Þögnin er versti óvinurinn Guðbjartur Hannesson skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Mikill fjöldi mála sem varða kynferðisbrot gegn börnum, gömul brot og ný, hefur borist lögregluyfirvöldum frá því að Kastljós tók til umfjöllunar málefni einstaklings sem á að baki langa sögu um slík brot. Það er eins og stífla hafi brostið. Fólk á öllum aldri sem margt hefur lengi borið harm sinn í hljóði, treystir sér nú loks til að segja sögu sína og varpa þannig af sér sligandi byrði sem enginn á að þurfa að bera, hvorki barn né fullorðinn, og alls ekki einn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem opinber umfjöllun og viðtöl við þolendur kynferðisofbeldis vekja upp umræðu og verða öðrum hvatning til að segja frá sambærilegri reynslu. Vakningin nú virðist þó sterkari en nokkru sinni. Samfélagið og stofnanir þess eiga að nýta sér þessa vakningu til að efla og bæta aðgerðir til að vernda börn gegn þessum hræðilega glæp. Nýlega var skipaður samráðshópur á vegum stjórnvalda til að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi, treysta burði réttarvörslukerfisins til að koma lögum yfir kynferðisbrotamenn, tryggja skilvirk úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota og stuðla að markvissum forvörnum. Hópurinn á að skila tillögum um aðgerðir og lagabreytingar sem kunna að vera nauðsynlegar fyrir lok mars næstkomandi. Verkefni hópsins eru mikilvæg og leiða vonandi til margvíslegra úrbóta, því eins og dæmin sanna er margt sem þarf að bæta til að vernda börn gegn kynferðislegri misbeitingu og misnotkun.Skipulag barnaverndarstarfs Þótt kerfislegar úrbætur kunni að vera nauðsynlegar skulum við hafa hugfast að barnaverndarstarf á sér langa sögu og umgjörð þess hefur styrkst verulega í áranna rás. Réttur barna til verndar og umönnunar er skýr í barnaverndarlögum og þar er gerð nákvæm grein fyrir skipulagi barnaverndarstarfs, skyldum og ábyrgð einstakra aðila sem hlutverki hafa að gegna á þessu sviði. Yfirstjórn barnaverndarmála er í velferðarráðuneytinu en Barnaverndarstofa sem er sjálfstæð stjórnsýslustofnun annast meðal annars samhæfingu barnaverndarstarfs í landinu og gegnir afar veigamiklu hlutverki á þessu sviði. Barnahús er samstarfsvettvangur stofnana sem bera ábyrgð á rannsókn og meðferð vegna kynferðisofbeldis gegn börnum. Tilvísanir til Barnhúss berast frá barnaverndarnefndum. Barnaverndarnefndir starfa um allt land á vegum sveitarfélaga og það eru þær sem eru í beinu sambandi við börn og fjölskyldur þeirra þegar nauðsynlegt er að veita aðstoð eða grípa inn í aðstæður þegar grunur leikur á að velferð barna sé í hættu. Barnaverndarnefndir gegna því lykilhlutverki á sviði barnaverndar.Börn eiga alltaf að njóta vafans Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar hafi þeir ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi eða sé vanrækt á einhvern hátt. Þetta er skýrt í barnaverndarlögum og snýr að okkur öllum. Þá er sérstaklega kveðið á um tilkynningarskyldu ákveðinna starfsstétta til barnaverndarnefnda, en þetta eru leikskólastjórar, leikskólakennarar, dagmæður, skólastjórar, kennarar, prestar, læknar, tannlæknar, ljósmæður, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, félagsráðgjafar, þroskaþjálfar, náms- og starfsráðgjafar og þeir sem annast félagslega þjónustu eða ráðgjöf. Skylda þessara hópa er mjög rík og gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta. Loks er sérstaklega kveðið á um tilkynningarskyldu lögreglu í barnaverndarlögunum. Neyðarlínan, sími 112, tekur við símtölum vegna tilkynninga og vísar þeim áfram til hlutaðeigandi barnaverndarnefnda. Hjá barnaverndarnefndum starfar fagfólk sem hefur þekkingu og reynslu til að bregðast við málum sem tilkynnt er um og ýmis úrræði til að takast á við þau þannig að börnin fái nauðsynlega vernd og fjölskyldan viðeigandi aðstoð. Mikilvægt er að allir virði tilkynningarskyldu sína og láti vita hafi þeir grunsemdir um að velferð barna sé í hættu. Það er forsenda þess að barnaverndarnefndirnar geti rækt skyldur sínar. Fólk kann að veigra sér við því að tilkynna grunsemdir um brot gegn börnum með það í huga að í því geti falist ásökun á hendur einhverjum sem mögulega reynist röng. Við skulum hins vegar snúa þessu við. Hvernig skyldi þeim líða sem lætur undir höfuð leggjast að tilkynna grunsemdir um alvarlegt brot gegn barni ef síðar kemur í ljós að barnið sem átti í hlut hefur sætt kynferðislegu ofbeldi um langa hríð sem annars hefði verið hægt að stöðva?Mikilvæg vitundarvakning Í samræmi við ákvæði samnings Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu gagnvart börnum hafa íslensk stjórnvöld ýtt úr vör átaki til vitundarvakningar með það að markmiði að fræða börn og starfsfólk grunnskóla um eðli og afleiðingar kynferðislegs ofbeldis og að skólar séu í stakk búnir til að bregðast við ef börn sýna þess merki að hafa orðið fyrir ofbeldi. Kynferðisbrot gegn börnum er samfélagsmein sem krefst margvíslegra aðgerða svo árangur náist. Samfélagið allt þarf að vera meðvitað um vandann því í þessum erfiðu málum er þögnin versti óvinurinn. Þess vegna er vitundarvakning nauðsynleg. Við verðum að geta talað um þessi mál. Foreldrar þurfa að geta frætt börnin sín þannig að þau viti að ákveðin hegðun fullorðinna í þeirra garð er röng. Börn verða að vita að þau mega og eiga að segja frá ef þeim er misboðið á einhvern hátt og hafa vissu fyrir því að á þau sé hlustað. Við berum öll ábyrgð og verðum að axla hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Mikill fjöldi mála sem varða kynferðisbrot gegn börnum, gömul brot og ný, hefur borist lögregluyfirvöldum frá því að Kastljós tók til umfjöllunar málefni einstaklings sem á að baki langa sögu um slík brot. Það er eins og stífla hafi brostið. Fólk á öllum aldri sem margt hefur lengi borið harm sinn í hljóði, treystir sér nú loks til að segja sögu sína og varpa þannig af sér sligandi byrði sem enginn á að þurfa að bera, hvorki barn né fullorðinn, og alls ekki einn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem opinber umfjöllun og viðtöl við þolendur kynferðisofbeldis vekja upp umræðu og verða öðrum hvatning til að segja frá sambærilegri reynslu. Vakningin nú virðist þó sterkari en nokkru sinni. Samfélagið og stofnanir þess eiga að nýta sér þessa vakningu til að efla og bæta aðgerðir til að vernda börn gegn þessum hræðilega glæp. Nýlega var skipaður samráðshópur á vegum stjórnvalda til að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi, treysta burði réttarvörslukerfisins til að koma lögum yfir kynferðisbrotamenn, tryggja skilvirk úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota og stuðla að markvissum forvörnum. Hópurinn á að skila tillögum um aðgerðir og lagabreytingar sem kunna að vera nauðsynlegar fyrir lok mars næstkomandi. Verkefni hópsins eru mikilvæg og leiða vonandi til margvíslegra úrbóta, því eins og dæmin sanna er margt sem þarf að bæta til að vernda börn gegn kynferðislegri misbeitingu og misnotkun.Skipulag barnaverndarstarfs Þótt kerfislegar úrbætur kunni að vera nauðsynlegar skulum við hafa hugfast að barnaverndarstarf á sér langa sögu og umgjörð þess hefur styrkst verulega í áranna rás. Réttur barna til verndar og umönnunar er skýr í barnaverndarlögum og þar er gerð nákvæm grein fyrir skipulagi barnaverndarstarfs, skyldum og ábyrgð einstakra aðila sem hlutverki hafa að gegna á þessu sviði. Yfirstjórn barnaverndarmála er í velferðarráðuneytinu en Barnaverndarstofa sem er sjálfstæð stjórnsýslustofnun annast meðal annars samhæfingu barnaverndarstarfs í landinu og gegnir afar veigamiklu hlutverki á þessu sviði. Barnahús er samstarfsvettvangur stofnana sem bera ábyrgð á rannsókn og meðferð vegna kynferðisofbeldis gegn börnum. Tilvísanir til Barnhúss berast frá barnaverndarnefndum. Barnaverndarnefndir starfa um allt land á vegum sveitarfélaga og það eru þær sem eru í beinu sambandi við börn og fjölskyldur þeirra þegar nauðsynlegt er að veita aðstoð eða grípa inn í aðstæður þegar grunur leikur á að velferð barna sé í hættu. Barnaverndarnefndir gegna því lykilhlutverki á sviði barnaverndar.Börn eiga alltaf að njóta vafans Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar hafi þeir ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi eða sé vanrækt á einhvern hátt. Þetta er skýrt í barnaverndarlögum og snýr að okkur öllum. Þá er sérstaklega kveðið á um tilkynningarskyldu ákveðinna starfsstétta til barnaverndarnefnda, en þetta eru leikskólastjórar, leikskólakennarar, dagmæður, skólastjórar, kennarar, prestar, læknar, tannlæknar, ljósmæður, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, félagsráðgjafar, þroskaþjálfar, náms- og starfsráðgjafar og þeir sem annast félagslega þjónustu eða ráðgjöf. Skylda þessara hópa er mjög rík og gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta. Loks er sérstaklega kveðið á um tilkynningarskyldu lögreglu í barnaverndarlögunum. Neyðarlínan, sími 112, tekur við símtölum vegna tilkynninga og vísar þeim áfram til hlutaðeigandi barnaverndarnefnda. Hjá barnaverndarnefndum starfar fagfólk sem hefur þekkingu og reynslu til að bregðast við málum sem tilkynnt er um og ýmis úrræði til að takast á við þau þannig að börnin fái nauðsynlega vernd og fjölskyldan viðeigandi aðstoð. Mikilvægt er að allir virði tilkynningarskyldu sína og láti vita hafi þeir grunsemdir um að velferð barna sé í hættu. Það er forsenda þess að barnaverndarnefndirnar geti rækt skyldur sínar. Fólk kann að veigra sér við því að tilkynna grunsemdir um brot gegn börnum með það í huga að í því geti falist ásökun á hendur einhverjum sem mögulega reynist röng. Við skulum hins vegar snúa þessu við. Hvernig skyldi þeim líða sem lætur undir höfuð leggjast að tilkynna grunsemdir um alvarlegt brot gegn barni ef síðar kemur í ljós að barnið sem átti í hlut hefur sætt kynferðislegu ofbeldi um langa hríð sem annars hefði verið hægt að stöðva?Mikilvæg vitundarvakning Í samræmi við ákvæði samnings Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu gagnvart börnum hafa íslensk stjórnvöld ýtt úr vör átaki til vitundarvakningar með það að markmiði að fræða börn og starfsfólk grunnskóla um eðli og afleiðingar kynferðislegs ofbeldis og að skólar séu í stakk búnir til að bregðast við ef börn sýna þess merki að hafa orðið fyrir ofbeldi. Kynferðisbrot gegn börnum er samfélagsmein sem krefst margvíslegra aðgerða svo árangur náist. Samfélagið allt þarf að vera meðvitað um vandann því í þessum erfiðu málum er þögnin versti óvinurinn. Þess vegna er vitundarvakning nauðsynleg. Við verðum að geta talað um þessi mál. Foreldrar þurfa að geta frætt börnin sín þannig að þau viti að ákveðin hegðun fullorðinna í þeirra garð er röng. Börn verða að vita að þau mega og eiga að segja frá ef þeim er misboðið á einhvern hátt og hafa vissu fyrir því að á þau sé hlustað. Við berum öll ábyrgð og verðum að axla hana.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar