Um jarmandi rollur í Animal Farm Ellert B. Schram skrifar 31. janúar 2013 06:00 Ég hef aldrei farið dult með það, að vera Evrópusinni. Ég er í hópi þeirra sem vilja að Íslendingar ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið og síðan verði málið lagt fyrir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þetta eru mín viðhorf, enda þótt ég hafi auðvitað þann varnagla á, hvort samningar við EBS séu ásættanlegir fyrir land og þjóð, þegar þar að kemur. Þetta held ég að sé almenn afstaða fylgismanna aðildarviðræðna. Þeir vilja sjá hvað er í pakkanum, áður en þeir gera upp sinn hug. Það er ábyrg og meðvituð afstaða að útiloka ekki aðild að Evrópusambandinu fyrir fram, eins og ástandið er hér á landi um þessar mundir. Þetta hefur lítið eða ekkert með mig sjálfan að gera, úr því sem komið er, hálfáttræðan manninn. Ég er að hugsa um framtíðina, börnin mín og komandi kynslóðir. Nú hef ég enga ástæðu til að gera lítið úr skoðunum þeirra, sem eru andsnúnir aðildarviðræðum. Ég efast ekki um að þeir hafi þá sannfæringu að aðild að ESB sé röng stefna. En mér með öllu óskiljanlegt hvers vegna þeir haga málflutningi sínum á þann hátt sem gert er. Sá málflutningur gengur því miður út á það, að röksemdir aðildar séu eingöngu innantóm slagorð. Aðferðin sé sú, segja þeir, að „pikka upp línuna, éta þau upp og jarma, hvert eftir öðru, fáránleg, órökstudd slagorð sem helst minna á rollurnar í Animal Farm“. Hvort sem það er á Evrópuvaktinni, Morgunblaðinu, AMX eða INN, þá er sífellt og stöðugt verið að atyrða það fólk og þau samtök, sem vilja fara samningaleiðina til enda. Fólk er sakað um landráð og undirmál, svik við fullveldið. Eða eitthvað þaðan af verra.Snjóhengja Hvers vegna eru til stjórnmálamenn og kjósendur á Íslandi, sem vilja ljúka aðildarviðræðum? Um þessar mundir, eins og gerst hefur í áratugi, hefur íslenska krónan fallið jafnt og þétt og leitt til rýrnunar kaupmáttar hins almenna launþega. Um þessar mundir eins og svo oft áður hefur verðtrygging krónunnar bitnað á skuldugum fjölskyldum sem engu gátu ráðið um bankahrun og fjármálakreppu. Um þessar mundir standa menn ráðþrota gagnvart snjóhengju, sem vofir yfir vegna inneigna erlendra fjárfesta, sem vilja ná peningunum sínum út úr frosnu fjármálakerfi. Um þessar mundir fækkar þeim erlendu aðilum, sem hafa áhuga á að fjárfesta í okkar litla landi, af því óvissan er svo mikil. Um þessar mundir, eins og reyndar allt mitt líf, erum við með gjaldmiðil sem er hvergi í heiminum gjaldgengur. Þetta er staðan á Íslandi í dag og það eru ómaklegar ásakanir að ein leiðin út úr þessum ógöngum, kannske sú einasta, sé sprottin af auðmýkt gagnvart Evrópu eða þetta sé atlaga að fullveldinu. Á viðreisnarárunum gengu Íslendingar í EFTA, tollabandalag Evrópuríkja. Á síðasta áratug liðinnar aldar gengu Íslendingar í Evrópska efnahagssvæðið. Í framhaldinu ákváðum við að taka upp Schengen-samkomulagið. Allt hefur þetta verið gert án þess að Íslendingar hafi misst forræði á sínum málum. Við höfum kallað þessa samninga yfir okkur og lifað með þeim, án þess að farga fullveldi og sjálfstæði, hvort heldur að mati þjóðar eða þings. Það er lágkúrulegur málstaður að gera öðrum upp svik og landráð eða annarleg óþjóðleg viðhorf, þótt sitt sýnist hverjum. Við erum öll heiðarlegir Íslendingar, sem vilja að Íslandi vegni vel. Það hefur enginn efni á því að uppnefna samlanda sína, með því að líkja þeim við jarmandi rollur í Animal Farm. Hættum þessu ómerkilega orðaskaki og tölum saman af raunsæi og virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei farið dult með það, að vera Evrópusinni. Ég er í hópi þeirra sem vilja að Íslendingar ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið og síðan verði málið lagt fyrir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þetta eru mín viðhorf, enda þótt ég hafi auðvitað þann varnagla á, hvort samningar við EBS séu ásættanlegir fyrir land og þjóð, þegar þar að kemur. Þetta held ég að sé almenn afstaða fylgismanna aðildarviðræðna. Þeir vilja sjá hvað er í pakkanum, áður en þeir gera upp sinn hug. Það er ábyrg og meðvituð afstaða að útiloka ekki aðild að Evrópusambandinu fyrir fram, eins og ástandið er hér á landi um þessar mundir. Þetta hefur lítið eða ekkert með mig sjálfan að gera, úr því sem komið er, hálfáttræðan manninn. Ég er að hugsa um framtíðina, börnin mín og komandi kynslóðir. Nú hef ég enga ástæðu til að gera lítið úr skoðunum þeirra, sem eru andsnúnir aðildarviðræðum. Ég efast ekki um að þeir hafi þá sannfæringu að aðild að ESB sé röng stefna. En mér með öllu óskiljanlegt hvers vegna þeir haga málflutningi sínum á þann hátt sem gert er. Sá málflutningur gengur því miður út á það, að röksemdir aðildar séu eingöngu innantóm slagorð. Aðferðin sé sú, segja þeir, að „pikka upp línuna, éta þau upp og jarma, hvert eftir öðru, fáránleg, órökstudd slagorð sem helst minna á rollurnar í Animal Farm“. Hvort sem það er á Evrópuvaktinni, Morgunblaðinu, AMX eða INN, þá er sífellt og stöðugt verið að atyrða það fólk og þau samtök, sem vilja fara samningaleiðina til enda. Fólk er sakað um landráð og undirmál, svik við fullveldið. Eða eitthvað þaðan af verra.Snjóhengja Hvers vegna eru til stjórnmálamenn og kjósendur á Íslandi, sem vilja ljúka aðildarviðræðum? Um þessar mundir, eins og gerst hefur í áratugi, hefur íslenska krónan fallið jafnt og þétt og leitt til rýrnunar kaupmáttar hins almenna launþega. Um þessar mundir eins og svo oft áður hefur verðtrygging krónunnar bitnað á skuldugum fjölskyldum sem engu gátu ráðið um bankahrun og fjármálakreppu. Um þessar mundir standa menn ráðþrota gagnvart snjóhengju, sem vofir yfir vegna inneigna erlendra fjárfesta, sem vilja ná peningunum sínum út úr frosnu fjármálakerfi. Um þessar mundir fækkar þeim erlendu aðilum, sem hafa áhuga á að fjárfesta í okkar litla landi, af því óvissan er svo mikil. Um þessar mundir, eins og reyndar allt mitt líf, erum við með gjaldmiðil sem er hvergi í heiminum gjaldgengur. Þetta er staðan á Íslandi í dag og það eru ómaklegar ásakanir að ein leiðin út úr þessum ógöngum, kannske sú einasta, sé sprottin af auðmýkt gagnvart Evrópu eða þetta sé atlaga að fullveldinu. Á viðreisnarárunum gengu Íslendingar í EFTA, tollabandalag Evrópuríkja. Á síðasta áratug liðinnar aldar gengu Íslendingar í Evrópska efnahagssvæðið. Í framhaldinu ákváðum við að taka upp Schengen-samkomulagið. Allt hefur þetta verið gert án þess að Íslendingar hafi misst forræði á sínum málum. Við höfum kallað þessa samninga yfir okkur og lifað með þeim, án þess að farga fullveldi og sjálfstæði, hvort heldur að mati þjóðar eða þings. Það er lágkúrulegur málstaður að gera öðrum upp svik og landráð eða annarleg óþjóðleg viðhorf, þótt sitt sýnist hverjum. Við erum öll heiðarlegir Íslendingar, sem vilja að Íslandi vegni vel. Það hefur enginn efni á því að uppnefna samlanda sína, með því að líkja þeim við jarmandi rollur í Animal Farm. Hættum þessu ómerkilega orðaskaki og tölum saman af raunsæi og virðingu.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar