikslok. „Þetta er virkilega svekkjandi, að vinna sig svona inn í leikinn og tapa svo á einhverju svona skítamarki í lokin." Sigurður var ekki í nokkrum vafa að sigurmark Einars Rafns Eiðssonar hefði verið hundaheppni. „Einar reyndi þetta örugglega 25 sinnum á æfingu hjá okkur í fyrra en skoraði aldrei. Svo skorar hann núna, algjör heppni og ekkert annað." Einar var ekki sammála skýringu Sigurðar Eggertssonar að sigurmarkið hefði verið heppnisskot. „Nei, nei, þetta er aldrei heppni. Þarna er Siggi að rugla bara eitthvað."FH fær Evrópusæti Sigurinn tryggir FH Evrópusæti og Einar var að vonum ánægður með að vinna bikarinn. „Við lögðum áherslu á að vinna þennan bikar og tryggja okkur Evrópusæti. Þessi bikar gefur okkur byr undir báða vængi í framhaldinu og vonandi náum við að fylgja þessu eftir í næstu leikjum," sagði Einar Rafn sem var þarna að mæta sínum gömlu félögum í Fram en hann kom til FH úr Safamýrinni í haust. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, var sáttur við sigurinn. „Þetta var virkilega ánægjulegt og margt jákvætt í þessu. Það var samt óþarfi að missa þetta svona mikið niður en það kemur svolítið bakslag í okkar leik þegar við missum Loga (Geirson) og Ása (Ásbjörn Friðriksson) úr leiknum." Ungir leikmenn FH stigu sterkir upp á ögurstundu og það gladdi þjálfarann mikið. „Við erum að spila hérna í langan tíma með Ísak (Rafnsson) og Magga (Magnús Óli Magnússon) fyrir utan og þeir stóðu sig mjög vel. Þetta eru guttar í öðrum flokki og það var ánægjulegt að sjá þá koma sterka inn. Einar Andri er ekki í nokkrum vafa að sigurinn gefi liðinu aukið sjálfstraust. „Okkur langaði virkilega að vinna þennan leik og þessi sigur gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust fyrir komandi átök í deildinni," sagði Einar að lokum. Þetta er í annað skipti sem FH vinnur þessa keppni en í hitt skiptið fóru liðsmenn síðan alla leið og urðu Íslandsmeistarar vorið 2011. Olís-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
FH-ingar byrja árið vel í handboltanum og tóku fyrsta titil þess í ár með því að vinna 28-27 sigur á Fram í framlengdum úrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins en FH-liðið sló Akureyri út daginn áður. Framarar náðu hins vegar ekki að fylgja eftir glæsilegum sigri á toppliði Hauka sólarhringi fyrr. FH komst í 12-2 forystu í fyrri hálfleik en Framarar náðu að vinna sig inn í leikinn í síðari hálfleik og tryggja sér framlengingu. Framlengingin var æsispennandi og það var Einar Rafn Eiðsson sem tryggði FH bikarinn með skrýtnu skoti úr horninu sem Magnús hefði líklega átt að verja. „Þetta var virkilega sætt og fínn endir á góðum leik. Við missum taktinn við brotthvarf lykilmanna vegna meiðsla og brottvísana og þeir gerðu virkilega vel að keyra á okkur í seinni bylgjunni," sagði Einar Rafn Eiðsson, hetja FH í leiknum. Sigurður Eggertsson átti góðan leik fyrir Fram og hann var mjög vonsvikinn í leikslok. „Þetta er virkilega svekkjandi, að vinna sig svona inn í leikinn og tapa svo á einhverju svona skítamarki í lokin." Sigurður var ekki í nokkrum vafa að sigurmark Einars Rafns Eiðssonar hefði verið hundaheppni. „Einar reyndi þetta örugglega 25 sinnum á æfingu hjá okkur í fyrra en skoraði aldrei. Svo skorar hann núna, algjör heppni og ekkert annað." Einar var ekki sammála skýringu Sigurðar Eggertssonar að sigurmarkið hefði verið heppnisskot. „Nei, nei, þetta er aldrei heppni. Þarna er Siggi að rugla bara eitthvað."FH fær Evrópusæti Sigurinn tryggir FH Evrópusæti og Einar var að vonum ánægður með að vinna bikarinn. „Við lögðum áherslu á að vinna þennan bikar og tryggja okkur Evrópusæti. Þessi bikar gefur okkur byr undir báða vængi í framhaldinu og vonandi náum við að fylgja þessu eftir í næstu leikjum," sagði Einar Rafn sem var þarna að mæta sínum gömlu félögum í Fram en hann kom til FH úr Safamýrinni í haust. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, var sáttur við sigurinn. „Þetta var virkilega ánægjulegt og margt jákvætt í þessu. Það var samt óþarfi að missa þetta svona mikið niður en það kemur svolítið bakslag í okkar leik þegar við missum Loga (Geirson) og Ása (Ásbjörn Friðriksson) úr leiknum." Ungir leikmenn FH stigu sterkir upp á ögurstundu og það gladdi þjálfarann mikið. „Við erum að spila hérna í langan tíma með Ísak (Rafnsson) og Magga (Magnús Óli Magnússon) fyrir utan og þeir stóðu sig mjög vel. Þetta eru guttar í öðrum flokki og það var ánægjulegt að sjá þá koma sterka inn. Einar Andri er ekki í nokkrum vafa að sigurinn gefi liðinu aukið sjálfstraust. „Okkur langaði virkilega að vinna þennan leik og þessi sigur gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust fyrir komandi átök í deildinni," sagði Einar að lokum. Þetta er í annað skipti sem FH vinnur þessa keppni en í hitt skiptið fóru liðsmenn síðan alla leið og urðu Íslandsmeistarar vorið 2011.
Olís-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti